Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.03.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 20176 Vesturlandsliðin gætu mæst í úrslitum VESTURLAND: Síðasta um- ferð Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik fór fram í gær, þriðjudaginn 21. mars. Loka- leikir mótsins voru ekki hafnir þegar Skessuhorn fór í prentun en úrslit gærdagsins gátu engu breytt um stöðu efstu fjögurra liða deildarinnar. Snæfell fagnaði deildarmeistaratitlinum og hóf því bikar á loft. Keflavík hafnaði í öðru sæti, Skallagrímur í þriðja og Stjarnan í því fjórða. Þar með er ljóst hvaða lið mætast í fyrri umferð úrslitakeppninnar um Ís- landsmeistaratitilinn. Hún hefst þriðjudaginn 28. mars nk. og þar mæta ríkjandi Íslandsmeist- arar Snæfells liði Stjörnunnar en Skallagrímur mætir Keflavík. Snæfell og Keflavík hafa heima- leikjarétt í fyrri umferð úrslita- keppninnar. Fyrstu leikir í und- anúrslitum munu því fara fram í Stykkishólmi annars vegar og Keflavík hins vegar, þriðjudag- inn 21. mars næstkomandi. Það lið sem fyrr sigrar þrjá leiki fer áfram í úrslitaviðureignina. Fari svo að Snæfell og Skallagrím- ur beri sigurorð af andstæðing- um sínum í fyrri umferð úrslita- keppninnar munu Vesturlands- liðin tvö mætast í úrslitaeinvíg- inu um Íslandsmeistarabikarinn. -kgk Skóflan lýkur við Vesturgötuna AKRANES: Nýverið voru opn- uð hjá skipulags- og umhverfis- ráði Akraneskaupstaðar tilboð í yfirlögn Vesturgötu á Akranesi. Í verkinu felast jarðvegsskipti, nýj- ar lagnir og yfirborðsfrágangur. Verkkaupar eru Akraneskaup- staður, Veitur og Míla. Fjög- ur tilboð bárust í verkið og var ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda sem er Skófl- an hf. Tilboð Skóflunnar hljóð- aði upp á rétt tæpar 190 millj- ónir króna og er hlutur bæjar- ins 115,2 milljónir af þeirri upp- hæð, en Míla og Veitur greiða hinn hlutann. Kostnaðaráætl- un hljóðaði upp á 210 milljón- ir króna. Hæsta tilboð sem barst var 274 milljónir. Samkvæmt samningi sem undirritaður var í gær á verkinu að vera lokið 5. ágúst 2017. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samn- inganna í gær. -mm/Ljósm. sas Ekki kjallari und- ir fimleikahúsi AKRANES: Ekki verður gert ráð fyrir kjallara undir nýju fim- leikahúsi sem til stendur að byggja við Vesturgötu á Akra- nesi. Bæjarráð Akraneskaupstað- ar svaraði á síðasta fundi sínum fyrirspurn frá Hnefaleikafélagi Akraness þar sem félagið falað- ist eftir afnotum af kjallara und- ir fimleikahúsinu ef til kemur að það verði byggt. Bæjarráð svar- aði erindi félagsins með þeim hætti að ekki standi til að byggja kjallararými undir húsinu. -mm Í dag, miðvikudaginn 22. mars, eru 150 ár síðan Borgarnes varð lög- giltur verslunarstaður og forsend- ur urðu þar fyrir myndun þétt- býlis. Síðan hefur staðurinn þjón- að sem miðstöð verslunar- og þjón- ustu í Borgarfirði og sem þjónustu- bær í þjóðbraut landsmanna. Á 150 ára afmælinu eru íbúar Borgarness 1954 talsins og stefnir því óðum í að þeir rjúfi 2000 íbúa múrinn í fyrsta skipti í sögunni. Borgarnes varð sjálfstætt sveitar- félag með stofnun Borgarneshrepps árið 1913 en hafði fram að því til- heyrt Borgarhreppi. Árið 1987 fékk Borgarneshreppur bæjarréttindi og hét eftir það Borgarnesbær. Bær- inn sameinaðist síðan