Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Side 20

Skessuhorn - 24.08.2016, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 201620 LEIKSKÓLAR ínar Gísladóttur leikskólastjóra eru 55 börn skráð í leikskól- ann núna en þeim mun fjölga þegar líður á haustið. „Við höf- um pláss fyrir 65 börn og tökum þau inn allt árið. Við miðum við 18 mánaða aldur,“ segir Kristín. Við leikskólann starfa 18 starfsmenn. „Við erum með þrjá nýja starfsmenn núna en ann- ars hafa ekki verið miklar mannabreytingar. Ég geri ráð fyrir að þurfa þó að bæta við starfsmönnum þegar börnum fjölgar í vetur en núna er fullmannað. Við erum svo heppin að hafa frá- bæran hóp starfsmanna og gekk mjög vel að manna, við gát- um í raun valið úr því það komu mjög margar umsóknir,“ seg- ir Kristín. Í Uglukletti er lögð áhersla á frjálsan leik og sjálfræði barnanna. Börnin fá að hafa áhrif á nám sitt, sjálfsákvörðun- arréttur hver og eins er virtur auk þess sem ýtt er undir frum- kvæði og sjálfstæði barnanna. „Nýtum við okkur hugmynd- ir jákvæðrar sálfræði og sérstaklega hugmyndir Mihaly Csiks- zentmihalyi um Flæði. Svo vinnum við áfram ýmis verkefni eins og Vináttuverkefni sem er forvarnarverkefni gegn einelti á vegum Barnaheilla, Leiðtogann í Mér, við erum með markvissa tónlistarkennslu og útikennslu. Einnig erum við að vinna að markmiðum Landlæknisembættis um heilsueflandi leikskóla“ segir Kristín. Ugluklettur fékk styrk úr Lýðheilsusjóði upp á 500 þúsund krónur fyrir verkefni sem kallast ævintýrapokinn. „Við ætlum að nota styrkinn til að efla hreyfingu og útikennslu og tengja það við nýsköpun,“ segir Kristín að endingu. Leikskólinn í Stykkishólmi Leikskólinn í Stykkishólmi er þriggja deilda leikskóli með 72 börn og eru tvö til viðbótar væntanleg um áramótin. Þetta er örlítil fjölgun á börnum frá síðast vetri og að sögn Sigrúnar Þórsteinsdóttur leikskólastjóra verður leikskólinn rúmlega full- ur í vetur. „Það er alveg orðið spurning að bæta þurfi fjórðu deildinni við. Það eru alltaf að bætast við börn hér í bænum og erum við núna að taka inn 21 barn og þar af eru þrjú sem koma inn vegna flutninga í bæinn.“ Við leikskólann eru 22 starfs- menn, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi, og nú er verið að aug- lýsa eftir leikskólakennara í sérkennslu. Býr leikskólinn að vel menntuðu starfsfólki en einn til tveir leikskólakennarar starfa á hverri deild. Við leikskólann starfa einnig grunnskólakennarar og annað háskólamenntað fólk auk þess sem flestir starfsmenn- irnir hafa mikla reynslu af leikskólastarfinu. „Það hefur verið lítið um mannabreytingar hjá okkur núna og alltaf hefur geng- ið vel að ráða í lausar stöður. Við myndum þó gjarnan vilja fá karlmenn til starfa en það eru mjög fáir karlar sem hafa unnið hjá okkur,“ segir Sigrún. Í leikskólanum í Stykkishólmi er mikið unnið með skapandi starf og í vetur verður það tengt vinnu með námsefnið ,,Lubbi finnur málbein“ á öllum deildum þar sem m.a. er unnið mark- visst með málhljóðin. Leikskólinn byggir á jákvæðni og virð- ingu í agamálum og jákvæðri umgengni, en einkunnarorð leik- skólans eru virðing, gleði og kærleikur. „Við mætum hverju barni með jákvæðni og ef barni verður á, svona eins og ger- ist stundum, fá þau alltaf tækifæri til að leiðrétta sig og hér er enginn skammaður og börnin eiga aldrei að ganga hér út með skömm. Málin eru rædd og viðkomandi fær að leiðrétta sig. Við vinnum með jákvæðni og höfum gleði í fyrirrúmi,“ segir Sig- rún. „Eins erum við með einstaklingsnámsskrá fyrir hvert og eitt barn þar sem leikskólaganga þeirra er skráð bæði í máli og myndum.“ Sólvellir í Grundarfirði Leikskólinn Sólvellir í Grundarfirði er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Að sögn Bjargar Karlsdóttur er 51 barn skráð í leikskólann fyrir komandi vetur en börnin eru tekin inn allt árið, þegar þau hafa náð eins árs aldri. „Við höf- um pláss fyrir 64 börn svo leikskólinn er ekki fullur. Núna erum við að taka inn fimm ný börn en í vor var opnuð deild fyrir fimm ára börn í grunnskólanum svo við misstum tvo árganga eða rúmlega 20 börn úr leikskólanum.