Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Page 1

Skessuhorn - 25.10.2017, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 20. árg. 25. október 2017 - kr. 750 í lausasölu Loratadin LYFIS - fæst án lyfseðils Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Pétur Geirsson SK ES SU H O R N 2 01 7 Vökudagar á Akranesi 26. okt. – 5. nóv. Nánari upplýsingar um alla viðburði á www.akranes.is Hvað ungur nemur, gamall temur, gæti þessi mynd heitið. Á tíu ára afmæli leikskólans Uglukletts í Borgarnesi síðatliðinn föstudag var margt um manninn. Hér er gripið í perlur og liti í afmælinu. Sjá nánar bls. 17. Ljósm. kgk. Laugardaginn 28. október verða kosningar til Alþingis. Á lands- vísu bjóða allt af ellefu framboð fram krafta sína en hér í Norð- vesturkjördæmi eru þau níu. Skoð- anakannanir sem birtar hafa verið undanfarið sýna mikla hreyfingu á fylgi flokka milli kosninga og jafn- vel vikna. Skessuhorn í dag er að stórum hluta tileinkað kosningun- um. Bæði er rætt við fulltrúa þeirra flokka sem bjóða fram í kjördæminu og þá er fjöldi greina frá frambjóð- endum og stuðningsmönnum. Loks eru upplýsingar frá flestöllum sveit- arfélögum um hvar og hvenær kjör- staðir verða opnir. Skessuhorn hvet- ur alla til að nýta stjórnarskrárvar- inn rétt sinn og nýta atkvæðisrétt- inn. mm Kosið á laugardaginn Þær Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum og Ingibjörg Björnsdótt- ir frá Háafelli í Skorradal sýsla ýmislegt saman og kalla sig þá gjarnan Heimasæturnar í fram- dalnum. Í fersku minni er þegar þær snemma í sumar komu him- brima til bjargar í hólma innst í Skorradalsvatni þegar vatnsborð- ið hækkaði svo mikið að nærri flaut yfir hreiðrið. Tóku þær sig til og byggðu undir það. Aðgerð- in tókst fullkomlega og úr eggj- um komu tveir sprækir ungar. Á stefnumóti matarframleiðenda í síðustu viku kynntu heimasæt- urnar fyrir öðrum matgæðing- um og framleiðendum á Vest- urlandi reyktan og grafinn sil- ung sem þær verka. Eru þær að feta sín fyrstu spor í framleiðsl- unni og var þetta frumkynning á vörunni. Kveðast þær þó viss- ar um geymsluþolið: „Silungur- inn rennur ekki út, fremur en við heimasæturnar,“ sögðu þær og hlógu. Nánar um stefnumót matarframleiðenda á bls. 22. Heimasæturnar í framdalnum Starfsstöð Fiskmarkaðs Íslands á Akra- nesi var lokað nú um miðjan október- mánuð. Að sögn Arons Baldurssonar, framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Íslands, er ástæða lokunarinnar einfaldlega sú að starfsemin bar sig ekki. „Umsvif eru mjög lítil og starfsemin stóð ekki und- ir sér og framtíðarhorfur óljósar,“ seg- ir Aron í samtali við Skessuhorn. „Eft- ir sem áður var á þriðja mánuð reynt eins og frekast var unnt að halda uppi þjónustustigi á Akranesi með breyting- um á fyrirkomulagi en án árangurs. Aft- ur á móti vona ég að viðskiptavinir Fisk- markaðs Íslands á Akranesi hafi tök á því að nýta sér þjónustu markaðsins í nálæg- um höfnum þar sem við höfum starf- semi. Okkur þykir afskaplega leitt að hafa þurft að loka, en það var því miður óhjákvæmilegt,“ bætir Aron við. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnar- stjóra Faxaflóahafna, standa yfir viðræð- ur við tvo aðila sem hafa áhuga á því að koma að löndun afla á Akranesi frá ára- mótum. Þessa dagana segir hann unnið að því að tryggja löndun næstu mánuði. „Það stefnir í að um áramótin verði tveir kaupendur á fiski komnir af stað með sína starfsemi og báðir eru þeir tilbúnir að leggja málinu lið. Um þessar mund- ir er verið að leita leiða til að brúa bil- ið til áramóta,“ segir Gísli í samtali við Skessuhorn. Fyrir helgi áttu Faxaflóahafnir fund með bæjaryfirvöldum og þeim tveim- ur fiskkaupendum sem hafa áhuga á að koma að starfseminni frá áramótum. Hann segir að þeim viðræðum verði haldið áfram. „Næsta skref er fundur um framhaldið með hagsmunaðilum, það er að segja trillusjómönnum á Akra- nesi. Þar munum við ræða löndun á afla á Akranesi til framtíðar og hvernig við getum brúað bilið næstu mánuðina,“ segir Gísli. „Við viljum að aðstaðan verði eins góð og kostur er og að hún muni draga að fleiri sem vilja landa sín- um afla á Akranesi. Eins og augljóst er þá er nóg pláss til slíkra athafna á Akra- nesi og aðstaðan góð,“ segir Gísli Gísla- son að endingu. kgk Fiskamarkaði Íslands á Akranesi lokað Þorski landað á Akranesi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.