Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Síða 16

Skessuhorn - 24.08.2016, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 201616 Snemma árs festi Vélsmiðja Grundarfjarðar, í eigu Þórðar Magnússonar og Remigijus Bilevi- cius, kaup á húsnæði og tækjum Berg Vélsmiðju. Hóf Vélsmiðja Grundarfjarðar síðan rekstur 1. maí síðastliðinn og hefur verið starfrækt síðan. Skessuhorn leit við hjá þeim Þórði og Remigijus fyrir helgi og ræddi við þá um reynslu undangenginna mánaða. „Það er búið að vera talsvert að gera. Við höfum mikið verið í skipasmíð- um og skipaviðgerðum auk al- mennra bílaviðgerða,“ segir Þórð- ur. „Við höfum líka boðið upp á dekkjaskipti og smurningu,“ bæt- ir Remigijus við. Þórður segir að í smiðjunni séu einnig framleidd- ar allar týpur af glussaslöngum og í raun séu bara leyst öll verkefni sem til falla. „Við gerum við þvottavél- ar ef svo ber undir,“ segir hann og brosir. „Já, ég hef gert við þvotta- vélar hérna,“ bætir Remigijus við og hlær. Þórður sér um fjármál og bók- hald Vélsmiðju Grundarfjarð- ar en Remigijus um allan dagleg- an rekstur. Starfsmenn eru fimm og eigendurnir segjast hafa leit- ast eftir að ráða menntað fólk til starfa hjá fyrirtækinu. „Remigi- jus er menntaður bifvélarafvirki og hér starfa einnig tveir lærðir skipa- smiðir, menntaðir í Póllandi. Þar er skipasmíði fjögurra ára nám, þannig að menntunarstigið í fyrir- tækinu er hátt. Þeir eru enn frem- ur með rafsuðu sem sérsvið,“ segir Þórður. „Það er alveg sama hvort það er járnsuða, álsuða, rústfrítt stál eða koparsuða. Við getum soð- ið í allt,“ bætir Remigijus við. Eigum að flytja inn þekkingu En hvers vegna ákváðu þeir félagar að hefja rekstur vélsmiðju? „Það er smá forsaga að því. Ég á sjálf- ur Djúpaklett ehf. sem sér meðal annars um fiskumsýslu og lönd- un fyrir Fiskmarkað Íslands,“ segir Þórður. „Á tímabili sáum við fram á að vélsmiðjan Berg myndi hugs- anlega hætta starfsemi, sem hefði verið mjög alvarlegt fyrir mitt fyr- irtæki því þá hefði slitnað í sund- ur sú kveðju sem skipin þurfa að hafa hér í Grundarfirði,“ seg- ir hann. „En þess utan sáum við bara viðskiptatækifæri þar sem við erum í aðstöðu sem mjög fáir eru í vegna þess að bæði ég og Remigi- jus tölum pólsku reiprennandi. Þar að auki tala ég íslensku, Re- migijus er að læra íslensku og talar að sjálfsögðu móðurmál sitt lithá- ísku. Við höfum því bæði tungu- málakunnáttu og tengsl erlendis til að fá til starfa fólk erlendis frá sem er menntað í greinum sem Ís- lendingar eru ekki,“ segir Þórður. „Ég held til dæmis að síðasti ís- lenski skipasmiðurinn hafi útskrif- ast um 1930,“ bætir hann við létt- ur í bragði. En gamninu fylgir al- vara. Þórður telur að Íslendingar verði að læra af reynslunni þegar kemur að því að flytja inn vinnu- afl. „Fyrir hrunið fluttum við inn fólk til að flaka fisk og skúra gólf. Hugsaðu þér, við fluttum inn fólk til að vinna störf sem við kunn- um að inna af hendi. Íslending- ar hafa flakað fisk í þúsund ár og kunna það líklega betur en flest- ir. En fyrir nokkrum árum þótt- umst við allt í einu ekki geta það lengur. Við áttum að sjálfsögðu að flytja inn menntað fólk sem hef- ur þekkingu sem við höfum ekki hérna heima,“ segir Þórður. „Við fluttum til dæmis ekki inn mennt- aða skipasmiði þó við ættum enga slíka. Við kannski hefðum bet- ur gert það og flakað áfram fisk- inn og skúrað gólfin sjálf, í stað- inn fyrir að hætta að flaka fisk og fara að reka banka,“ bætir hann við og brosir. Hafa sameiginlega sýn á reksturinn Þórður og Remigijus segja að einn helsti styrkur vélsmiðjunnar sé að geta fengið stærri og dýr- ari vörur beint frá Póllandi eða Litháen. „Þannig getum við