Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 201612 Nú í þessari viku, dagana 25. og 26. ágúst, fer fram tækniráðstefna í Hörpu í Reykjavík. Einn af skipu- leggjendum ráðstefnunnar er Borg- firðingurinn Axel Máni Gíslason. Axel útskrifaðist úr Menntaskóla Borgarfjarðar árið 2012 og hélt eft- ir útskrift í tölvunarfræði í Háskól- ann í Reykjavík. „Ég valdi tölvun- arfræðina af forvitni. Ég hafði lít- ið sem ekkert forritað þegar ég hóf nám en forvitnin var fljót að breyt- ast í brennandi áhuga í náminu,“ segir Axel Máni. Á ráðstefnunni, sem Axel skipuleggur nú ásamt átta öðrum, koma saman einstakling- ar sem deila áhuga á forritunarmál- inu JavaScript. „Þetta er tækniráð- stefna sem haldin hefur verið í átta ár og var fyrst haldin í Bandaríkjun- um en síðar hefur hún borist út um allan heim. Ráðstefnan er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem eru ein- lægir áhugamenn um JavaScript og er hún vettvangur fyrir einstaklinga að ræða saman, fá aðstoð og heyra hvað aðrir eru að gera,“ segir Axel Máni. Þátttakendur m.a. frá Netflix og Microsoft Á ráðstefnunni munu 34 erlend- ir einstaklingar halda erindi ásamt tveimur Íslendingum. „Fyrirlestr- arnir eru af fjölbreyttum toga, við reyndum að höfða til allra. Við erum bæði með fyrirlestra fyrir þá sem eru mjög djúpt sokknir í fen forrit- unar en einnig erum við með létt- ara efni. Við erum t.d. með áhuga- vert erindi sem haldið er af Uni- cef um það hvaða áhrif það myndi hafa ef öll börn í Afríku fengju af- henta tölvu. Það voru 500 manns sem sóttu um að fá að tala á ráð- stefnunni en við þurftum að skera þann hópinn niður í 36 einstaklinga. Við fórum þá leið að fyrirlestrarnir voru sendir inn nafnlausir, þegar við fórum að velja inn. Þetta gerðum við svo við myndum velja það efni sem væri áhugaverðast en ekki á for- sendum þess hverjir væru að flytja fyrirlestrana. Það verða margir for- ritarar frá stórum og þekktum fyrir- tækjum sem munu halda fyrirlestra á ráðstefnunni. Við erum með fólk frá Netflix, Mozilla, Microsoft, Ama- zon, Pinterest og fleirum svo það má búast við að margt forvitnilegt komi fram,” segir Axel. 215 erlendir gestir Fjöldi erlendra gesta mun sækja ráð- stefnuna. Um 400 gestir hafa keypt sér miða en auk þeirra eru 36 sem munu halda fyrirlestrana, eins og áður segir. „Aðsóknin á ráðstefnuna er vonum framar. Við sem stöndum að þessu erum í skýjunum með það. Við settum fyrst 200 miða í sölu en sá fjöldi fór á fimmtán sekúndum. Við bættum því við miðafjöldann og nú eru um 400 seldir miðar og um 60% af þeim eru keyptir af út- lendingum. Ein af ástæðunum fyr- ir því að við ákváðum að halda ráð- stefnuna hér á landi er að Ísland er í tísku. Við höfðum heyrt af því að fólk hefði mikinn áhuga á að koma hingað út af náttúrunni og öllu því tengdu. Það hafa ekki margir komið til Ísland svo forriturum virtist finn- ast þetta spennandi staður.“ Axel segir að það verði ekki bara fyrirlestrar á ráðstefnunni. „Ráð- stefnan byggir fyrst og fremst á mannlegum samskiptum. Forritarar eiga að fá tækifæri til að viðra hug- myndir sínar og ræða við aðra um forritun. Það verða því viðburðir þar sem fólki gefst tæki færi á að ræða saman. Við verðum með opnunar- teiti í dag í Hörpu og aftur á morg- un og loks verður lokateiti í Gamla bíói á föstudaginn. Við verðum einn- ig með afþreyingardagskrá og bjóð- um gestum að snorkla í Silfru, fara í hvalaskoðun, snjósleðaferðir og á hestbak ásamt því að ráðstefnugestir fá frítt í Bláa lónið. Á fimmtudaginn verðum við með svokallað Hacka- thon þar sem gestir fá að spreyta sig á því að hakka sig í ljós á vegg Silf- urbergs í Hörpu og veitt verða verð- laun þeim sem tekst best til. Saga Garðars og Ari Eldjárn verða kynn- ar á hátíðinni svo það verður mikil gleði,“ segir Axel. Heldur í nám til Danmerkur Axel segir að það hafi verið afar ánægjulegt að fá að starfa að undir- búningi ráðstefnunnar. „Ráðstefnan kostar töluverða fjármuni en hver einasta króna sem kemur inn fer beint í ráðstefnuna. Við sem stönd- um að því að skipuleggja hana ger- um það í sjálfboðavinnu. Það hef- ur verið mjög skemmtilegt að vinna að þessu verkefni. Við byrjuðum að skipuleggja fljótlega eftir áramót og nú er allt tilbúið. Það er svo gam- an að fá að fylgjast með hvað fólk er spennt fyrir ráðstefnunni. Hún leggst afskaplega vel í okkur og við erum ótrúlega ánægð hvað allt hefur gengið vel í aðdraganda hennar og hlökkum til að taka á móti gestun- um,“ segir Axel. Spennandi tímar eru framundan hjá Axel en eftir að hafa varið sumr- inu í að skipuleggja ráðstefnuna og starfa hjá íslenska fyrirtækinu Do- hop sem forritari heldur hann til Danmerkur á næstu dögum. „Ég er að fara til náms í Óðinsvéum þar sem ætla að bæta við mig masters- gráðu í hugbúnaðarverkfræði. Ég hlakka mikið til,“ segir Axel að end- ingu. bþb Skipuleggur alþjóðlega tækniráðstefnu í Hörpu Borgfirðingurinn Axel Máni Gíslason er einn af skipuleggjendum fjölmennrar tækniráðstefnu í Hörpu. Ráðstefnan fer fram í Hörpu. “Á morgun, fimmtudag, verðum við með svokallað Hackathon þar sem gestir fá að spreyta sig á því að hakka sig í ljós á vegg Silfurbergs í Hörpu og veitt verða verðlaun þeim sem tekst best til.” Bændur á Vesturlandi láta vel af veðrinu í sumar til heyskapar. Víð- ast hvar hafa því náðst afburða góð hey í plast eða undir dúk, tilbúin til gjafar í vetur. Nokkuð víða á vest- anverðu landinu er sláttur að hefj- ast í þriðja skipti. Meðfylgjandi mynd var tekin á sléttum völlun- um á bænum Ósi í Hvalfjarðarsveit í gærmorgun. mm/ Ljósm. ki. Það var líf og fjör um borð í Guð- mundi Jenssyni SH í síðustu viku. Með áhöfninni á sjó þennan dag voru þrjú ungmenni; þau Mýra Jóhannesdóttir, Kristinn Jökull Kristinsson og Jason Jens Illuga- son. Notuðu þau síðustu dagana í sumarfríinu til að kynnast því sem fram fer úti á sjó áður en þau sett- ust aftur á skólabekk. þa Í sjóferð áður en skólinn hófst Þriðji sláttur víða hafinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.