Skessuhorn - 24.08.2016, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2016 29
Frumvarp mennta- og menningar-
málaráðherra um nýtt lánafyrikomu-
lag hjá Lánasjóði íslenskra náms-
manna er hættulegt þar sem það veg-
ur í raun að jafnrétti til náms. Ég tel
mjög brýnt að fram fari ítarleg grein-
ing á því hvernig frumvarpið mæt-
ir þeim námsmönnum sem þar eiga
í hlut, bæði eftir tekjum, aldri, kyni,
búsetu og svo mætti áfram telja.
Ég hef lengi haft áhyggjur af því að
smátt og smátt sé verið að draga úr
möguleikum fólks á landsbyggðinni
til langskólanáms. Mikill kostnaður
vegna framfærslu og húsnæðis fælir
marga frá. Oft ákveða fjölskyldur að
rífa sig upp með rótum þegar börn
þeirra færast nær þeim aldri að sækja
sér framhalds- og háskólamennt-
un og þar með er verið að ýta undir
brottflutning fólks af landsbyggðinni.
Þetta ætti ekki að vera svona. Það á
ekki að vera þannig að fólk þurfi að
rífa sig upp með rótum eingöngu
vegna þess að það vill halda heimili
fyrir unga fólkið sitt þegar það fer í
langskólanám til þess að auðvelda því
að framfleyta sér á þessum tíma.
Námsstyrkur til
þeirra sem þurfa
ekki á honum að halda
Frumvarp mennta- og menningar-
málaráðherra boðar nýjar leiðir með
námsstyrkjum. Það lítur kannski
ágætlega út við fyrstu sýn en þegar
við skoðum þetta allt í samhengi og
sjáum að vextir á námslánum hækka
mikið þá hefur maður virkilegar
áhyggjur af því hvernig þetta skiptist
á milli þeirra sem þurfa á stuðningi að
halda og þeirra sem geta búið áfram
í foreldrahúsum á meðan á námi
stendur. Það er stór hópur sem þarf
á meiri aðstoð að halda vegna mikils
framfærslukostnaðar við það að flytja
á höfuðborgarsvæðið og leigja sér þar
dýrt húsnæði. Það er ekki sjálfgefið
að komast inn í hagstæðara húsnæði
hjá Byggingarsjóði námsmanna eða
á stúdentagarðana. Allt þetta gerir
það að verkum að það er stórmál fyr-
ir landsbyggðarfólk að stunda lang-
skólanám. Ég er hrædd við að mál
séu að þróast í átt til stéttaskipting-
ar gagnvart möguleikum til náms og
vaxandi ójöfnuðar í þeim málum eft-
ir búsetu fólks. Þetta eru óheillavæn-
legar horfur og réttara að við leggj-
um metnað okkar í það að allir lands-
menn, burtséð frá búsetu, tekjum og
aðstæðum, geti nýtt hæfileika sína
sem best og menntað sig í samræmi
við áhugasvið sitt.
Tekjutenging felld niður
í endurgreiðslu
Þá er það líka endurgreiðslan, að hafa
hana ekki tekjutengda, að greiðslu-
byrðin sé sú sama burtséð frá því
hvaða tekjur menn hafa að námi
loknu. Þarna finnst mér að þurfi að
koma fram greining á frumvarpinu
gagnvart þeim sem hafa lægri tekjur
upp úr krafsinu eftir langt framhalds-
nám. Það hefur líka komið fram í um-
ræðunni að oftar en ekki eru það kon-
ur sem eru á lægri launum að námi
loknu og þar með verið að þyngja
greiðslubyrði þeirra. Það er verið að
leggja auknar byrðar á tekjulágt fólk
t.a.m. konur og nemendur utan af
landi.
