Skessuhorn - 22.03.2017, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 25
Skessuhorn greindi frá því í nóv-
embermánuði að fyrirhuguð væri
stækkun á húsnæði verslunarinn-
ar Hólabúða á Reykhólum. Búð-
in verður lengt um þrjá metra og
svo breikkuð um 4,8 metra til aust-
urs. Framkvæmdir hófust form-
lega í gær, þriðjudaginn 21. mars,
þegar Brynjólfur Smárason verk-
taki mætti á gröfunni og byrjaði að
grafa fyrir stækkuninni. „Reyndar
var byrjað að smíða einingarnar í
stækkunina í síðustu viku. Þær eru
smíðaðar í áhaldahúsinu hérna við
hliðina á okkur,“ segir Reynir Þór
Róbertsson, sem rekur Hólabúð
ásamt Ásu Fossdal eiginkonu sinni.
„Þegar þær eru tilbúnar og leng-
ingin á versluninni tilbúin, munum
við færa þangað vörur af lagern-
um, sem nú er staðsettur hér aust-
an megin við húsið. Þá verður hægt
að hefjast handa við að grafa aust-
anmegin, steypta sökkul og síðan
geta einingarnar risið hver á fætur
annarri,“ bætir hann við. „Þá get-
um við farið að opna veitingastað,“
segir Reynir ánægður, en gert er
ráð fyrir veitingastað austan megin
við núverandi húsnæði Hólabúðar.
Til þess að það sé mögulegt þarf
að færa lagerinn, eins og Reynir
lýsti hér að ofan. Hann segir mikið
fagnaðarefni að hægt verði að opna
veitingastað á Reykhólum. „Það er
mjög ánægjulegt og veitir ekki af því
hér yfir sumartímann. Þetta er eitt-
hvað sem vantar á Reykhóla,“ segir
hann og bætir því við að þau hjón-
in hafi vonast til að geta bætt veit-
ingasölu við reksturinn frá því þau
opnuðu Hólabúðina fyrir rétt tæp-
um tveimur árum síðan. Þá hafði,
sem kunnugt er, engin verslun ver-
ið á Reykhólum um þriggja mánaða
skeið. „Þetta var alltaf stefnan og í
upphafi ætluðum við að gefa okk-
ur fimm ár til að opna veitingastað.
En nú er þetta að gerast, þegar að-
eins fimm daga vantar í að Hóla-
búð verði tveggja ára gömul,“ segir
hann ánægður.
Hráefni úr héraði
Aðspurður segir Reynir að stefnt sé
að því að hægt verði að ljúka fram-
kvæmdum sem fyrst svo veitinga-
sala geti hafist fyrir sumarið. Sam-
hliða stækkuninni hyggjast Reyn-
ir og Ása einnig taka verslunina í
gegn að innan, skipta út hillum og
innréttingum. „Við stefnum að því
að hér verði allt tilbúið í endann
maí eða byrjun júní, þannig að við
getum byrjað fyrir sumarið. Það er
allt kapp lagt á það að ná háanna-
tímanum,“ segir hann.
Reynir segir að stefnan sé að
bjóða alltaf upp á hlaðborð í hádeg-
inu og rétti af matseðli á kvöldin.
„Það verður mikill metnaður lagð-
ur í kvöldverðarseðilinn og reynt
að vera með sem flest hráefni úr
héraði. Til dæmis verðum við með
selkjöt, á þeim árstíma sem það er
hægt. Eftir því sem við best vitum
verðum við eini veitingastaðurinn á
landinu sem mun bjóða upp á sel.
Ærkjöt verður á matseðlinum og
við munum nýta okkur sveppi úr
Gufudalssveitinni, á þeim tíma sem
það er hægt og síðan auðvitað berin
sem eru hér allt í kringum okkur,
skelfiskinn frá Króksfjarðarnesi og
svo mætti lengi telja,“ segir hann.
Eftirvæntingin leynir sér ekki
í rödd Reynis, enda segir hann
framundan töluverðar breytingar
á rekstrinum. „Við munum spila
þetta eftir eyranu fyrst um sinn en
ég tel víst að við komum til með
að þurfa að bæta við starfsfólki.
