Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Síða 9

Skessuhorn - 04.01.2017, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 9 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 1246. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 10. janúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn • 7. janúar kl. 10.30. B• jört framtíð að Smáraflöt 1, mánudaginn 9. janúar kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhú• sinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 7. janúar kl. 11.00. Frjálsir með Framsókn í Haralda• rhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 9. janúar kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur Atvinnutekjur á árinu 2015 námu rúmlega 980 milljörðum króna og voru að raunvirði ríflega einu pró- senti hærri en árið 2008. Á sama tímabili fjölgaði íbúum landsins um rúm fimm prósent. Þessar upp- lýsingar er að finna í skýrslu sem Byggðastofnun hefur tekið sam- an um atvinnutekjur 2008-2015 eftir atvinnugreinum og lands- svæðum. Mest hækkuðu atvinnu- tekjur á Suðurnesjum og Suður- landi en einnig nokkuð á Norður- landi eystra. Þær stóðu hins vegar nánast í stað á Vesturlandi og höf- uðborgarsvæðinu en drógust saman á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi. Atvinnutekjur á Vesturlandi námu 44,2 milljörðum króna á árinu 2015 og höfðu að raunvirði auk- ist um 0,2% frá því 2008. Á sama tíma fjölgaði íbúum landshlutans um 1,3%. Þessar tölur segja hins vegar ekki mikið til um þróunina innan landshlutans, sem var mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. Á suðurhluta svæðisins, Akranesi og Hvalfjarðarsveit, lækkuðu atvinnu- tekjur um 3,7% en íbúum fjölgaði um 6,3%, mest á Akranesi. Í Borg- arbyggð, Skorradalshreppi og Dala- byggð drógust atvinnutekjurnar saman um 8,7% og íbúum fækkaði um 4%. Atvinnutekjur jukust hins vegar nokkuð í sveitarfélögunum fjórum á Snæfellsnesi, eða um 2,3%, á meðan íbúum fækkaði um 1,6%. Meðalatvinnutekjur á Vesturlandi voru rétt undir landsmeðaltali á síð- asta ári og höfðu hækkað lítið eitt frá 2008. Hæstar voru þær á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit árið 2015, eða 5% yfir landsmeðaltali. Á Snæfells- nesi voru þær rétt yfir landsmeðal- tali og höfðu hækkað nokkuð frá árinu 2008. Á svæði sem inniheld- ur Borgarbyggð, Skorradalshrepp og Dalabyggð voru þær hins veg- ar 83% af landsmeðaltali og höfðu lækkað frá því 2008, að því er segir í skýrslunni. Nánar má lesa um atvinnutekjur á Vesturlandi sem og annars staðar í skýrslunni sem birt er í heild sinni á vef Byggðastofnunar. kgk Atvinnutekjur á Vesturlandi nánast staðið í stað frá 2008 Fyrir áramótin var stofnaður söfn- unarreikningur þar sem Íslendingar geta lagt frændum sínum Færeying- um lið eftir tjón sem varð í hamfara- veðri um jólin. Facebooksíða söfn- unarinnar heitir: „Færeyingar og Íslendingar eru frændur.“ Þá hef- ur verið opnaður söfnunarreikning- ur í Sparisjóði Strandamanna fyrir landssöfnunina (sjá mynd með upp- lýsingum). „Það sem knýr okkur og fylgjend- ur síðunnar áfram er sú staðreynd að Færeyingar hafa alltaf verið boðnir og búnir til að styðja rausnarlega við okkur á erfiðleikatímum. Marg- ir muna líka eftir því hvernig þeir studdu íslenska landsliðið á EM í Frakklandi síðastliðið sumar eins og þar færu þeirra menn. Okkur langar öllum til að sýna Færeyingum sama bróður- og systurþel og þeir hafa sýnt okkur,“ segja þær Addy Stein- ars og Rakel Sigurgeirsdóttir sem standa fyrir söfnuninni. Í gær höfðu um fjórar milljónir króna borist inn á söfnunarreikn- inginn, en þá bárust skilaboð frá rík- isstjórninni í Færeyjum þess efnis að hún myndi ekki veita styrk eða gjöf- um viðtöku. Mannvirki í eyjunum hefðu verið tryggð. Forsvarskonur söfnunarinnar hyggjast þrátt fyrir það ljúka henni eins og til stóð og afhenda björgunarsveitum ytra pen- ingana sem safnast. mm Færeyingar og Íslendingar eru frændur Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna S K E S S U H O R N 2 01 7 Flugeldasýning í boði Borgarbyggðar, Björgunarsveitarinnar Brákar, Borgarnesi og Björgunarsveitarinnar Heiðars, Varmalandi Flugeldasýning, fjöldasöngur, jólasveinar, heitt súkkulaði, smákökur og gleði Ekki er leylegt að koma með eigin ugelda á svæðið ÞRETTÁNDAGLEÐI 2017 verður haldin í Englendingavík í Borgarnesi föstudaginn 6. janúar kl. 20:00 SK ES SU H O R N 2 01 7 LJ Ó SM YN D : G U Ð R Ú N J Ó N SD Ó TT IR Útsalan er hafin 30-50% afsláttur

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.