Skessuhorn


Skessuhorn - 03.05.2017, Qupperneq 31

Skessuhorn - 03.05.2017, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Pepsi deild karla í knattspyrnu hófst á sunnudag með þremur leikjum. Á Akranesi tók ÍA á móti Íslandsmeist- urum FH í upphafsleik mótsins og urðu Skagamenn að játa sig sigraða í fjörugum leik, 2-4. FH-ingar byrjuðu af krafti, fengu dauðafæri eftir aðeins þrjár mínútur eftir laglegt þríhyrningaspil í víta- teig Skagamarnna en skotið fór yfir. Gestirnir voru mun sterkari í byrj- un leiks og komust yfir á 15. mínútu þegar Steven Lennon skoraði beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Bolt- inn hafði viðkomu í varnarveggnum áður en hann söng í netinu. Gestirnir voru áfram sterkari og það var gegn gangi leiksins þegar ÍA jafnaði eftir hálftíma leik. Eftir fyrir- gjöf frá hægri fór Gunnar Nielsen, markvörður FH-inga, í skógarhlaup og boltinn barst út í teiginn á Albert Hafsteinsson. Albert valdi þann kost að senda hann fyrir á Tryggva Hrafn Haraldsson sem skallaði hann auð- veldla í netið og staðan 1-1. Þremur mínútum síðar áttu FH- ingar skelfilega sendingu til baka og Albert náði boltanum. Viðstöðulaust sendi hann snyrtilega sendingu inn fyrir vörn FH-inga á Tryggva sem vippaði boltanum yfir markvörðinn og kom ÍA yfir, 2-1. Aðeins tveimur mínútum eftir að ÍA komst yfir jöfnuðu Íslandsmeist- ararnir. Halldór Orri Björnsson átti sendingu fyrir markið sem varnar- menn ÍA skölluðu frá. Boltinn féll fyrir fætur áðurnefnds Steven Len- non vinstra megin í teignum og hann smellti honum viðstöðulaust í markhornið fjær og staðan jöfn til hálfleiks, 2-2. Síðari hálfleikur byrjaði fremur rólega en fjörið átti eftir að halda áfram. Liðin fengu sitt hvort dauða- færið áður en næsta mark kom. Og það var FH-inga. Eftir laglega sókn átti Jonathan Hendrickx frábæra fyrirgjöf frá hægri sem Kristján Flóki Finnbogason skallaði af krafti í slána og inn. Gestirnir voru sterk- ara lið vallarins það sem eftir lifði og komust í 2-4 á 78. mínútu eftir góð- an samleik. Atli Guðnason var með boltann fyrir utan teig Skagamanna, renndi honum til hægri í teiginn á nafna sinn Atla Viðar Björnsson sem þurfti ekkert að gera en senda hann fyrir markið á galopinn Steven Len- non sem innsiglaði þrennuna og 2-4 sigur FH-inga. Næst leikur ÍA gegn Val mánu- daginn 8. maí. Sá leikur fer einnig fram á Akranesi og hefst kl. 19:15. kgk Skagamenn töpuðu í fjörugum leik Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði bæði mörk Skagamanna. Ljósm. gbh. Fyrir leik var gullaldarliðs ÍA minnst með stuttri tölu og síðan mínútu þögn. Í fram- haldinu var Ármann Smári Björnsson heiðraður. Hann var fyrirliði ÍA síðustu ár en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla fyrir sumarið. Fyrstu leikir Pepsi deildar karla í knattspyrnu þetta sumarið voru leikn- ir á sunnudag. Víkingur Ó. mætti Val á Valsvellinum í Reykjavík. Róðurinn var þungur fyrir Ólsara stærstan hluta leiksins og urðu þeir að lokum að sætta sig við tap, 2-0. Valsmenn byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og gerðu sig líklega strax í upphafi en náðu ekki að gera sér mat úr færum sínum. Valsarar fengu dauðafæri á 32. mínútu þegar Kristinn Ingi Halldórsson komst einn í gegn