Að opna veitignastað verður stór
breyting fyrir okkur og á eftir að
styrkja stoðir rekstursins til fram-
tíðar,“ segir Reynir Þór Róberts-
son að lokum.
kgk
Hafist var handa við að grafa fyrir stækkun Hólabúðar í gær. Ljósm. Hólabúð.
Stækkun Hólabúðar á Reykhólum er hafin
Skessuhorn greindi frá því í des-
ember síðastliðnum að sjúkraflutn-
ingamenn á Akranesi finna sér ým-
islegt skemmtilegt að bardúsa á
vöktum þegar blessunarlega er lít-
ið að gera í vinnunni. Fannar Sól-
bjartsson skoraði á vinnufélaga sinn,
Skarphéðinn Magnússon, að safna
hári í þrjá mánuði. Þar sem Skarpi
er sköllóttur, og hársöfnun því ekki
hans sterkasta hlið, ákvað hann að
gangast við áskoruninni ef fengjust
eitt þúsund læk á mynd sem Fann-
ar birti af honum á Facebook-síðu
sinni. Frændi Skarpa og vinnufé-
lagi, Sigurður Már Sigmarsson, lof-
aði því jafnframt að taka þátt í upp-
átækinu með því að láta raka af sér
hárið að þremur mánuðum liðnum
og sýna frænda sínum þannig sam-
stöðu.
Skemmst er frá því að segja að
„lækin“ þúsund fengust og vel rúm-
lega það. Á fimmtudaginn síðasta
var síðan komið að skuldadögum.
Skarpi hafði safnað hári undan-
farna þrjá mánuði en hefur lítt orðið
ágengt. Siggi skoraðist ekki undan
sínum hluta samkomulagsins og var
færður í stólinn hjá Helenu Steins-
dóttur á Hársnyrtistofunni Hár-
stúdíó á Akranesi. „Það er smá fiðr-
ingur í maganum, ég viðurkenni það
alveg,“ sagði Siggi þegar hann settist
í stólinn. Því næst dró Helena upp
rakvélina og hófst handa. Rakaði
hún allt hár af kollinum á Sigga svo
ekkert varð eftir nema kragi á hlið-
unum og hnakka. „Þetta kemur bara
vel út, þetta er bara smart,“ sagði
Siggi þegar fór að móta fyrir skall-
anum og félagar hans tóku í sama
streng. Því næst veltu þeir því fyrir
sér hvort ekki ætti að taka af skegg-
inu líka, eins og þeir höfðu rætt
um fyrir heimsókina á hárgreiðslu-
stofuna. „Eigum við að taka skegg-
ið líka,“ spurði Siggi og félagarnir
hvöttu hann til þess. „Já, gerum það
bara, prófum það. Þetta er hvort eð
er farið til helvítis,“ sagði Siggi þá
og Helena dró upp rakvélina á nýjan
leik og hófst handa við að raka af efri
vör hans. „Já, þetta verður ekki betra
sé ég,“ sagði Siggi eftir að raksturinn
hófst og uppskar við það hlátur við-
staddra.
„Jæja, Skarpi, þá er ég næstum
því orðinn eins og þú,“ mælti Siggi
síðan þegar hann reis upp úr stóln-
um að klippingu og rakstri loknum.
Stilltu þeir félagar sér síðan upp til
myndatöku, þökkuðu Helenu fyr-
ir hárskurð og rakstur og héldu á
braut, léttir í lundu. kgk
Sigurður Már skoraðist ekki undan áskorun:
„Þetta kemur bara vel út“
Frændurnir Sigurður Már Sigmarsson og Skarphéðinn Magnússon eftir að hár og
skegg þess fyrrnefnda fékk að fjúka að hluta.
Það var þokkalega létt yfir Sigga þegar hann settist í stólinn. Hann viðurkenndi
þó að vera með nokkurn fiðring í maganum.
Helena byrjuð að raka Sigga og farið að glitta í skallann. „Þetta er bara smart,“ sagði Siggi þegar hárið var fokið af kol-
linum.
„Þetta verður ekki betra sé ég,“ sagði Siggi þegar skeggið var óðum
að hverfa líka.