nærliggjandi sveitahreppunum í þremur lotum, 1994, 1998 og loks 2006, undir merkjum Borgarbyggðar. Fjölbreyttir viðburðir Að sögn Gunnlaugs Júlíussonar sveitarstjóra Borgarbyggðar er mik- il tilhlökkun út af tímamótunum og verður ýmislegt gert að því til- efni. „Hátíðarfundur sveitarstjórn- ar verður haldinn á afmælisdaginn í Kaupangi, elsta húsinu í bænum, og hefst hann klukkan 15:00. Að hon- um loknum verður tekin skóflu- stunga að nýrri viðbyggingu Grunn- skólans í Borgarnesi. Klukkan 17:00 verður síðan opnuð ljósmyndasýn- ing í Safnahúsi Borgarfjarðar sem ber heitið „Tíminn í gegnum lins- una“. Þar kemur sjónarhorn á sögu Borgarness fram í gegnum linsu fjögurra ljósmyndara úr Borgarnesi. Síðast en ekki síst verður forsölu á tveggja binda verki um sögu Borg- arness hleypt af stokkunum þennan dag. Það eru félagar í Umf. Skalla- grími sem munu sjá um hana en munu þeir m.a. ganga í hús í bæn- um og taka á móti pöntunum,“ segir Gunnlaugur, en frekari upplýsingar um forsöluna má sjá í auglýsingu í blaðinu. „Sveitarfélagið mun síðan standa fyrir stórri afmælishátíð í Hjálma- kletti laugardaginn 29. apríl næst- komandi þar sem öllum íbúm Borg- arness verður boðið til samsætis. Guðni Th. Jóhannesson forseti Ís- lands mun taka þátt í hátíðinni og verður honum afhent fyrsta eintak- ið af bókinni góðu. Í framhaldinu verða önnur eintök afhent. Dagskrá hátíðarinnar verður nánar auglýst síðar,“ segir Gunnlaugur. Spurður um framtíð bæjarins og héraðsins alls er Gunnlaugur bjart- sýnn. „Hér hefur verið byggt upp mjög gott samfélag og ekki annað að sjá en að það þroskist í rétta átt áfram. Íbúum fer fjölgandi og eftir- spurn eftir húsnæði fer vaxandi. Fyr- ir Borgarnes og Borgarbyggð eru því spennandi tímar framundan.“ Tíminn í gegnum linsuna Eins og getið var um hér að ofan verður opnuð ljósmyndasýning í Safnahúsi Borgarfjarðar í dag og hefur hún hlotið heitið „Tíminn gegnum linsuna“. Þar verða sýnd- ar ljósmyndir sem fjórir ljósmynd- arar hafa tekið í Borgarnesi á 20. öld. Val á ljósmyndum og textagerð er í höndum sagnfræðingsins Heið- ars Lind Hanssonar sem er annar tveggja höfunda að Sögu Borgar- ness sem kemur út í næsta mánuði. Guðrún Jónsdóttir forstöðumað- ur Safnahússins segir að sýningin sé ekki síst til komin vegna þess að þegar verið er að skrifa slíka byggða- sögu er aldrei hægt að fjalla um allt það efni sem ákjósanlegt væri að hafa í bókinni. „Á sýningunni má sjá um 50 ljósmyndir ásamt undirliggj- andi texta, sem ekki komust í bók- ina en hefðu vel verið þess verðug- ar,“ segir Guðrún. Sýningarhönnun annast Heiður Hörn Hjartardóttir. Myndhöfund- ar á sýningunni eru fjórir, þeir Frið- rik Þorvaldsson, Einar Ingimundar- son, Júlíus Axelsson og Theodór Kr. Þórðarson. Sýningin verður opn- uð kl. 17.00 og verður húsið opið til 19.00 í dag, eftir það verður hún opin alla virka daga 13.00 – 18.00. Frá 1. maí verður opið alla daga vikunnar, nánar kynnt á heimasíðu Safnahúss: www.safnahus.is. mm Borgarnes fagnar 150 ára afmæli í dag Fyrsta byggðin í lok 19. aldar, en myndin er tekin um 1890. Ljósm. varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands, myndhöfundur: Sigfús Eymundsson. Horft yfir Dílatanga í Borgarnesi. Ljósm. hlh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.