Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Side 4

Skessuhorn - 22.03.2017, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Kaupfélagsferðir hinar síðar Nýverið fjallaði ég á þessum stað í blaðinu um minningar frá kaupstaðar- ferðum þegar ég var ungur og saklaus sveitadrengur. Þær voru ævintýri, enda ekki farnar nema þegar farið var að bergmála í búrinu og hráefni í bakstur og aðrar nauðsynjar orðnar af skornum skammti. Þessar efnisöfl- unarferðir í kaupfélagið í Borgarnesi voru því sannur viðburður. En frá þessum tíma hefur kaupfélögum fækkað allverulega. Aðallega hafa þau lifað af sem byggðu afkomu sína á eggjum í fleiri körfum, eða öllu held- ur þorskum í körum. Kaupfélagið í Borgarnesi reyndar lifði af mikla um- brotatíma undir lok síðustu aldar, en býsna stóð það nú tæpt. Með ákveð- inni útsjónarsemi tókst þó að breyta skuldum félagsins í lítinn eignarhluta í öðru og stærra kaupfélagi suður með sjó. Sú eign hefur fram til þessa verið mikils virði. En nú er sótt að því kaupfélagi rétt eins og öðrum versl- unum hér á landi. Nú þurfa þeir sem vilja lifa af næsta stríð að vígbúast fyrir alvöru því amerískir kaupmenn sem kenna sig við Costco hefja brátt verslunarrekstur í Kauptúninu syðst í hraunjaðri Garðabæjar. Hið nýja kaupfélag verður nánast eins og óskilgetið afkvæmi gömlu Samvinnuhreyfingarinnar eins og hún var og hét á blómatíma hennar. Þetta er keðja verslana þar sem félagsmönnum er lofað gæðavöru á heild- söluverði og þar verður „allt“ til. Það rifjast upp fyrir mér sönn saga af fyrrum sveitunga mínum, gegnheilum framsóknarmanni sem lét hafa það eftir sér að kaupa aldrei hluti annarsstaðar en í kaupfélaginu. Ef þeir fengj- ust ekki þar, voru þeir óþarfir. Gervitennur fengust aldrei í kaupfélaginu og því var hann án þeirra alla tíð og blessunarlega kom ekki áfengisútsala í kjallara kaupfélagsins fyrr en hann var orðinn háaldraður. Þá tók því alls ekki að byrja að drekka. Þetta var maður sem var sannur þeirri hugsjón sem hann trúði á og talaði fyrir alla tíð. Nú í vikunni var borinn inn á heimili fólks þverhandarþikkur bæklingur frá fyrrnefndri verslun og hún sögð verða opnuð í vor. Nú er leitað log- andi ljósi að gegnheilu samvinnufólki og því boðið að ganga í kaupfélagið og þiggja tilboð um hitt og þetta. Bæði er einstaklingum boðin félags- aðild, en einnig fyrirtækjum og öðrum verslunum sem þá myndu gera heildsöluinnkaup sín þar. Eftir að hafa gluggað í þennan bækling er ljóst að Ameríkaninn er ekki að þessu með hangandi hendi. Augljóslega hafa verið sett markmið um mikil viðskipti frá fyrsta degi. Ef það gengur eftir verður ekki hjá því komist að velta fyrir sér ástandinu í umferð um svæðið í útjaðri Garðabæjar og áhrifum þess þegar þessir nýju viðskiptavinir bæt- ast við allt áhugafólkið um sænsk sexkantahúsgögn og Toyota bíla. Ég ætla hins vegar ekki að hafa sérstakar áhyggjur af umferðarteppu sem vissulega mun fylgja því þegar nýjungagjarnir Íslendingar munu fara í kaupfélagsferðir sínar hinar síðari. Öllu frekar verður mér hugsað til ýmissar verslunar og kannski ekki síður heildsalastéttar hér á landi sem þarna fær inngrip á markað sem á mörgum sviðum hefur búið við „nota- lega“ fákeppni um langa hríð. Margir á verslunar- og heildsölusviði þurfa nú að hafa fyrir því að halda viðskiptum sínum, hefja sókn. Slíkt mun vafalítið leiða til þess að einhverjar núverandi verslanir batna, eða ella verður þeim skellt í lás. En hvort sem það er amerísk verslanakeðja eða annað sem hreyfir við stöðnuðum markaði, þá ber að fagna nýbreytninni. Samkeppni er ætíð af hinu góða ef heiðarlega er spilað. Neytendur munu því fyrst og fremst skynja bætta þjónustu, gæði og lægra verð á ýmsum sviðum, hjá þeim sem ætla að taka slaginn. Viðskiptavinirnir eiga alltaf lokaorðið. Magnús Magnússon. Leiðari Námið er sérsniðið að íslenskri ferðaþjónustu með sterkri tengingu við leiðandi fyrirtæki í greininni. Áhersla er lögð á stjórnun ferðaþjónustu í víðu samhengi, allt frá stærri hótelum og veitingastöðum til móttöku gesta í þjónustumiðstöðum og umsjón ferða um hálendið. Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is w w w .h ol ar .is BA í stjórnun ferðaþjónustu og móttöku gesta Ferðaþjónusta er skemmtilegt og síbreytilegt fag þar sem starfsfólk tekst á við flókin verkefni alla daga. Ný námsleið Á fundi borgarráðs Reykjavíkur síð- astliðinn fimmtudag var lagt fram bréf borgarstjóra þar sem óskað var eftir að borgarráð samþykkti auglýs- ingagögn vegna fyrirhugaðra sigl- inga farþegaferju milli Reykjavíkur og Akraness næsta sumar. Gert er ráð fyrir að í siglingarnar verði not- uð ferja sem tekið gæti 50-200 far- þega. Hver sigling tæki 30-45 mín- útur. Samþykkt var með fjórum at- kvæðum meirihluta borgarráðs að auglýsa útboð siglinga farþegabáts milli staðanna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- ar og flugvallarvina sátu hjá við af- greiðslu málsins. Sjálfstæðismenn lögðu fram bókun þar sem fram kom að þeir telja eðlilegt að auglýst sé eft- ir rekstraraðilum til að vera með far- þegasiglingar milli Reykjavíkur og Akraness svo framarlega sem rekstr- araðilar reki slíkt verkefni á eigin vegum og án opinbers stuðnings. Þá bókaði borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina einn- ig vegna málsins og sögðu flokkinn sitja hjá við afgreiðslu á tillögunni. „Bókað hefur verið í tvígang í borg- arráði um að við styðjum ekki að fjármunir skattborgara í Reykjavík fari í verkefnið, enda teljum við það óráðlegt að ráðstafa og forgangsraða fjármunum borgarinnar og skattfé almennings í tilraunaverkefni þetta. Hvetjum við meirihlutann til að gangast ekki við neinum þeim til- boðum sem fela í sér fjárútlát af hálfu Reykjavíkurborgar.“ mm Borgarráð samþykkti að auglýsa ferjusiglingar til Akraness Auglýst verður eftir lítilli ferju sem flutt getur 50-200 farþega í ferð. Ferjan á þessari mynd tengist fréttinni ekki. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ákveðið að kalla saman fulltrúa allra helstu aðila skólastarfs í grunnskól- um til að fara yfir framkvæmd sam- ræmdu könnunarprófanna sem nem- endur 9. og 10. bekkjar þreyttu ný- verið. Mikil umræða hefur spunnist um framkvæmd prófanna og gremja, ekki síst nemenda, vegna ýmissa þátta við framkvæmdina, einkum vegna breytinga á reglugerð um inn- ritun nýnema í framhaldsskóla. Meðal þess, sem þessum samráðs- vettvangi er ætlað að ræða, er athug- un á hvort kynningar á könnunar- prófunum hafi verið fullnægjandi og í því sambandi einnig tilgangur og þróun þeirra og hvernig staðið var að fræðslu og kynningum í hverjum skóla fyrir sig. Þá verður farið yfir tæknilega framkvæmd könnunar- prófanna, þ.á m. um mismunandi prófútgáfur og hvernig skólarnir nýttu sér æfingaprófin sem aðgengi- leg voru. „Þess er vænst að niður- stöður umræðna og samráðs leiði til jákvæðrar þróunar og samstöðu um framkvæmd samræmdu könnunar- prófanna í framtíðinni,“ segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. Þá segir jafnframt að ekki séu uppi neinar fyr- irætlanir af hálfu ráðuneytisins um að leggja niður eða breyta tilgangi sam- ræmdra könnunarprófa í grunnskól- um. „Ætlunin er að þróa þau svo þau þjóni betur hlutverki sínu og mæta þannig gagnrýni á innihald, form og framkvæmd þeirra. Niðurstöður prófanna veita miklar upplýsingar og greinandi gögn um hvern nem- enda og einnig skóla, og næsta við- fangsefnið er hvernig hægt er að nýta þessi gögn til að efla skólastarf og styðja við nám nemenda.“ mm Farið verður yfir vankanta samræmdra prófa Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur heimsótti höfuðstöðv- ar Verkalýðsfélags Akraness í vik- unni sem leið. Eins og fram hef- ur komið lýsti Vilhjálmur Birgis- son formaður Verkalýðsfélags Akra- ness yfir eindregnum stuðningi við kjör Ragnars og segir hann póli- tískan samferðamann sinn í verka- lýðsbaráttunni. „Það liggur fyrir að hér er um að ræða afar mikilvægan bandamann í baráttunni fyrir hin- um ýmsu réttindamálum launafólks, enda hafa baráttumál Ragnars Þórs í gegnum tíðina átt góða samleið með áherslum stjórnar Verkalýðs- félags Akraness. Nægir að nefna í því samhengi fjölmargar tillögur og ályktanir sem VLFA hefur lagt fram á vettvangi verkalýðshreyfingarinn- ar og á þingum Alþýðusambandsins, en þær hafa notið stuðnings Ragnars Þórs til dæmis á þingum ASÍ,“ skrif- ar Vilhjálmur á síðu VLFA. Hann segir jafnframt að það sé því mjög ánægjulegt að fá svo öflug- an baráttumann í forystu hjá stéttar- félagi af þeirri stærðargráðu sem VR er til að berjast fyrir mikilvægum áherslumálum. „Til dæmis höfnun á svokölluðu Salek-samkomulagi, samkomulagi sem gengur út á að skerða og takmarka samningsfrelsi launafólks. Sem og áherslum um afnám verðtryggingar og að tekið sé á okurvöxtum fjármálakerfisins, svo ekki sé talað um aukið lýðræði í stjórnum lífeyrissjóðanna og að líf- eyrissjóðirnir taki þátt í samfélags- legum verkefnum án þess að gera kröfu um gríðarlega arðsemi af slík- um verkefnum,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson. mm Samherjar í verkalýðsbaráttu Félagarnir Ragnar Þór og Vilhjálmur í heimsókn þess fyrrnefnda á skrifstofu VLFA síðastliðinn föstudag. Ljósm. vlfa.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.