Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Side 6

Skessuhorn - 04.01.2017, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 20176 Stækkun vígð og tekin í notkun STYKKISH: Nýr hluti Stykkishólmskirkjugarðs hef- ur verið vígður og tekinn í notkun, en eldri hluti garðs- ins er fullnýttur. Í eldri hluta Stykkishólmskirkjugarðs eru 692 þekktar grafir, sú elsta frá árinu 1921, en gert er ráð fyr- ir því að í nýja hluta garðsins geti rúmast allt að 300 grafir. Stykkishólmspósturinn greinir frá. Þá er einnig gert ráð fyrir áframhaldandi stækkun garðs- ins til austurs og yrði sú við- bót svipuð að stærð og sú sem nú hefur verið tekin í notk- un. Mun þó ekki koma frek- ari stækkunar garðsins í náinni framtíð. Ljósberi eldri hluta Stykkishólmskirkjugarðs er Guðríður Sveinsdóttir, fædd 1835 og dáin 1921 en ljós- beri nýja hlutans er Þorvald- ur Ólafsson, sem jarðsunginn var frá Stykkishólmskirkju 16. desember síðastliðinn. Í frétt Skessuhorns frá 2007 segir um undirbúning þessarar stækk- unar garðsins að hönnuður væri Pétur Jónsson landslags- arkitekt og að það væri Stykk- ishólmsbær ásamt söfnuði Stykkishólmssóknar sem sæu um framkvæmdir. -kgk Kveikt í gámi BORGARNES: Síðastliðið sunnudagskvöld fékk Slökkvi- lið Borgarbyggðar útkall vegna elds í gámi við Nettó í Borgarnesi. Að sögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðs- stjóra var um pressugám að ræða með pappa og tóku slökkviliðsmenn gáminn upp á bíl, óku með hann í sorp- móttökuna við Sólbakka og slökktu eldinn þar. Gekk það verk vel fyrir sig. Bjarni seg- ir að sést hafi til strákpjakka sem grunaðir eru um að hafa kveikt í innihaldi gámsins. -mm Engey væntanleg í lok janúar AKRANES: HB Grandi mun að óbreyttu taka á móti Engey RE 91 í Tyrklandi á föstudaginn. Af- hending hefur dregist nokkuð en skipið er það fyrsta af þrem tog- urum sem félagið er með í smíð- um hjá skipasmíðastöðinni Ce- liktrans. Seinni skipin tvö verða afhent síðar á þessu ári, það fyrra í vor og það seinna næsta haust. Siglingin til Íslands tekur um 12 daga og mun Engey koma við í Reykjavík á leið sinni til Akra- ness. Á Akranesi mun Skaginn hf. setja vinnslubúnað og kara- flutningskerfi í skipið. Áætlað- ur verktími er níu vikur og ætti Engey því að geta farið á veiðar í lok mars. -mm Átta sinnum undir áhrifum fíkniefna VESTURLAND: Á milli jóla og nýárs var ungur maður stöðv- aður í akstri á Akranesi, grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Reyndist hann vera sviptur ökuréttindum og einn- ig fundust fíkniefni í bifreiðinni. Að sögn lögreglu var þetta í átt- unda skiptið sem þessi maður er stöðvaður undir áhrifum fíkni- efna og sjö sinnum áður hefur hann verið kærður fyrir að aka sviptur ökuleyfi. Á gamlársdag stöðvuðu lögreglumenn í Borg- arnesi svo för ökumanns sem reyndist allnokkuð við skál. Blés 2,10 prómill í forprófi. Hann var handtekinn og færður til blóð- sýnatöku. -mm Styrkja Hesta- mannafélagið AKRANES: Akraneskaupstað barst nýverið erindi frá Hesta- mannafélaginu Dreyra þar sem óskað var eftir styrk til lokafrá- gangs við keppnisvöll félags- ins við