Kona utan af landi sem hefur ekki
háar tekjur að námi loknu er ekki vel
stödd miðað við það hvernig þetta
frumvarp lítur út og það hlýtur að
vera ástæða til að spyrja; er verið að
afsetja ákveðna hópa í þjóðfélaginu
með því að hindra möguleika þeirra
til náms? Þá er ekki verið að horfa til
þess hvaða hæfileikum þeir einstak-
lingar búa yfir til þess að gera þjóð-
félaginu gagn með því að nýta hæfi-
leika sína á sem bestan hátt og mennta
sig til þess sem hugur þeirra stefnir
til, heldur er verið að horfa í eitthvert
excel-skjal sem hinn dæmigerði stúd-
ent á að falla inn í. Hvernig er það
excel-skjal? Það er stúdent sem býr á
höfuðborgarsvæðinu og hefur mögu-
leika á að vera í heimahúsi eins lengi
og hann kýs og stunda háskólanám
þaðan og fær síðan í meðgjöf þenn-
an styrk upp á 65 þús. kr. á mánuði og
hefur kannski sáralitla þörf á að taka
námslán með þessum háu vöxtum
sem þarna er verið að bjóða upp á.
Allir eiga að fá að njóta
hæfileika sinna
Mér hugnast ekki þessi aðferðafræði
og óttast að það verði til þess að færri
fari í nám eða að fólk geri það eftir
sem áður en ráði illa við greiðslubyrð-
ina í hverjum mánuði. Þetta er stór-
mál fyrir ungt fólk sem leggur virki-
lega mikið á sig til þess að sjá fyrir sér
og sínum því oft er ungt fólkið komið
með börn á þessum aldri.
Ég hef líka ákveðnar áhyggjur af
því sem þarna kemur fram varðandi
það að ef einhver hefur lent í því að
það hefur þurft að afskrifa hjá hon-
um lán þá sé enginn möguleiki á að fá
lán aftur. Mér finnst að það þurfi ekki
að vera þannig, að ekki sé hægt að
hafa einhverja glufu aftur inn í kerf-
ið þó að ýmsar aðstæður hafi orðið
til þess að fólk hafi lent í erfiðleikum
sem hafa valdið því að afskrifa hefur
þurft hjá því lán. Það geta verið svo
fjöldamargar ástæður fyrir því að svo
fer. Fólk sem hefur lent í því að missa
húsið sitt út af einhverjum erfiðleik-
um hefur möguleika á að komast inn
í bankakerfið síðar meir ef það upp-
fyllir greiðslumat og getur aftur reynt
að koma undir sig fótunum. Það tel
ég líka að þurfi að vera gagnvart þeim
sem þarna eiga í hlut. Þótt vissulega
þurfi að hafa ákveðið aðhald varðandi
þessa hluti þá finnst mér ekki gott
að það sé verið að loka algjörlega á
möguleika fólks á að fá aftur lánafyr-
irgreiðslu.
Fólk á að geta sótt sér
menntun á öllum aldri
Það kemur líka fram að námsað-
stoð er takmörkuð við 50 ára aldur.
Af hverju er það? Er ekki sagt að svo
lengi læri sem lifi? Á ekki nútíma-
þjóðfélag að vera þannig að fólk sitji
við sama borð og fólk sé ekki hólfað
niður eftir aldri og að það geti byrjað
í námi og fengið
sambærilega að-
stoð og býðst fyrir
yngra fólk? Ég sé
ekki af hverju þessi aðgreining ætti að
vera og hvaða tilgangi hún þjónar, því
að það er ekki sjálfgefið að fólk sem
er orðið 50 ára sé svo vel stætt að það
þurfi ekki á stuðningi að halda ef það
missir t.d. vinnuna og þarf að afla sér
menntunar til þess að fá annars kon-
ar vinnu. Við þekkjum það að það er
ekkert auðvelt fyrir fólk sem er orðið
50 ára að komast út á vinnumarkað-
inn ef það hefur þurft frá að hverfa af
einhverjum ástæðum, verið sagt upp
vegna hagræðingar eða misst vinn-
una af einhverjum öðrum orsökum.
Fjöldinn allur af fólki 50 ára og eldri
er í miklum erfiðleikum með að finna
vinnu og vinnumarkaðurinn er bara
þannig að hann hefur ekki endilega
boðið þetta fólk velkomið. Það vill
kannski mennta sig meira til þess að
styrkja sig á vinnumarkaði en þarf á
stuðningi að halda, en því býðst ekki
stuðningur miðað við þetta frum-
varp.