spar- að við innkaup og það gefur okk- ur möguleika á því að veita stórum viðskiptavinum afslátt, ef svo ber undir,“ segir Þórður. Aðspurðir um framtíðaráform fyrirtækisins segja þeir að á döfinni sé samstarf við stærri fyrirtæki í Póllandi. „Það mun gefa okkur möguleikann á því að bjóða í stór verkefni, eitthvað sem við getum ekki núna,“ segja þeir og kveðast sjá fram á að fjölga starfsfólki í framtíðinni. „Já, við sjáum fram á að fjölga í fyrirtæk- inu og það verður ekki vandamál að fá starfsfólk og tæki,“ segja þeir en bæta því við að allt hafi þó sinn tíma. Þeir hyggist ekki fara fram úr sér. „Það er nauðsynlegt þegar tveir menn eiga fyrirtæki að þeir hafi sameiginlega sýn á reksturinn og framtíðina. Við eigum það sam- merkt að vera báðir dálítið gamal- dags þegar kemur að rekstri,“ segir Þórður og Remigijus tekur undir það. „Við kaupum bara og bætum við þegar við höfum efni á því og við kunnum að borða fíl - einn bita í einu,“ segja þeir að lokum. kgk „Við kunnum að borða fíl - einn bita í einu“ Rætt við eigendur Vélsmiðju Grundarfjarðar Eigendur Vélsmiðju Grundarfjarðar, þeir Þórður Magnússon og Remigijus Bilevicius. Þegar blaðamann bar að garði var í vélsmiðjunni verið að leggja lokahönd á nýja fiskilyftu. Kafari var að sulla í Grundará við Grundarfjörð á dögunum og vakti það athygli fréttaritara Skessuhorns sem stóðst ekki mátið og fór að for- vitnast aðeins um málið. Þarna var á ferðinni Daníel Haraldsson nýr dýralæknir í Stykkishólmi, ásamt dönskum vini sínum. Þeir voru á flundruveiðum í ósi Grundarár. Þetta var gert með góðfúslegu leyfi landeiganda sem er ekki ánægð- ur með ágang flundrunnar í ánni. Flundra er flatfiskur af kolaætt en hún veiddist fyrst við Íslandsstrend- ur árið 1999. Hún sækir töluvert upp í ferskvatnsár við Ísland. Þeir félagar voru þó meira að þessu til gamans enda aðferðir þeirra eflaust töluvert krefjandi. Þeir voru með lítið spjót við veiðarnar og voru aflabrögðin með þokkalegasta móti þannig að eitthvað hafa þeir kunn- að að nota veiðitólin. tfk Á flundruveiðum í Grundará Hér er Daninn með eina óheppna flundru á spjótsoddinum. Hulda Birna Baldursdóttir hef- ur verið ráðin framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA. Tekur hún við starfinu 1. nóvember næstkom- andi af fráfarandi framkvæmda- stjóra, Haraldi Ingólfssyni, sem ráðið hefur sig til starfa hjá Sjóvá. Þangað til mun Hulda Birna taka þátt í einstökum verkefnum félags- ins og kynna sér starfið. „Það er mjög spennandi að ganga til liðs við KFÍA á þessum tímapunkti. Ég þekki vel til félagsins, lék með yngri flokkum félagsins og meistaraflokki í nokkur ár,“ segir Hulda Birna, en hún lék einnig BÍ og Stjörnunni á sínum knattspyrnuferli. „Markmið- ið er að koma KFÍA í fremstu röð og keppa um titla á komandi árum. Það verður gert með því að því að byggja á öflugu uppeldis- og afreks- starfi og vera með þjálfara í fremstu röð. Ég tek nýjum áskorunum fagn- andi og hlakka til að starfa með öfl- ugum hópi stjórnar, starfsmanna, iðkenda og þjálfara KFÍA,“ segir Hulda Birna. Hulda Birna er viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í stjórnun frá Háskól- anum á Bifröst. Hún starfaði áður sem markaðsstjóri Tækniskólans og framkvæmdastjóri Stelpugolfs PGA á Íslandi. Hún situr í stjórn PGA og hefur verið formaður barna- og unglingaráðs í Fylki und- anfarin þrjú ár. kgk Hulda Birna er nýr framkvæmdastjóri KFÍA Frá undirritun ráðningarsamnings að kvöldi síðasta þriðjudags. F.v. Sævar Freyr Þráinsson varaformaður KFÍA, Hulda Birna Baldursdóttir nýráðinn framkvæmda- stjóri og Magnús Guðmundsson formaður. Ljósm. KFÍA.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.