Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Side 2

Skessuhorn - 03.05.2017, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 20172 Átakinu Hreinsum Ísland var hrundið af stað af Landvernd á Degi umhverfisins 25. apríl sl. Þetta árið er sérstaklega vakin at- hygli á hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Átakið stendur til 7. maí og eru Vest- lendingar og landsmenn allir hvattir til að leggja sitt af mörkum við hreinsun nátt- úrunnar. Sérstök athygli er vakin á Strand- hreinsunardeginum á Snæfellsnesi næst- komandi laugardag. Hægur vindur, víða léttskýjað og hiti á bilinu 13 til 20 stig næstu þrjá daga; fimmtudag, föstudag og laugardag. Hlýj- ast inn til landsins en sums staðar sval- ara í þokulofti við sjávarsíðuna. Hæg suð- vestanátt á föstudag, skýjað við vestur- strönd landsins en annars yfirleitt léttskýj- að. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast inn til sveita fyrir norðan. Á mánudag er útlit fyrir vestanátt með vætu á köflum og kólnandi veðri. „Ætlar þú að fylgjast með fótboltanum í sumar,“ var spurningin sem borin var upp á vef Skessuhorns í liðinni viku. „Nei, örugglega ekki“ sögðu flestir, eða 46%. „Já, tvímælalaust“ sögðu 25% og 23% sögðu „já, af og til“. „Veit það ekki“ sögðu fæst- ir, eða 5%. Í næstu viku er spurt: „Hvernig finnst þér að salernisrúllan eigi að snúa?“ Dalakonan Christine Sarah Arndt, eða Stína eins og hún er kölluð, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hún hefur skráð sig til keppni í Mongol Derby, einhverri erfiðustu og líkast til hættuleg- ustu kappreiðum heims sem fram fer í ágúst næstkomandi. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Ráðnar í stöður skólastjóra HVALFJ.SV: Á fundi sveit- arstjórnar Hvalfjarðarsveitar 25. apríl síðastliðinn var sam- þykkt að ráða Eyrúnu Jónu Reynisdóttur í stöðu skóla- stjóra leikskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborg, frá og með 1. ágúst 2017 og Sigríði Láru Guð- mundsdóttur í stöðu skóla- stjóra grunnskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðar- sveitar, Heiðarskóla, frá og með 1. ágúst 2017. -mm Stofnmat og ráðgjöf vegna rækju SNÆFELLNES: Hafrann- sóknastofnun hefur gefið út ráðleggingar um að leyfð- ar verði veiðar á 698 tonn- um af rækju við Snæfellsnes á tímabilinu frá 1. maí 2017 til 15. mars 2018. „Stofnvísitala rækju við Snæfellsnes var und- ir meðallagi og mældist minna af rækju í Breiðafirði en und- anfarin þrjú ár. Lítið var af fiski á slóðinni,“ segir í til- kynningu frá Hafró. -mm Tveir sviptir ökuleyfi VESTURLAND: Á mánu- dagskvöld var ökumaður sem leið átti um Vesturlandsveg stöðvaður á 150 km/klst. Var ökumanninum gerð grein fyr- ir því að sektin fyrir brot hans væri 130 þúsund krónur, einn mánuður í ökuleyfissviptingu og þrír punktar í ökuferilsskrá. Fyrir helgi var annar ökumað- ur stöðvaður fyrir að aka á 148 km/klst í umdæmi Lögregl- unnar á Vesturlandi og á hann von á sömu refsingu. Fram kemur í dagbók lögreglunn- ar að 43 aðrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of geyst um vegi umdæmisins síðustu vikuna. Tvö minniháttar um- ferðaróhöpp urðu í embættinu og sluppu ökumenn og farþeg- ar án meiðsla. Einn ökumaður var stöðvaður fyrir að aka ölv- aður og annar fyrir að aka und- ir áhrifum ávana- og fíkniefna. Reyndist sá síðarnefndi einnig vera sviptur ökuréttindum og með lítilræði af fíkniefnum í vörslu sinni. -kgk Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Um þessar mundir er í undibúningi ferðaþjónustuverkefni sem byggir á sagnaarfi sögualdarinnar í Dölum. Verkefnið er ekki fullmótað enn sem komið er, en áætlað er að það muni fela í sér sögualdarsýningu sem sett verður upp í Leifsbúð í Búðardal. Fjármögnun verkefnisins er í fullum gangi. Til dæmis fékkst styrkur til verkefnisins að verðmæti ein milljón króna þegar úthlutað var úr Uppbyggingarsjóði Vestur- lands í síðasta mánuði. Þessa dag- ana og vikurnar standa yfir viðræð- ur við fjárfesta. „Verið er að ræða um þessar mundir við hugsanlega fjárfesta og unnið að endurgerð áætlana í sam- ráði við þá,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, í samtali við Skessuhorn. „Við erum þokka- lega bjartsýn á þetta verkefni eins og staðan er núna en þó er ekk- ert í höfn,“ segir Sveinn. Hann kveðst ekki geta greint nánar frá verkefninu að svo stöddu þar sem engu hafi verið slegið föstu um umfang þess eða hvernig það mun endanlega líta út. „Áætlanirnar hafa breyst nokkuð ört undanfarn- ar vikur, í samráði við hugmyndir hugsanlegra fjárfesta. Því get ég ekki sagt til um hvað mun endan- lega felast í þessu, enn sem komið er. Við eigum von á að funda með fjárfestum hér í Búðardal fljótlega og vonandi munu línurnar skýrast frekar að þeim fundi loknum,“ seg- ir Sveinn Pálsson að lokum. kgk Undirbúa ferðaþjónustuverkefni tengt söguöldinni Áætlað er að verkefnið muni fela í sér sögualdarsýningu í Leifsbúð í Búðardal. Ljósm. úr safni/ sm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefur ákveð- ið að fjölga veiðidögum á grá- sleppu á yfirstandandi vertíð um tíu daga. Í stað 36 daga vertíð verð- ur veiðitímabilið 46 dagar. Reglu- gerð þar að lútandi verður gef- in út miðvikudaginn 3. maí. Þetta er gert vegna óvenjulega dræmr- ar veiði við strendur landsins. 157 veiðileyfum var úthlutað í vor og geta menn veitt allt að 6355 tonn á vertíðinni samkvæmt veiðiráðgjöf Hafró. Sú ráðgjöf verður óbreytt þótt veiðidögum verður fjölgað. Þar sem fjölgun veiðidaga var til- kynnt seint höfðu nokkrir gráslep- pusjómenn þegar tekið upp netin og stefna á strandveiðar. Kristján Helgason er einn af þeim sem gert hefur út á grá- sleppuveiðar í vor. Hann rær einn á báti sínum Karli Magnúsi SH frá Ólafsvík. Að sögn Kristjáns er þessi vertíð eins slæm og þær gerast verstar orðið; stöðug ótíð og brælur og hefur það haldist í hendur við dræma veiði. Hann kveðst þó ætla að halda ótrauður áfram í þeirri von að rætist úr með veður og aflabrögð. Þess má geta að þegar fréttaritari Skessuhorns ræddi við Kristján á kajanum síð- asta sunnudag, var hann ekki bú- inn að frétta um fjölgun veiði- daga. mm/af Ráðherra bætir tíu dögum við grásleppuvertíðina Kristján Helgason var að koma með hálft tonn af grásleppu til hafnar í Ólafsvík þegar rætt var við hann á föstudaginn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.