Þessar breytingar á Lánasjóðnum
eru langt frá því að vera góð vegferð
inn í framtíðina og koma verður í veg
fyrir að þær nái fram að ganga. Við
eigum að stuðla að jafnrétti allra til
náms og tryggja að menntun standi
öllum til boða án tillits til aldurs,
kyns, búsetu eða efnahags.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Höf. er alþingismaður fyrir VG í
Norðvesturkjördæmi.
Aðför að jafnrétti til náms
Pennagrein
Pennagrein
Í frumvarpi um nýtt námslánakerfi
er mikið talað um aukna skilvirkni,
hagræðingu og námsmönnum lofað-
ur styrkur. Gott er að stefnan sé sett
á styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd
en við nánari athugun er ljóst að nei-
kvæðir þættir frumvarpsins eru svo
alvarlegir að ómögulegt er að styðja
breytingarnar á lánasjóðinum. Þær
bitna meðal annars á fjölskyldufólki,
námsmönnum á landsbyggðinni og
nemendum sem glíma við veikindi.
Mörg hagsmunasamtök hafa bent
á að styrkurinn, sem hljóðar upp á
65.000 kr. á mánuði, hverfur í óhag-
stæðari lánakjörum:
Vaxtabyrði er stóraukin en heimild
er til að hækka vexti úr 1% í 3%.
Lánin byrja strax að safna vöxtum
en ekki við lok náms.
Afborganir eru ekki lengur tekju-
tengdar. Þetta þýðir að lögfræðingur
og leikskólakennari eru með sömu af-
borganir eftir nám.
Nemandi byrjar að greiða af láninu
ári eftir námslok en ekki tveimur.
Tími sem nemandi getur verið á
lánum er styttur.
LÍN er heimilt að innheimta lán-
tökugjald.
Ef nemandi klárar ekki þær eining-
ar sem hann lagði upp með þarf hann
að greiða styrkinn til baka. Þetta gæti
haft alvarlegar afleiðingar fyrir til
dæmis fjölskyldufólk eða nemendur
sem veikjast, hvort sem það er líkam-
lega eða andlega.
Nýja kerfið hentar þeim sem þurfa
að taka lág lán eða eru svo heppin að
geta þegið styrkina án þess að taka
lán aukalega. Þeir sem þurfa að taka
lán vegna hárra skólagjalda, til dæmis
nemendur sem stunda nám erlendis,
við Háskólann á Bifröst eða við HR
koma mun verr út
úr nýja kerfinu.
Jafnframt koma
þeir sem þurfa lán til þess að fram-
fleyta sér, svo sem námsmenn með
fjölskyldur eða þeir sem eiga ekki
kost á að búa í foreldrahúsum, illa út
úr nýju fyrirkomulagi. Þannig kem-
ur þetta ekki síst niður á okkur há-
skólanemum af landsbyggðunum,
enda erum við mun líklegri til þess að
þurfa að fara á leigumarkaðinn á höf-
uðborgarsvæðinu, í stað þess að geta
búið heima á meðan við stundum há-
skólanám.
Mikið er rætt um aukna skilvirkni
nýja kerfisins sem skili sér í styttri
námstíma. Ég hef hins vegar áhyggj-
ur af auknu brottfalli úr háskólum
landsins vegna óhagstæðari lánakjara
og gæti þetta bitnað illa á öðrum há-
skólanum í heimabyggð minni, Há-
skólanum á Bifröst, sem fjölskyldu-
fólk sækir í miklum mæli.
LÍN á að gegna hlutverki félags-
legs öryggisnets fyrir alla námsmenn,
ekki bara þá efnameiri sem geta klár-
að skóla á lágmarkstíma. Við þurfum
að styðja við bak allra námsmanna,
líka þeirra sem glíma við andleg veik-
indi, eru að ala upp börn meðfram
námi og annarra sem af einhverjum
ástæðum þurfa lengri tíma til að klára
nám sitt. Jafnrétti til náms hefur ver-
ið stolt okkar Íslendinga. Með þessu
frumvarpi er vegið að þeirri hug-
sjón að allir eigi að fá tækifæri til að
mennta sig, óháð bakgrunni, búsetu,
efnahag og aldri.
Inga Björk Bjarnadóttir.
Höf. er háskólanemi og frambjóðandi
í flokksvali Samfylkingarinnar í NV-
kjördæmi.
Nýtt námslánakerfi -
fyrir hvern?
