Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 03.05.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 20176 Skagamenn mæta Hafnfirðingum RUV: Síðastliðið föstudagkvöld varð ljóst hvaða fjögur sveitarfé- lög keppa í undanúrslitum Út- svars, spurningakeppni RUV í sjónvarpinu. Jafnframt var dreg- ið um hvaða lið etja kappi. Akra- nes keppir næstkomandi föstu- dag, þann 5. maí, við Hafnar- fjörð í fyrri undanúrslitaþætt- inum. Í þeim síðari mætast lið Fjarðabyggðar og Grindavík. Sigurvegarar í þessum tveimur viðureignum keppa loks til úr- slita. -mm Þunga- takmarkanir á hálendisvegum LANDIÐ: Þegar frost er að fara úr jörð getur jarðvegur orð- ið býsna gljúpur og viðkvæmur. Þetta á m.a. við um lélega mal- arvegi og frumstæða slóða líkt og víða eru á hálendinu. Akst- ur er þá bannaður til að koma í veg fyrir skemmdir, bæði á veg- unum sjálfum og landi og gróðri sem geta skemmst illa ef ekið er út fyrir veg. Akstursbann hefur nú verið sett á fáeina vegi eins og sjá má á færðarkorti Vega- gerðarinnar. Til dæmis er ás- þungi takmarkaður við tvö tonn á Bíldudalsvegi (63) milli Bíldu- dals og Dynjandisheiðar en sjö tonn á Vestfjarðavegi (60) milli Flókalundar og Þingeyrar. Þá eru ýmsir fjallvegir lokaðir, t.d. yfir Kaldadal. -mm Tillaga um takmarkanir í ferðaþjónustu DALIR: Á síðasta fundi sveitar- stjórnar Dalabyggðar var lögð fram tilllaga sem Svavar Garð- arsson sendi sveitarstjórn með tölvupósti með ósk um að hún yrði borin upp á fundinum. Til- lagan var svohljóðandi: ,,Vegna viðvarandi skorts á íbúðarhús- næði í Búðardal, verði til tveggja ára í senn ekki veitt leyfi fyrir út- leigu íbúðarhúsnæðis til rekst- urs ferðaþjónustu nema á sama tíma sé heimilishald í íbúðinni og um væri að ræða útleigu auka herbergja.“ Niðurstaða sveitar- stjórnar var sú að skipa vinnu- hóp til að skoða tillögu Svav- ars, meðal annars með tilliti til lögmætis slíkra takmarkana en einnig þörf. Hópnum er ætlað að skila áliti sínu fyrir júnífund sveitarstjórnar. -kgk Óvissa um orlofsuppbót LANDIÐ: Alþýðusamband Ís- lands lýsir yfir miklum áhyggj- um af þeirri óvissu sem uppi er um orlofsuppbót almanna- trygginga til lífeyrisþega. „Venj- an er að ráðherra gefi út reglu- gerð um áramót um orlofs- og desemberuppbót á kom- andi ári. Reglugerðin fyrir árið 2017 hefur enn ekki verið und- irrituð. Þessi óvissa fyrir eldri borgara og öryrkja er algjörlega óþolandi og ráðherra verður að kippa þessu í liðinn strax,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. -mm Gísli Karel tímabundið yfir skipulagssvið BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar 27. apríl sl. var ákveðið að ganga til samninga við Gísla Karel Halldórsson, verkfræð- ing og forstöðumann skrif- stofu Verkís í Borgarnesi, um að taka tímabundið við stöðu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs í Borgar- byggð. Um er að ræða hluta- starf sem mun standa yfir í átta mánuði eða fram til næstu ára- móta. Einnig var samþykkt að Verkís kæmi þar til viðbótar með sérfræðiþekkingu í 20% starfshlutfall sem mun fyrst og fremst nýtast við vinnslu og úrlausn verkefna sem tengj- ast skipulags- og byggingar- málum. -mm Vorhreinsun í gangi AKRANES: Akraneskaup- staður beinir þeim tilmælum til íbúa að taka höndum sam- an um vorhreinsun í bæjar- félaginu og gera það hreint og snyrtilegt. Sérstakt átak í þá veru stendur yfir frá 29. apríl til og með 7. maí. „Bæjarbú- ar, ungir sem aldnir, eru hvatt- ir til að fagna vori og taka þátt í hreinsun og fegrun lóða og umhverfis í þágu allra bæjar- búa,“ segir í auglýsingu. Gám- ar verða settir á ákveðna staði á þessum tíma og geta íbúar og fyrirtæki skilað þar endur- gjaldlaust því sem tínt verð- ur upp. Ætlast er til að sorp sé flokkað og verða gámar merktir með viðeigandi flokk- unarmerkjum. Aldraðir og ör- yrkjar geta óskað eftir að fá að- stoð við að sækja staka, þunga eða stóra hluti. Allar nánari upplýsingar er að finna á akra- nes.is. -mm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhenti á föstu- daginn umhverfisverðlaunin Kuð- unginn fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Það var Endurvinnslan sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru nemendur í Ártúnsskóla í Reykja- vík og Lýsuhólsskóla - Grunnskóla Snæfellsbæjar útnefndir Varðliðar umhverfisins. Framúrskarandi verkefni Nemendur í Lýsuhólsskóla settu á síðasta ári upp sýningu í Salthúsinu á sjávarbakkanum í Malarrifi í sam- vinnu við þjóðgarðinn Snæfells- jökul. Nemendur öfluðu upplýs- inga um staðinn með viðtölum og settu þær fram á fjölbreyttan hátt, svo sem á sérbúnum flettispjöldum, á skiltum úr dagblaðapappa í formi saltfisks og í sérstöku fugla-minn- isspili fyrir yngstu sýningargest- ina. Fróðleikur um Lóndranga, álfa og tröll var útlistaður með mynd- rænum hætti og náttúruleg efni nýtt eins og hægt var, efni endur- unnið og endurnýtt og t.a.m. voru hillur undir sýningargripi smíð- aðar úr flutningsbrettum. Í sér- stöku framhaldsverkefni greindu nemendur gestabók sýningarinn- ar út frá heimalöndum gesta og settu fram niðurstöðurnar í súluriti og á heimskorti með ferðaleiðum gestanna auk þess sem unnin voru kynningarspjöld um lönd og menn- ingu gestanna. Segir í umsögn val- nefndar að um sé að ræða; „fram- úrskarandi verkefni þar sem börn- in rannsökuðu eigin átthaga út frá umhverfi, sögu og menningu og komu sinni sýn á umhverfið á fram- færi við gesti frá öllum heimshorn- um með skapandi hætti.“ Viðurkenningarnar til Ártúns- skóla, Endurvinnslunnar og Lýsu- hólsskóla voru afhentar á hátíðarat- höfn sem haldin var á föstudaginn í Hannesarholti í Reykjavík. mm Lýsuhólsskóli útnefndur Varðliði umhverfisins Nemendur Ártúnsskóla til vinstri og Lýsuhólsskóla til hægri, ásamt kennurum. Ráðherra er fyrir miðri mynd. Svipmyndir úr verðlaunasýningunni í Malarrifi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.