Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Qupperneq 14

Skessuhorn - 21.09.2016, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 201614 Ágúst Smári Beaumont, ritari Pí- rata á Vesturlandi, hefur sent fjöl- miðlum tilkynningu þar sem sem hann harmar það sem hann kall- ar tvöfalt siðferði flokksins. „Pírat- ar í Norðvesturkjördæmi sitja uppi með lista til alþingiskosninga frá stórhöfuðborgarsvæðinu. Smölun er liðin, svo lengi sem að sá smali sé þóknanlegur félagsmönnum að sunnan,“ segir Ágúst. „Það er ól- íðandi að við í Norðvesturkjör- dæmi sem aðhyllumst nýja nálgun og betri stjórnmál skulum þurfa að sitja uppi með þennan lista óbreytt- an,“ segir Ágúst. Forsöguna seg- ir hann þá að Þórður G. Péturs- son íþróttakennari var sakaður af félagsmönnum um óæskilega smöl- un með því að bjóða vini sína og fjölskyldu velkomna í faðm Pírata, en Þórður hafnaði eins og kunnugt er í efsta sæti listans í fyrr prófkjör- inu. „Þórður var aflífaður af Píröt- um með óásættanlegum og niðr- andi hætti, bæði á neti sem og í fjöl- miðlum. Listinn var síðar felldur í staðfestingakosningu sem Píratar um allt land gátu staðfest eða hafn- að. Eftir að ljóst var að listi Pírata í kjördæminu væri felldur, var próf- kjörið endurtekið og allir Píratar um allt land fengu að taka þátt. Úrslit síðara prófkjörs komu félagsmönnum um allt land mjög á óvart, en þar hafði frambjóðandi sem áður hafði hafnað í 6. sæti á lista Pírata í kjördæminu, lent í 2. sæti, og hafði því hoppað um fjög- ur sæti. Við nánari skoðun mátti sjá að um smölun hefði verið að ræða, sem síðan fékkst staðfest. Nú í dag, sem þakka má fréttaumfjöllun lið- innar viku, hafa margir stígið fram og tjáð undrun sína á þessari nið- urstöðu, ásamt því að fjöldi skráðra Pírata hafa sett sig í samband við mig og kvartað undan símtölum Gunnars Ingibergs [Guðmunds- sonar, innsk. blm.]. Þau símtöl voru flest á þá leið, að fella bæri listann og að kjósa bæri hann í efsta sæti listans,“ segir Ágúst. „Með þessari hegðun Gunnars og hans stuðn- ingsmanna, sýna þeir prófkjöri Pí- rata í kjördæminu lítilsvirðingu og siðlaust atferði, sem við Píratar viljum ekki vera þekkt fyrir,“ segir Ágúst. „Undanfarna daga hefur sá sem þetta skrifað, leitað eftir útskýring- um á þessu tvöfalda siðferði sem Gunnar Ingiberg hefur viðhaft en svör hafa ekki borist. Það er skýr krafa undirritaðs, og margra félags- manna í kjördæminu, að Gunnar Ingiberg segi sig af lista Pírata án tafar svo góð sátt náist um þann annars frábæra lista sem Píratar bjóða uppá í Norðvesturkjördæmi. Tvöfalda siðgæði Pírata gengur ekki upp. Það er ljóst að þeir sem vilja mótmæla þessum vinnubrögð- um Gunnars Ingibergs hafa þann eina kost í stöðunni að strika hann útaf lista verði hann áfram á lista,“ segir Ágúst að lokum í tilkynningu sinni til fjölmiðla. mm Smölun þóknanleg félagsmönnum að sunnan Ágúst og Birgitta Jónsdóttir kafteinn Pírata. Ljósm. Píratar. Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hafið vinnu við lagningu fráveitulagna og bygg- ingu dælubrunns við Krókalón á Akranesi. Tilgangurinn er að veita frárennslinu áleiðis í nýja hreinsi- stöð við Ægisbraut. Verið er að byggja staðsteyptan, niðurgraf- inn dælubrunn, neðan við Vestur- götu 69 og leggja nýja yfirfallsút- rás frá honum um 100 m út í sjó. Samkvæmt upplýsingum frá Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, upplýs- ingafulltrúa Veitna, er vinnan við framkvæmdirnar á áætlun. „Búið er að steypa upp dælubrunn og leggja fráveitulögn vestan megin við hann og unnið er við uppsetningu á vél- og rafbúnaði í hreinsistöð- inni við Ægisbraut. Næsta verk er að halda áfram með fráveitulögnina til austurs meðfram grjótvarnar- garði og setja upp vél- og rafbúnað í dælubrunninn,“ segir Ólöf. Fram- kvæmdasvæðið er frá Krókatúni 20 að Vesturgötu 105, meðfram grjót- garðinum í fjörunni. Áætlað er að framkvæmdum við Krókalón ljúki fyrir næstu áramót og að hreinsi- stöðin við Ægisbraut verði tilbúin til gangsetningar í lok desember. grþ Unnið að lagningu fráveitulagna við Krókalón Menn að störfum við lagningu fráveitulagna við Krókalón á Akranesi. Ljósm. jho. Fyrirtækið Stykki ehf. í Stykkishólmi hefur nú lokið við smíði á fyrstu brúnni hér á landi sem smíðuð er úr plasti. Um er að ræða 11,5 metra langa og 1,5 metra breiða göngubrú