Skessuhorn - 22.03.2017, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2017 31
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Snæfell tryggði sér á föstudag deild-
armeistaratitil Domino‘s deildar
kvenna í körfuknattleik með góðum
útisigri á botnliði Grindavíkur. Eft-
ir erfiða byrjun náðu Snæfellskonur
yfirhöndinni í öðrum fjórðungi og
héldu forystunni allt til loka. Þær
sigruðu með tólf stigum, 65-77.
Grindavík byrjaði leikinn af mikl-
um krafti og komst í 15-4 um miðj-
an fyrsta leikhluta. Snæfellskonur
létu góða byrjun heimaliðsins ekki
slá sig út af laginu en komu sér þess
í stað hægt og sígandi inn í leikinn
að nýju. Áður en upphafsfjórðung-
urinn var úti höfðu þær minnkað
muninn í þrjú stig, 22-19. Grinda-
vík hélt naumu forskoti fram und-
ir miðjan annan leikhluta. Þá komst
Snæfell yfir og leiddi með fimm
stigum í hálfleik, 37-42.
Eftir hléið réðu Snæfellskonur
ferðinni. Þær juku forskotið í ellefu
stig um miðjan þriðja leikhluta en
Grindavíkurkonur voru hvergi á því
að leggja árar í bát. Þær tóku rispu
seint í leikhlutanum og minnkuðu
muninn í fjögur stig en Snæfell átti
lokaorðið og leiddi með sex stigum
fyrir lokafjórðunginn, 51-57. Í upp-
hafi hans tók Grindavíkurliðið aft-
ur góðan sprett. Þær gáfu Snæfelli
ekkert eftir og minnkuðu muninn í
þrjú stig en komust ekki nær. Snæ-
fell svaraði fyrir sig og náði tökum
á leiknum. Það sem eftir lifði bættu
þær jafnt og þétt stigum á töfluna
og munurinn jókst í takt við það.
Snæfell sigraði, 65-77 og tryggði
sér þar með deildarmeistaratitilinn
og heimaleikjarétt í úrslitakeppn-
inni.
Aaryn Ellenberg var stigahæst
leikmanna Snæfells með 32 stig. Þar
að auki gaf hún sex stoðsendingar,
tók fimm fráköst og stal boltanum
fimm sinnum. Berglind Gunnars-
dóttir kom henni næst með 26 stig
og tók fimm fráköst.
Sigurinn á Grindavík tryggði
Snæfellskonum sem fyrr segir
deildarmeistaratitilinn. Þær hafa 44
stig á toppi deildarinnar þegar ein
umferð er eftir, tveimur stigum fyrir
ofan Keflavík sem situr í öðru sæti.
Toppliðin tvö mættust í lokaumferð
deildarinnar í gærkvöldi, þriðju-
daginn 21. mars. Keflavík gat ekki
komist upp fyrir Snæfell, jafnvel
með sigri í lokaleiknum, því Snæfell
hafði unnið allar þrjár viðureignir
liðanna í deildinni hingað til. Loka-
umferð deildarinnar var hins vegar
ekki hafin þegar Skessuhorn fór í
prentun, en umfjöllun um leikinn
má lesa á www.skessuhorn.is.
En þar sem lokaumferð deildar-
innar hefur ekki áhrif á sætaskipan
efstu liða mætir Snæfell Stjörnunni
í úrslitakeppninni um Íslandsmeist-
aratitilinn. Úrslitakeppnin hefst
hefst 28. mars næstkomandi og
Snæfell á þar heimaleikjarétt, bæði í
fyrstu umferð og sömuleiðis ef liðið
kemst alla leið í úrslitarimmuna.
kgk
Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn
Deildarmeistarar Snæfells. Ljósm. karfan.is.