en skot hans yfir markið. Skömmu síðar átti Einar Karl Ingvarsson þrumuskot sem small í þverslánni og stuttu fyrir hálfleik björguðu Ólsarar á marklínu eftir hornspyrnu. Leikmenn Víkings máttu prísa sig sæla að vera ekki und- ir í hléinu því heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik á meðan Vík- ingar fundu ekki fjölina sína. Leikmenn Víkings voru líflegri í upphafi síðari hálfleiks. Þeir náðu hættulegri sókn þegar Alfreð Már Hjaltalín gaf fyrir á Alonson Sanchez sem náði að snúa í teignum en varnar- maður Vals komst fyrir hann og bjarg- aði í horn. Næstu færi áttu Valsarar, meðal annars þrumuskot sem Christi- an Martinez varði glæsilega í horn. En eitthvað varð undan að láta og á 65. mínútu komst Valur yfir. Löng sending meðfram jörðinni frá hægri rataði inn í teiginn. Sóknarmaður Vals missti af boltanum en truflaði Christi- an í markinu og Dion Acoff þurfti ekk- ert annað að gera á fjærstönginni en að stýra boltanum í netið. Eftir mark- ið róaðist leikurinn aðeins. Víkingar skiptu inn á og breyttu leikskipulag- inu lítillega til að reyna að hleypa lífi í sóknarleikinn. Það bar hins vegar ekki árangur. Guðmundur Steinn Haf- steinsson átti ágætan skalla að marki eftir fyrirgjöf Emir Dokara en olli markverði Vals engum vandræðum. Á 85. mínútu innsigluðu Valsmenn síðan sigurinn. Þeir geystust upp í skyndisókn eftir hornspyrnu Víkings. Sveinn Aron Guðjohnsen átti góðan sprett, lagði boltann á Nikolaj Hansen sem skaut í stöng en náði frákastinu sjálfur og skoraði. Skömmu síðar voru Víkingar hársbreidd frá því að minnka muninn þegar Guðmundur Steinn átti góðan skalla sem small í stönginni. En allt kom fyrir ekki og Valur hafði sigur, 2-0. Næsti leikur Víkings fer fram sunnudaginn 7. maí þegar liðið mæt- ir KR á Ólafsvíkurvelli. Hefst hann kl. 19:15. kgk/ Ljósm. úr safni. Víkingar fundu sig ekki gegn Val Keflavík varð á miðvikudag Ís- landsmeistari í körfuknattleik kvenna eftir sigur á Snæfelli í fjórða leik liðanna í úrslitaviður- eigninni. Keflavík hafði yfirhönd- ina frá fyrstu mínútu og gaf aldrei færi á sér. Þær sigruðu að lokum 70-50 og viðureignina þar með 3-1. Það voru því Keflvíkingar sem lyftu Íslandsmeistarabikarnum að leik loknum. Gangur leiksins Keflavík átti algjöra draumabyrj- un í leiknum. Liðið setti tvo þrista í jafn mörgum skotum og komst í 16-4 forystu þegar upphafsfjórð- ungurinn var hálfnaður. Keflavík- urkonur voru ákveðnari, sóttu fast á körfuna og spiluðu þétta vörn í fyrsta leikhluta og fyrir vikið leiddu þær 28-16 að honum loknum. Jafnræði var með liðunum í öðr- um leikhluta en Snæfelli gekk illa að höggva í forskot Keflavíkurliðs- ins. Ellefu stigum munaði í hálf- leik, Keflavík leiddi 42-31. Þriðji leikhluti var keimlíkur öðr- um og jafnt á með liðunum. Snæ- felli tókst ekki að minnka muninn að ráði en á sama tíma náði Keflavík aldrei að stinga af. Forskot heima- liðsins var átta stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 55-47. Eygðu Snæfellskonur því enn möguleika á sigri fyrir lokafjórðunginn, þurftu aðeins níu stiga sveiflu í leiknum til að ná forystu. Spennustigið í leiknum var orð- ið ansi hátt og taugar leikmanna þandar til hins ýtrasta. Hvorugt lið setti stig á töfluna fyrstu þrjár mínúturnar