Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Qupperneq 21

Skessuhorn - 24.08.2016, Qupperneq 21
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2016 21 LEIKSKÓLAR Laugargerðisskóli Laugargerðisskóli er einn af samreknu leik- og grunnskólun- um á Vesturlandi. Á leikskóladeild skólans verða fimm börn núna í vetur, þar af eitt nýtt barn sem byrjar tveggja ára. „Það fjölgar um eitt barn hjá okkur því það var engin sem byrj- ar í fyrsta bekk núna,“ segir Kristín Björk Guðmundsdótt- ir skólastjóri Laugargerðisskóla. „Við erum með einn starfs- mann sem vinnur bara á leikskóladeildinni og tvo skólaliða sem vinna á leikskóladeild og grunnskóladeild, það eru allt- af tveir starfsmenn í einu á leikskólanum,“ bætir hún við. Laugargerðisskóli er heilsueflandi skóli sem leggur áherslu á jákvæðan aga. „Tvö elstu börnin á leikskólanum, fimm ára, fá að fara í grunnskólann þar sem farið er í grunnþjálfun fyr- ir lestrarkennslu. Stundum eru börnin það móttækileg 5 ára að þau eru farin að lesa þegar þau byrja í fyrsta bekk. Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar Leikskólinn Skýjaborg er leikskólasvið Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar og er staðsettur í Melahverfi. Í Skýjaborg verða 39 börn þegar aðlögun er lokið í haust og bætast tvö við í janúar en þá verður leikskólinn fullur. Að sögn Eyrúnar Jónu Reynisdóttur sviðsstjóra Skýjaborgar eru tólf starfsmenn í leikskólanum, þar af tíu sem starfa inni á deild. „Það eru að- eins mannabreytingar hjá okkur núna í haust, en það hefur gengið vel að manna þó umsóknir hafi ekki verið margar, þær voru fáar en góðar. Við erum búin að fá tvo nýja starfsmenn og eigum einnig eftir að ráða matráð,“ segir Eyrún. Í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar eru gildin vellíðan, virð- ing, metnaður og samvinna lögð til grundvallar í öllu starfi. Í Skýjaborg eru áhersluatriði á umhverfismennt, útinám og leikinn. „Við leggjum áherslu á að börnin læri af reynslunni og læri það sem fyrir þeim er haft. Því er mikilvægt að starfs- menn séu góðar fyrirmyndir og komi fram við börnin af virð- ingu. Hér í leikskólanum erum við líka með áherslu á jóga og reynum að kenna börnunum um núvitund,“ segir Eyrún. Síð- asta vetur byrjaði Skýjaborg í samstarfi við eldri borgara og buðu þeim á opið hús sem heppnaðist mjög vel. Að sögn Ey- rúnar verður haldið áfram með það samstarf núna í vetur. Reykhólaskóli Leikskólinn Hólabær, sem er deild í Reykhólaskóla, var opn- aður aftur 16. ágúst eftir sex vikna sumarleyfi. Að sögn Ástu Sjafnar Kristjánsdóttur skólastjóra Reykhólaskóla eru átján börn við upphaf þessa skólaárs á leikskóladeildinni. „Hóla- bær hefur þá stefnu að taka börn inn ársgömul og því eru þau á aldrinum eins árs til fimm ára. Í skólanum eru 22 starfs- menn og þar af eru fimm í leikskólanum. Einnig starfar í skólanum þroskaþjálfi og iðjuþjálfi sem taka börn í þjálfun í leikskólanum,“ segir Ásta Sjöfn. grþ/arg Börn á leikskóladeild Laugargerðisskóla. Þessar ungu dömur útskrifuðust af Hólabæ í Reykhólaskóla í vor. Skemmtilegt í útiveru í Skýjaborg. Þú ferð lengra með SagaPro Mikið vökvatap á sér stað í löngum hlaupum ... SagaPro dró verulega úr þessum tíðu þvaglátum hjá mér og gerði það að verkum að ég gat drukkið ákjósanlegt magn af vökva í tengslum við hlaupin. Melkorka Árný Kvaran, framkvæmdastjóri og þjálfari Kerrupúls Saman áfram, SagaPro og ég Ég er með MS og velvirka blöðru, sem vill halda mér á salerninu dag og nótt. Nú hef ég séð við henni með því að nota SagaPro og fækka salernisferðum um meira en helming. Jóna Guðmundsdóttir SagaPro er vinsæl vara við tíðum þvaglátum Nú vakna ég úthvíldur Áður en ég kynntist SagaPro voru tíð þvaglát vandamál hjá mér. Þetta háði mér töluvert, bæði á daginn við útiveru og einnig á nóttunni. SagaPro hefur hjálpað mér mikið og nú vakna ég úthvíldur. Hjálmar Sveinsson, verkefnastjóri NÝJAR UMBÚÐIR SagaPro er fyrsta íslenska náttúruvaran sem hefur farið í gegnum klíníska rannsókn. Fæst í öllum helstu apótekum, matvöru- og heilsuverslunum. www.sagamedica.is MINNA MÁL MEÐ SAGAPRO

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.