Æðarodda. Fyrir nokkr- um árum var ákveðið að breyta keppnisvellinum þar sem hann var ólöglegur sem keppnisvöll- ur og erfiður yfirferðar í blautu veðri. Eftir framkvæmdir á vell- inum kom í ljós að aðstæður voru ekki góðar á vellinum og aftur þurfti að fara í lagfæring- ar í ágúst sl. Tókust þær vel og er völlurinn með betri völlum á landinu í dag. Bæjarráð Akra- neskaupstaðar hefur samþykkt að styrkja Hestamannafélagið Dreyra um 700 þúsund krónur til lokafrágangs við keppnisvöll- inn. -grþ Nýr safnstjóri HVANNEYRI: Nú um áramót- in varð sú breyt- ing að Bjarni Guðmundsson lét af daglegri stjórn Landbún- aðarsafns Íslands á Hvanneyri og við tók Ragnhildur Helga Jóns- dóttir frá Ausu. Bjarni hefur ver- ið verkefnisstjóri safnsins frá upp- hafi og þar áður yfir Búvélasafn- inu, undanfara þess. Ragnhild- ur Helga hefur sömuleiðis starf- að að safninu um nokkurra ára skeið, einkum við móttöku gesta og annarri fræðslu. -mm Rúta með 43 ferðamönnum, auk fararstjóra og bílstjóra, valt á Snæ- fellsnesvegi skammt frá Urriðaá á Mýrum um klukkan 17 síðast- liðinn fimmtudag. Flestir sem í rútunni voru sluppu án meiðsla. Fimm voru þó fluttir til læknis- skoðunar, flestir með minnihátt- ar meiðsli og enginn var alvar- lega slasaður. Rauði krossinn var fenginn til að opna fjöldahjálpar- stöð og var það gert á Akranesi. Fólkinu var ekið í húsnæði Björg- unarfélags Akraness þar sem rætt var við það, gefið kaffi og hressing meðan beðið var eftir annarri rútu frá Reykjavík til að sækja það. Ferðafólkið var á vegum Kynn- isferða. Það hafði keypt skoðunar- ferð um morguninn og verið safn- að af hótelum í Reykjavík. Hópur- inn var að koma úr dagsferð um Snæfellsnes þegar óhappið átti sér stað. Helga Guðmundsson farar- stjóri gat í samtali við blaðamann Skessuhorns ekki sagt til um hvað olli því að rútan fór útaf og valt á hliðina. Veður hafi verið skap- legt og engin hálka. Bíllinn var á lítilli ferð, vegkantur lágur og hafnaði rútan á hliðinni á frem- ur mjúkri jörð. Allir sem í rút- unni voru höfðu auk þess öryggis- beltin spennt. Öll þessi atriði hafi blessunarlega orðið til þess að fáir slösuðust og fólkið var að sögn Helga ótrúlega rólegt. „Ég byrja á að hringja í 112 og láta vita um óhappið. Eftir það tek ég ákvörð- un um að láta fólkið bíða inni í bílnum uns hjálp barst. Þetta ger- ist stutt frá Borgarnesi þannig að við þurftum ekki að bíða lengi. Við náum að opna hurð rútunnar sem sneri upp og síðan er okkur hjálpað að lyfta fólki upp og út úr bílnum,“ segir Helgi. Ferðafólkið er af ólíku þjóðerni, flestir þó Asíubúar frá Kína og Suður-Kóreu. Blaðamaður ræddi við tvo farþega sem báðir voru ótrúlega yfirvegaðir þrátt fyrir það sem á undan hafði gengið og þakklátt fyrir alla þá aðstoð sem það fékk. mm Rúta með 45 manns fór á hliðina Frá vettvangi óhappsins. Símamynd: iss. Fólkið var að láta vita af sér þegar þessi mynd var tekin í húsnæði Björgunar- félags Akraness. Helgi Guðmundsson fararstjóri (t.h.) á tali við Heiðar Sveinsson hjá Akranesdeild RKÍ. Lögregla tekur skýrslu af farþegum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.