í fjórða leikhluta en eftir það tóku Keflavíkurkonur að bæta við forskotið hægt og sígandi. Snæfell átti afar erfitt uppdráttar í lokafjórðungnum og tókst ekki að skora stig gegn ógnarsterkri vörn Keflavíkur fyrr en tvær mínútur lifðu leiks. Þá var forskot Keflavík- ur að nálgast 20 stig. Úrslit leiksins ráðin voru ráðin og ljóst að Snæfell næði ekki að knýja fram oddaleik. Keflavík sigraði, 70-50 og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitil- inn. Snæfell hitti illa Jafnt var á með liðunum í flest- um tölfræðiþáttum en skotnýting Keflavíkur var mun betri í leiknum. Liðið hitti úr 42% allra skota sinna en Snæfell var aðeins með 27% skotnýtingu og það vegur þungt í leik sem þessum. Gefur það jafn- framt vísbendingu um afar góðan varnarleik nýkrýndra Íslandsmeist- ara. Hvað varðar tölfræði einstakra leikmanna var Aaryn Ellenberg stigahæst í liði Snæfells með 20 stig og tók hún 9 fráköst að auki. Bryn- dís Guðmundsdóttir var með 9 stig og 9 fráköst og Berglind Gunnars- dóttir með 8 stig og 5 fráköst en aðrar höfðu minna. Ariana Moorer fór mikinn í liði Keflavíkur með 29 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar. Thelma Dís Ágústsdóttir var með 13 stig, tók 7 fráköst og 5 stoðsendingar og Em- ilía Ósk Gunnarsdóttir var með 12 stig. Stolt af liðinu Þrátt fyrir tap getur Snæfell vel við unað. Liðið var að leika í fjórða skiptið í röð í úrslitum og er sannkallað stórveldi í íslenskum kvennakörfuknattleik, en Snæfell hafði sem kunnugt er hampað Ís- landsmeistaratitlinum þrjú ár í röð fyrir leikinn á miðvikudag. Titill- inn varð ekki þeirra þetta árið og öllu keppnisfólki svíður tapið. „Ég er ofboðslega svekktur að hafa tap- að, ég er mikill keppnismaður og við erum öll miklir keppnismenn,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálf- ari Snæfells, í samtali við karfan.is eftir leik. „En ég er ótrúlega stolt- ur af liðinu og því sem við gerðum. Við náðum erfiðasta titlinum, náð- um að verða deildarmeistarar og mér finnst þetta þrekvirki miðað við hvernig hlutirnir eru hjá okkur. Þetta er erfiðasti veturinn, mikið búið að ganga á og liðið ekki geng- ið heilt til skógar en ég er ógeðslega stolt- ur af hvað stelpurnar eru búnar að leggja á sig og fórna sér fyrir Snæfell. Ég get ekki hrósað mínu fólki nógu vel,“ bætti hann við. Hann sagði að liðið þyrfti aðeins að fá að jafna sig en síðan yrði farið að leggja drög að næsta vetri. „Ég ætla að grenja eftir nokkra daga, en svo hefst bara undirbúningur fyrir næsta tíma- bil,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson. Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyr- irliði Snæfells, hrósaði Keflavíkur- liðinu fyrir góðan leik. „Þær eiga hrós skilið, þær gerðu ótrúlega vel og stoppuðu okkur í öllum okk- ar aðgerðum á meðan við höfð- um engin svör,“ sagði hún og kvast stolt af Snæfelli. „Ég er rosa stolt af okkar liði. Við vorum að spila í úrslitum fjórða árið í röð og það tekur það enginn af okkur,“ sagði Gunnhildur. kgk/ Ljósm. þe. Snæfell missti af titlinum Gunnhildur Gunnarsdóttir í lokaleik Íslandsmótsins síðasta miðvikudag. Snæfellskonur voru svekktar með tapið þegar þær tóku á móti silfurverðlaun- unum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.