“ Við leikskólann eru 18 starfsmenn sem er fækkun frá síðasta skólaári en tveir nýir starfsmenn hafa bæst í hópinn. „Það er skortur á fagmennt- uðum starfsmönnum hjá okkur en aðeins þrír starfsmenn hafa leikskólakennararéttindi. Tveir þeirra starfa við stjórnun en einn er deildarstjóri. Það er þó gaman að segja frá því að átta starfsmenn hjá okkur eru að fara í nám með vinnu í vetur, þar af einn í leikskólakennarafræðum, tveir eru í kennaranámi og aðr- ir í sérhæft nám sem nýtist vel í leikskóla“ segir Björg. Á Sólvöllum er félagsþroskinn hafður í fyrirrúmi, þar sem áhersla er á frelsi einstaklingsins til að finna sjálfan sig í um- hverfinu. Lögð er áhersla á að börnin velji sér sjálf viðfangs- efni sem þau vinna við eins lengi og þau vilja eða þar til þau hafa náð tökum á því og færa sig svo upp á næsta þrep. „Við leggjum líka áherslu á tónlist, náttúrufræðslu og hreyfingu. Hér á Sólvöllum starfar frábært fólk sem vinnur af metnaði og við ætlum að halda áfram að byggja upp góðan leikskóla þó ekki sé menntað fólk. Hér ríkir gott andrúmsloft og við erum öll staðráðin í að byggja upp metnaðarfulla starfsemi,“ segir Björg að lokum. Leikskóli Snæfellsbæjar Leikskóli Snæfellsbæjar er með tvær starfsstöðvar, Krílakot í Ólafsvík og Kríuból á Hellissandi, og eru samtals fimm deild- ir á stöðvunum. Samtals er pláss fyrir 105 börn í leikskólanum en í vetur eru tæplega 90 börn skráð í skólann. Að sögn Ingi- gerðar Stefánsdóttur leikskólastjóra er svolítil fækkun milli ára, enda útskrifuðust 25 börn í vor en einungis átta börn eru nýskráð. Venjulega komast börn inn á leikskólann við tveggja ára aldur en ef pláss leyfir hafa þau verið tekin yngri inn. „Við höfum verið að taka inn aðeins yngri börn núna, tæplega fjór- tán mánaða. En það er bara vegna þess að það hafa verið laus pláss,“ segir Ingigerður. Við leikskólann er 31 starfsmaður í 27 stöðugildum, þar af eru 18% fagaðilar. Síðasta vetur voru leikskólar í Snæfellsbæ sameinaðir og er enn verið að vinna að sameiningunni og finna henni farveg. „Við viljum halda okkar sérstöðu. Þó að þetta sé einn leik- skóli með tvær starfsstöðvar, þá eru þeir svolítið ólíkir. En það er margt sem við gerum sem er sameiginlegt. Starfsdagar og námskeið eru haldin saman og elstu börnin frá báðum starfs- stöðvum eru saman í aðlögun að grunnskólanum.“ Einkunn- arorð Leikskóla Snæfellsbæjar eru gleði, virðing og vinátta og allt í gegnum leikinn. Leikskóli Snæfellsbæjar mun leggja aukna áherslu á mikilvægi þess að góður grunnur sé lagður í undir- stöðuþáttum er tengjast læsi, svo sem að efla orðaforða, mál- þroska og hljóðkerfisvitund barna. „Við erum með börn sem eru með annað móðurmál en íslensku og því skiptir þessi áhersla okkar miklu máli. Við fengum veglegan styrk frá Snæfellsbæ til að kaupa spjaldtölvur en Lionshreyfingin styrkti líka verkefni sem kallast „Bókin heim“. Við munum nota bækur sem við eig- um og fengum þennan styrk til að kaupa fleiri bækur, þar á meðal bækur á pólsku. Við förum af stað með þetta verkefni um næstu mánaðamót, á báðum starfsstöðvum,“ segir Ingigerður. „Þetta hefur gefið góða raun annars staðar og við viljum allt það besta fyrir börnin okkar,“ bætir hún við. Fjórir sameinaðir leik- og grunnskólar á Vesturlandi Líkt og fram kom í Skólablaði Skessuhorns, sem kom út í síðustu viku, eru fjórir sameinaðir leik- og grunnskólar í landshlutanum. Þetta eru Auðarskóli í Búðardal, Laug- argerðisskóli á Snæfellsnesi, Leik- og grunnskóli Hval- fjarðarsveitar og Reykhólaskóli í Reykhólasveit. Starfi þessara skóla voru gerð skil í síðasta tölublaði og hér má lesa það helsta um leikskóladeildirnar. Auðarskóli í Dölum Leikskóli Auðarskóla var opnaður eftir sumarfrí 2. ágúst síð- astliðinn. Á þessu skólaári eru leikskólabörnin 33 talsins, ell- efu eru á yngri deildinni en 22 á þeirri eldri. Í leikskólanum eru níu starfsmenn. Í Auðarskóla geta börn hafið leikskólagöngu sína tólf mánaða gömul og verið í leikskólanum fram að grunn- skóla. „Síðastliðinn vetur var ákveðið að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri vistun á leikskólanum en áður höfðu aldursmörk- in verið 18 mánaða. Í framhaldinu var farið í umbætur á aðbún- aði og útileiksvæði fyrir þau yngstu og nú er komið sér leik- svæði fyrir þau, sem enn er í vinnslu,“ segir Herdís Erna Gunn- arsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Auðarskóla. Mikið fjör var á sumarhátíðinni í Leikskólanum í Stykkishólmi. Börn og starfsfólk á Sólvöllum í Grundarfirði að horfa á Leikhópinn Lottu í sumar. Börn að leik á Kríubóli á Hellissandi, sem er önnur starfsstöð Leik- skóla Snæfellsbæjar. Lögreglan kom í heimsókn á hjóladegi í Auðarskóla.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.