Skessuhorn


Skessuhorn - 22.03.2017, Page 19

Skessuhorn - 22.03.2017, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 19 Reiðhöllin í Borgarnesi Laugardagurinn 25. mars kl: 20:00 Ræktunarbú - Afkvæmasýningar Stóðhestar - Hryssur Kynning á stóðhesavali HrossVest 2017 Ræktunarbú Vesturlands 2016 Kræsingar verða með heita súpu í hléi Miðasala í forsölu hjá Líflandi í Borgarnesi Miðaverð 2.500 kr Ræktunarsýning Vesturlands 2017 SK ES SU H O R N 2 01 7 Árshátíð Snæfellsbæjar var haldin um síðustu helgi í Félagsheimilinu Klifi. Veislustjórar kvöldsins voru Selma Björnsdóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi í Svörtum fötum. Stjórnuðu þau borðhaldi af mikilli snilld. Þau tóku lagið á milli rétta, slógu á létta strengi ásamt því að kynna skemmtiatriði sem starfsmenn hina ýmsu stofn- ana bæjarins höfðu lagt mikla vinnu í og voru stórglæsileg. Mat- urinn var frá Galito á Akranesi og nutu árshátíðargestir hans. Dregn- ir voru út happdrættisvinningar og vöktu þeir lukku eins og allt- af. Kvöldinu lauk svo með dans- leik þar sem hljómsveitin í Svört- um fötum og Selma Björns sáu um fjörið og var dansgólfið vel nýtt og mikið stuð. þa Vel heppnuð árshátíð Snæfellsbæjar Í síðustu viku voru Írskir vetrar- dagar haldnir í annað sinn á Akra- nesi. Markmiðið með hátíðinni er að efla þekkingu og tengsl Akur- nesinga við írska arfleifð sína sem og að kynna hana fyrir gestum. Á föstudagsmorgun fór írska tónlist- arkonan Elaine Ní Cuana í heim- sókn á leikskóla kaupstaðarins þar sem hún lék írsk lög og kynnti um leið írsk hljóðfæri; flautu, hörpu, trommu og sekkjapípu. Börnin og leikskólakennararnir voru áhuga- samir um þessi framandi hljóð- færi og í lok heimsóknar var sýnt tónlistarmyndband við írska lagið Amhrán Na Farraige sem útleggst sem Söngurinn við sjóinn. Mynd- bandið er unnið úr teiknimynd- inni Song of the sea sem er jafn- framt írsk. Sýningin Keltnesk arfleifð á Vesturlandi var opnuð í Guðnýj- arstofu á Byggðasafninu í Görð- um síðdegis á föstudaginn. Er hún bæði á íslensku og á ensku. Meðal efnistaka í sýningunni er umfjöll- un um kelta og hverjir þeir voru, ástæður þess að þeir flúðu land og námu land á Íslandi, tengsl milli keltneskra tungumála og íslensku, keltnesk kristni, Donald Trump og fleira. Þá voru útgáfutónleikar Slit- inna strengja haldnir í Tónbergi bæði á föstudags- og laugardags- kvöld en sveitin er Bæjarlistamaður Akraness 2016. Meðal annarra við- burða má nefna ljósmyndasýningu Kristjönu Halldórsdóttur. Sýning- in ber heitið Gamli Skaginn og er í Café Kaja að Kirkjubraut 54. Þá var leikritið Ronja Ræningjadóttir í sýningum í Bíóhöllinni á Akra- nesi en það er nemendafélag Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi sem sýnir. Þá voru jafnframt við- burðir á skemmtistöðum bæjarins um helgina. mm/emg Írskir vetrardagar haldnir á Akranesi Elaine Ní Cuana heimsótti leikskóla bæjarins og kynnti fyrir börnum og starfsfólki írsk hljóðfæri. Frá heimsókn írsku tónlistarkonunnar á leikskólan Vallarseli.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.