Skessuhorn - 24.08.2016, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2016 25
Heyrðu umskiptin -fáðu heyrnartæki til reynslu.
Erum með margar gerðir og verðflokka ReSound heyrnartækja.
ReSound er í fremstu röð í framleiðslu heyrnartækja í heiminum
í dag. Miklar vinsældir ReSound má rekja til frábærra gæða
tækjanna og einnig til þess að Apple valdi ReSound sem
samstarfsaðila í samþættingu á heyrnartækjum við iPhone-
snjallsíma. Í samkeppni á heyrnartækjamarkaðinum
hefur ReSound náð verulegu forskoti.
Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is •
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
ÞI T
KYNNUM NÝTT
GREIÐSLUFYRIRKOMULAG
6 vikur á 14.500,-
Innifalið: Allar æfingar Fitnessbox og Jálka
samkvæmt stundatöflu í þessar 6 vikur!
Nánari upplýsingar, stundatöflu og verðskrá er að
finna á www.ia.is undir Hnefaleikar
Spurningar skulu berast á hnefak@gmail.com
Karen Jónsdóttir sem á og rekur líf-
rænu verslunina Matarbúr Kaju á
Akranesi hyggst á næstunni opna
útibú verslunarinnar í Reykjavík. „Ég
fæ húsnæðið afhent 1. september og
stefni að því að opna laugardaginn
10. september,“ segir Karen í sam-
tali við Skessuhorn. Matarbúr Kaju
í Reykjavík verður til húsa við Óð-
insgötu 8b. Segir Karen að verslunin
verði með svipuðu sniði og verslunin
á Akranesi þar sem almenn þurrvara,
ávextir og grænmeti er selt eftir vigt.
„Áherslan er á lífrænt vottuð og um-
hverfisvæn matvæli sem seld eru eft-
ir vigt. Þó verður enn meiri áhersla
lögð á lausasöluna og umbúðalaust í
versluninni í Reykjavík þar sem að-
stæður bjóða upp á það,“ segir hún.
„Svo er hugmyndin að framleiða hrá-
kökutertur hér á Akranesi og selja
einnig í Matarbúrinu í Reykjavík,“
bætir hún við.
Aðspurð hvers vegna hún hyggist
færa út kvíarnar telur hún að eftir-
spurn sé eftir lífrænni matvöru á höf-
uðborgarsvæðinu. „Ég er að breiða út
lífræna boðskapinn og tel að markað-
urinn sé að leita eftir þessu. Skaga-
menn hafa tekið svo vel í sína verslun
að nú er mál að athuga hvort Reyk-
víkingar vilja ekki eiga sína líka,“ seg-
ir hún og kveðst full eftirvæntingar.
„Þetta leggst vel í mig. Ég er búin
að ráða verslunarstjóra og verð sjálf
með annan fótinn þarna til að byrja
með. Svo ráðum við fólk ef þess þarf.
Ég er með stóran hnút í maganum
af spenningi en hef fulla trú á því að
þetta eigi eftir að gera sig,“ segir Kar-
en Jónsdóttir að lokum. kgk
Útibú Matarbúrs Kaju
senn opnað í Reykjavík
Útibú Matarbúrs Kaju verður staðsett
í kjallara Óðinsgötu 8b í Reykjavík.
Ljósm. Matarbúr Kaju.
Deildarstjóra á leikskóla
Dag ur í lífi...
Nafn: Guðrún Lilja Magnúsdóttir
Fjölskylduhagir og búseta: Í
sambúð með Gunnari Jökli Karls-
syni og búum við í Grundarfirði.
Starfsheiti og fyrirtæki: Deildar-
stjóri á leikskólanum Sólvöllum.
Hvað felst í þínu starfi? Að
stjórna deild sem telur 17 börn,
fædd 2014.
Hvað er það besta við starfið?
Númer 1: börnin, nr. 2: fólkið sem
ég vinn með.
Áhugamál: Án efa bækur. Ég
reyni að lesa eitthvað skemmti-
legt á hverju kvöldi fyrir svefninn
og er með hrúgu af bókum á nátt-
borðinu mínu sem bíða eftir að
verða opnaðar. Núna er ég að lesa
bókina Framúrskarandi vinkona,
en hún er fyrsta Napólí-sagan af
þremur eftir Elenu Ferrante.
Vinnudagurinn: Föstudagurinn
19. ágúst 2016.
Klukkan hvað vaknaðir þú og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Ég vaknaði korter yfir
sex og setti brauðdeig á bökunar-
plötu, en það hafði ég útbúið deg-
inum áður. Ég stráði smá grófu
salti yfir og skellti inní ofninn í
klukkutíma.
Hvað var í morgunmat? Banani
og einn bolli af kaffi.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég labbaði í vinnuna
rúmlega hálf átta með nýbakað
brauðið í fanginu.
Fyrstu verk í vinnunni? Að taka
á móti faðmlagi og kossum í tilefni
afmælisdagsins míns, taka úr lás á
leikskólanum og kveikja ljósið hjá
fiskunum á deildinni minni.
Hvað varstu að gera kl 10?
Eg var úti með börnunum enda
glampandi sól og Spánarveður.
Við vorum í stórskemmtilegum
krókódílaleik sem endaði með því
að við bökuðum sandkökur handa
krókódílnum og buðum honum í
kaffi.
Hvað gerðir þú í hádeginu? Ég
kom hluta af börnunum í hvíld
og sagði þeim sögur á meðan þau
sofnuðu.
Hvað varstu að gera kl 14?
Nokkur börn á deildinni minni
eru með vistunartíma til 14 og því
var eg að kveðja þau og foreldrana
á þeim tíma og skellti mér svo út
í góða veðrið þar sem hin voru að
leik.
Hvenær hættir þú og það síð-
asta sem þú gerðir í vinnunni?
Eg hætti kl. 16. Slökkti ljósið hjá
fiskunum, gaf þeim að borða og
fór heim.
Hvað gerðir þú eftir vinnu? Ég
er alltaf með háleitar hugmynd-
ir um líkamsrækt, skokk, já eða
yogatíma eftir vinnu. En þennan
dag, sem og svo marga aðra, end-
aði ég uppi í sófa og átti stefnumót
við vin minn Dr. Phil. En hann er
alveg yndislegur maður og huggu-
legur og ég gæti ekki hugsað mér
betri félaga eftir vinnu.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Þar sem ég átti afmæli
fékk ég frí í eldhúsinu og borðuð-
um við fjölskyldan barbeque ham-
borgara að hætti Gunna Joð.
Hvernig var kvöldið? Afskap-
lega friðsælt fyrir framan sjón-
varpið. Ég hringdi í móður mína
sem býr á Selfossi og svo skelltum
við okkur í smá bíltúr um nánasta
umhverfi.
Hvenær fórstu að sofa? Alltof
seint.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að hátta?
Burstaði tennurnar og fór út með
hundinn minn, hann Bangsa.
Hvað stendur uppúr eftir dag-
inn? Kórónan sem var búin til
handa mér í vinnunni og afmæl-
issöngurinn sem börnin sungu
fyrir mig alein og óstudd. Og jú,
líka kakan sem dóttir mín bakaði
og beið mín eftir vinnu. Annars
er erfitt að nefna eitthvað eitt, eða
tvennt, eða þrennt.. Þetta var frá-
bært dagur!