úr trefjastyrktum fjölleiðurum. Efn- ið býður upp á mikla möguleika og hefur verið nýtt í margt úti í hinum stóra heimi, svo sem fyrir útsýnis- palla, hjólastólarampa, flotbryggj- ur, stiga og brýr fyrir bílaumferð svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn Stykk- is, þeir Álfgeir Marinósson og Þór- arinn Sighvatsson, segja kosti við plastbrúnna marga. Brúin er létt, aðeins um 900 kíló og því auðveld í flutningum. Hún þarf ekkert við- hald og efnið í henni er mjög sterkt. Þá telja þeir líkur á að brúm úr þessu efni komi til með að fjölga á næstu árum. Göngubrýr á borð við þessa mætti t.d. hæglega festa utan á eldri brýr þar sem nú er einungis er gert ráð fyrir bílaumferð. Brúin bíður nú flutninga en hún verður flutt með þyrlu á Hverasvæðið í Reykjadal ofan við Hveragerði. Þangað yrði erfitt að koma öðrum farartækjum án þess að vinna spjöll á náttúrunni og því hentar plastbrúin afar vel við þessar aðstæður, þar sem hana má flytja í heilu lagi með þyrlu sökum þess hve létt hún er. jse Fyrsta plastgöngubrúin hérlendis Þórarinn og Álfgeir á plastbrúnni. Um þessar mundir er verið að ljúka vegaframkvæmdum á Uxahryggja- leið og bundið slitlag lagt á þá hluta sem unnið hefur verið við á hluta leiðarinnar sem tengir Borgarfjörð og Suðurland um Þingvelli. „Við erum að endurbyggja vegarkafla í Lundarreykjadal frá Skarði og upp að Brautartungu. Þetta eru 5,4 kíló- metrar sem verið er að ljúka við núna,“ segir Ingvi Árnason svæðis- stjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Hann segir undirbúning við verkið hafa byrjað síðastliðið haust, þegar skipt var um ræsi og fleira. „Svo fór þetta ekki af stað fyrr en núna í sum- ar af alvöru og þeir eru að ljúka við þetta núna. Þessum kafla er þá lokið en síðan eru fleiri kaflar á dagskrá. En það er nú eins og við segjum, það er ekki alveg hægt að segja til um fjármögnun á þeim, vegaáætlun er ekki alveg frágengin,“ segir Ingvi. Hann segir þó að gert sé ráð fyrir því að fljótlega verði hægt að hefjast handa við neðsta kaflann, frá Borg- arfjarðarbraut við Götuás og upp að Gröf í Lundarreykjadal, sem er um 3,6 kílómetra kafli, og vonast til að Vegagerðin geti boðið það verk út í vetur. Eftir að því verki ljúki sé samt sem áður stór hluti leiðarinnar eftir, sem er samtals um sextíu kílómetra löng. Síðan er eftir að endurgera veginn alveg frá Brautartungu upp að Þverfjalli og frá Þverfjalli yfir Ux- ahryggi og upp að Kaldadalsvegi. Ingvi segir að búið sé að vinna á Suðursvæðinu, á Kaldadalsvegi frá Ármannsfelli og alveg upp að Ux- ahryggjavegi við Brunnavatn. Kom- ið er bundið slitlag á meginhluta kaflans þar, bara smávegis eftir Þing- vallamegin. Meðfylgjandi mynd var af þeim hluta framkvæmdanna og tekin á sunnudaginn þegar yfirlögn stóð yfir. grþ Malbikað á Uxahryggjaleið og í Lundarreykjadal Um síðustu helgi var verið að leggja klæðningu á Uxahryggjaveg. Ljósm. bhs. Matvælastofnun vekur athygli á breytingarreglugerð um merking- ar búfjár sem tók gildi 19. ágúst síðastliðinn. Í reglugerðinni er gerð breyting á 6. gr. sem fjallar um merkingar nautgripa. Hér eft- ir er tekin upp skylda að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprent- uðu plötumerki í bæðu eyru. Ekki er lengur leyfilegt að auðkenna þá með númeri móður, sem var gef- ið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús. Í öðru lagi eru gerðar breyting- ar á merkingarreglugerðinni til að styrkja framkvæmd á einstak- lingsmerkingum búfjár og þá sér- staklega hvað varðar örmerkingu hrossa. Þannig er sett inn ákvæði um að örmerki skulu viðurkennd af Matvælastofnun og að söluaðilar megi aðeins selja örmerki í hross til aðila sem hafa leyfi til örmerkinga hrossa. Þá skulu allir umráðamenn búfjár og söluaðilar viðurkenndra merkja fyrir búfé vera skráðir í MARK, sem er miðlægt tölvukerfi sem heldur utan um merkingar bú- fjár, en MARK fluttist yfir til Mat- vælastofnunar um síðustu áramót þegar stjórnsýsluverkefni voru flutt frá Bændasamtökum Íslands. Að síðustu bætist við nýtt ákvæði um að í MARK skuli skrá pöntun og sölu einstaklingsmerkja til um- ráðamanna búfjár og viðurkenndra merkingarmanna og upplýsing- ar um einstaklingsnúmer keyptra merkja. mm Breyting á reglum um merkingar búfjár Vel merktir kálfar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.