Dagana 25. - 27. ágúst fer fram
fjórða umferð Íslandsmeistarmót-
sins í rallý; Rallý Reykjavík. Fram-
kvæmd keppninnar er í höndum
Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavík-
ur en klúbburinn hefur staðið fyr-
ir keppnishaldi frá árinu 1977.
Keppnin sem oft er kölluð Alþjóða-
rallið er sú stærsta og erfiðasta á
keppnistímabili rallökumanna hér-
lendis en eknir verða tæplega þús-
und kílómetrar á þremur dögum,
þar af rúmlega 300 km á sérleiðum.
Undirbúningur fyrir keppnina er
mikilvægur þar sem mikið reynir á
úthald og einbeitingu ökumenn auk
ástands og endingar bifreiða þeirra.
Fjöldi þátttakenda í ár er rúmlega
40 eða yfir 20 áhafnir. Einungis ein
erlend áhöfn tekur þátt að þessu
sinni, verður hún í jeppaflokki enda
á Land Rover Bowler.
Keppnin hefst fimmtudaginn
25. ágúst klukkan 16:45 með sér-
leið við Hvaleyrarvatn. Hefur sú
leið stundum verið áhöfnum erfið
en skemmst er að minnast hrakfara
fyrrum Íslandsmeistara Hennings
Ólafssonar og Árna Gunnlaugs-
sonar en þeir veltu bifreið sinni á
þessari fyrstu leið keppninnar síð-
astliðið sumar. Af öðrum sérleið-
um keppninnar má nefna að ekið
verður á föstudag um Bjallarhraun,
í nágrenni Heklu og á Kvartmílu-
brautinni í Hafnarfirði. Á laug-
ardag liggur leiðin upp í Borgar-
fjörð en ekið verður um Kaldadal
og Tröllháls áður en haldið verð-
ur að Hengli. Dagurinn endar hjá
Djúpavatni í nágrenni Hafnar-
fjarðar en úrslit ráðast oft á þeirri
erfiðu leið. Er sú leið eins og leið-
in um Hvaleyrarvatn ákaflega
skemmtileg áhorfendaleið þar sem
umhverfi er fallegt og hamagangur
oft mikill hjá keppendum. Keppn-
inni lýkur laugardaginn 27. ágúst
klukkan 15.00 við Perluna með til-
kynningu úrslita.
Fjórir Vestlendingar
í keppni
Vestlendingar eiga sína fulltrúa í
keppninni. Má þar fyrst nefna Ís-
landsmeistarann 2014 og 2015,
Borgnesinginn Aðalsteinn Símon-
arson en hann keppir ásamt Sig-
urði Braga Guðmundssyni á Mit-
subishi Evo 7. Þeir félagar leiða
Íslandsmótið fyrir keppnina. Ak-
urnesingarnir Gunnar og Jóhann
Hafsteinssynir sem eru reyndir
rallökumenn mæta nú til leiks í
fyrsta sinn í sumar. Aka þeir á öfl-
ugum Ford Focus framdrifsbíl.
Þorkell Símonarson sem betur
er þekktur sem Keli vert keppir í
jeppaflokki ásamt Þórarni K Þórs-
syni. Aka þeir á Toyota Hilux.
Rallað fyrir Grensás
Þeir Keli vert og Þórarinn minnast
þess að um þessar mundir eru 30 ár
síðan Keli lenti í alvarlegu bílslysi
við Kleifará í Miklaholtshreppi.
Keli, sem slasaðist mikið, var flutt-
ur með sjúkraflugi suður til Reykja-
víkur en að lokinni sjúkrahússvist
tók við löng og ströng endurhæf-
ing. Fór hún fram á Grensás og því
hafa þeir félagar ákveðið að safna
áheitum til styrktar deildinni undir
heitinu „Rallað fyrir Grensás.“
Hægt verður að fylgjast með
framvindu keppninnar á www.
tryggvi.org/rallytimes sem og á Fa-
cebook.
mm/gjg
Fjórir Vestlendingar taka
þátt í Rallý Reykjavík
Þeir Keli Vert og Þórarinn aka um á Toyota Hilux, eðalpickup. Þeir munu safna
áheitum fyrir Grensás, en þrjátíu ár eru síðan Keli lenti í alvarlegu bílslysi.