Skallagrímur tók á móti Njarð-
vík í næstsíðustu umferð Dom-
ino‘s deildar kvenna í körfuknatt-
leik á föstudag. Skallagrímur lék
án Tavelyn Tillman, sem var frá
vegna meiðsla og Njarðvíkingar
hafa þegar sent Cameron Tyson-
Thomas heim, eins og körfuknatt-
leiksáhugamenn þekkja. Nokkuð
jafnræði var með liðunum lungann
úr leiknum og það var ekki fyrr
en í lokafjórðungnum að Skalla-
grímskonur náðu að slíta sig frá
gestunum og sigla sigrinum heim.
Þær höfðu að lokum 13 stiga sigur,
69-56 eftir stórgóðan lokasprett.
Njarðvíkurliðið mætti ákveð-
ið til leiks og hafði yfirhöndina í
fyrsta leikhluta. Skallagrímskon-
ur voru þó aldrei langt undan og
forysta gestanna aðeins tvö stig
eftir upphafsfjórðunginn, 15-17.
Snemma í öðrum leikhluta sneru
Skallagrímskonur taflinu sér í vil.
Þær komust nokkrum stigum yfir
og héldu forskotinu allt til hálf-
leiks, en þá leiddu þær með sex
stigum, 36-30.
Njarðvík jafnaði metin strax í
upphafi síðari hálfleiks og hleypti
mikilli spennu í leikinn. Jafnt var
á öllum tölum næstu mínútur og
liðin fylgdust að í öllum sínum að-
gerðum, bæði staðráðin í því að
gefa ekkert eftir. En Skallagríms-
konur áttu lokaorðið í þriðja leik-
hluta, skoruðu tvær góðar körfur
og komust fimm stigum yfir fyrir
lokafjórðunginn, 49-44. Njarðvík
reyndi að svara fyrir sig snemma
í fjórða leikhluta. Þær minnkuðu
muninn í tvö stig en Skallagrímur
stóðst áhlaupið. Um miðjan leik-
hlutann tóku Skallagrímskonur
síðan öll völd á vellinum, náðu tíu
stiga forskoti og lögðu grunn að
sigri sínum. Þær léku vel á loka-
mínútunum og hleyptu gestunum
ekki inn í leikinn að nýju. Lokatöl-
ur í Borgarnesi voru 69-56, Skalla-
grími í vil.
Kristrún Sigurjónsdóttir átti
stórleik í liði Skallagríms. Hún
skoraði 29 stig og tók fimm frá-
köst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir
kom henni næst með tólf stig en
aðrar höfðu minna.
Með sigrinum tryggði Skalla-
grímsliðið sér endanlega þriðja
sætið í deildinni. Liðið hefur 38
stig þegar einn leikur er eftir,
tveimur stigum meira en Stjarn-
an í sætinu fyrir neðan. Því er
ljóst að Skallagrímur mætir Kefla-
vík í fyrri umferð úrslitakeppn-
innar um Íslandsmeistaratitilinn,
en úrslitakeppnin hefst 28. mars
næstkomandi. En í millitíðinni
fer fram lokaleikur deildarinnar.
Í gærkvöldi mætti Skallagrímur
liði Vals á útivelli í lokaleik deild-
arinnar. Sá leikur var ekki hafinn
þegar Skessuhorn fór í prentun en
lesendum er bent á umfjöllun um
leikinn á www.skessuhorn.is.
kgk
Skallagrímur kláraði Njarðvík
í lokafjórðungnum
Kristrún Sigurjónsdóttir lék einn besta leik sinn í vetur þegar Skallagrímur lagði
Njarðvík. Ljósm. Skallagrímur/ Ómar Örn.
Meistaraflokkur UMFG í blaki
kvenna varð um helgina Íslands-
meistari í greininni eftir síð-
ustu mótaröðina sem haldin var í
Garðabæ. Keppnisfyrirkomulagið
í 4. deild er þannig að leikið er á
þremur helgarmótum. Lið Grund-
arfjarðar hafnaði í efsta sæti með 34
stig eftir mótin þrjú. Til að mynda
vann liðið allar hrinur sínar um
helgina og sýndu stelpurnar góð
tilþrif í íþróttahúsi Stjörnunnar.
Nokkur endurnýjun er í gangi
í blakinu í Grundarfirði og mik-
ið af ungum og efnilegum stelp-
um að stíga sín fyrstu skref í meist-
araflokki. Liðið stefnir á þátttöku
í þriðjudeild á næsta ári og von-
ast Anna María Reynisdóttir, for-
sprakki liðsins, eftir að halda sama
mannskap fyrir næsta tímabil.
tfk
UMFG Íslandsmeistarar í 4. deild
Síðastliðinn laugardag fór fram Nes-
mót í skotfimi í húsnæði Skotfélags
Vesturlands í Brákarey. Um var að
ræða einvígi milli Akraness og Borg-
arness í loftskambyssuskotfimi þar
sem skotið var fimm skotum á átta
skífur eða 40 skotum samtals á hvern
keppenda og tímamörk voru 50
mínútur. Keppendur voru „parað-
ir“ saman eftir niðurstöðu „sænska“
mótsins sem haldið var fyrr í vetur
og settir á braut hlið við hlið. Um
útsláttarkeppni var að ræða þar sem
einn vinningur er í boði fyrir hverjar
tvær brautir.
Til að stytta keppendum stundir
meðan á móti stóð voru leikin nokk-
ur létt og skemmtileg lög. Var það
mál manna að Elías Kristjansson og
Berglind Björgvinsdóttur hefði tekist
með miklum ágætum að setja saman
lagalista sem flestir þoldu (illa). En
sennilega þurfa þau að endurskoða
lagavalið fyrir næsta mót þar sem
tónlistin lagðist vel í Borgnesingana
sem höfðu sigur á mótinu með fimm
vinningum gegn engum. En mót-
ið fór vel fram og ljóst að framhald
verður því að í mótslok var hugur í
Skagamönnum að ná fram hefndum.
Ólafur K Kristjánsson sá um móts-
stjórn og dómgæslu og gerði það
með mikilli prýði.
Mikil gróska er í starfsemi Skot-
vest. Þriðja og fjórða umferð kvöld-
mótaraðarinnar í „Silhouette“ er í
fullum gangi. Vesturlandsmótið í
loftgreinum verður haldið 26. apríl
og fyrirhugað er að halda mót fyrir
9 mm skammbyssur. Æfingar standa
því á fullu yfir og opið er á mánu-
dögum og fimmtudögum kl. 8:00 og
10:00-14:00 á laugardögum í inniað-
stöðu Skotvest í Brákarey. Alltaf er
heitt á könnunni og áhugasamir vel-
komnir. ebm
Fréttir frá Skotfélagi Vesturlands
Íslandsmeistaramótaröðinni í klifri
lauk nýverið í Klifurhúsinu í Reykja-
vík. Eins og áður fjölmenntu ÍA
klifrarar á lokamótið og stóðu sig
með prýði. Í unglingaflokki klifraði
Brimrún Eir Óðinsdóttir fyrir ÍA.
Fyrir mótið var hún í öðru sæti og
þurfti því að klifra vel til að verja sitt
sæti. Hún lauk keppni með 147 stig-
um sem nægði henni í annað sætið á
mótinu á eftir Gabríelu Einarsdótt-
ur sem hefur haldið forystu frá byrj-
un mótaraðarinnar. Þar með hef-
ur Brimrún Eir tryggt Klifurfélagi
ÍA annað sæti í keppni um Íslands-
meistaratitilinn og þátttökurétt á
Bikarmeistaramóti Íslands sem hald-
ið verður í apríl, en sex efstu kepp-
endurnir fá þátttökurétt á því móti.
þs
Brimrún Eir tryggði sér silfur
á Íslandsmeistaramóti