Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Side 4

Skessuhorn - 25.10.2017, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Þurfa að uppfylla að minnsta kosti fimm boðorð Næsta laugardag förum við á kjörstað jafnvel þótt bíllinn sé varla orðinn kaldur eftir síðustu ferð. Enn á ný skal freista þess að fá skarpari línur í stjórnmálin. Vonandi verður eftir kosningar hægt að mynda starfhæfa rík- isstjórn sem endist í fjögur ár. Ég spái því að þessar kosningar verði sögu- legar. Einkum óttast ég að kjörsókn verði lítil. Kannski meiri en í kosning- um til stjórnlagaþings, en minni en við eigum að venjast í kosningum til Alþingis. Fyrir það fyrsta held ég að stór hluti ungra kjósenda muni snið- ganga þessar kosningar. Almennt er lítill áhugi fyrir stjórnmálum í þeirra röðum og fátt sem heillar. Þeir miðlar sem ungt fólk notar mest, snúast ekki um stjórnmál og eru síst að kveikja áhuga fyrir umræðu um þau. Auðvitað er grafalvarlegt ef ungt fólk sýnir kosningum lítinn áhuga, en að vissu leyti skil ég það vel. Hjá eldra fólki gætir svo kosningaþreytu. Fólk sem ég hef rætt við að undanförnu segist vera í miklum vandræðum með að gera upp hug sinn. Það vill kjósa en sér ekki afgerandi mun milli stefnu flokkanna og oftar en ekki er fólk farið að vega og meta hversu mikið eða lítið spilltir til- teknir stjórnmálamenn eru. Umræðan snýst þannig ekki um málefni, held- ur oftar en ekki um menn. Það er að sjálfsögðu grafalvarlegt þegar traust í garð stjórnmálamanna er laskað og kannski hin raunverulega ástæða fyrir að fólk forðast að ræða stjórnmál við kaffiborðið eða á vinnustöðum. Í kosningunum nú höfum við val um að sveigja til vinstri, eða hægri, nú eða aðhyllast flokka sem telja sig vera á miðju litrófsins. Reyndar held ég að það sé enginn flokkur raunverulega á miðju. Við höfum annað hvort vinstri flokka sem berjast fyrir félagslegum jöfnuði eða hægri flokka sem leggja áherslu á að einstaklingurinn uppskeri eins og hann sáir. Einkenni þeirra til vinstri er að skattleggja til að samneyslan verði hlutfallslega mikil, á með- an þeir sem til hægri eru aðhyllast lægri skatta, frjálsræði á sem flestum sviðum og að hver og einn bjargi sér sem best hann getur. Þeir vilja einka- væða heilbrigðiskerfið, selja bús í mjólkurbúðum og draga úr miðstýringu. Flokkar sem skilgreina sig á miðju reyna svo að telja okkur trú um að með því að blanda saman því besta úr áherslum vinstri og hægri flokka fáist hinn dásamlegi jöfnuður, meðaltal hins góða. Slíkir flokkar hafa í gegnum tíð- ina ratað í ríkisstjórnir og taka þá pólitíska afstöðu með meðreiðarsveinum sínum hverju sinni. Ég held að þegar öllu er á botninn hvolft eigi fólk að mynda sér skoðun út frá eigin hagsmunum, hverjir sem þeir eru. Við kjósum auðvitað út frá eigin buddu því enginn annar gerir það fyrir okkur. Auðvitað er mismun- andi hvaða hagsmunir það eru. Fyrir suma er mikilvægast að bæta vegi og fjarskipti, meðan aðrir kjósa að hafa heilbrigðismálin í lagi, nú eða öfl- ugt menntakerfi, réttlátt vaxtaumhverfi eða sanngjarna stýringu auðlinda. Sumir hugsa í núinu meðan aðrir sjá hlutina í víðara samhengi og til lengri tíma, svo sem að bæta okkur í umhverfismálum landinu og afkomendum okkar til góða. Þessar haustkosningar snúast í mínum huga fyrst og fremst um traust og trúverðugleika. Þær snúast um að við veljum stjórnmálamenn til forystu sem við treystum til að snúa bökum saman, mynda starfhæfa ríkisstjórn og vinna landinu vel. En, þeir verða allir sem einn, að hætta að láta persónur og leikendur á þingi skipa stærra hlutverk en málin sem til úrlausnar eru hverju sinni. Það er ekki pláss fyrir spillingu eða óeðlilega foryngjadýrkun í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna er kosið um traust og heiðarleika. Veit ekki með ykkur, en ég hef tekið þá afstöðu að velja þann flokk sem stýrt er af manneskju sem ég held að geti með góðu móti uppfyllt hið minnsta fimm af boðorðunum tíu. Ef fleiri en einn verða þá eftir, mun ég einangra hópinn þar til einn verður eftir. Magnús Magnússon Leiðari Í framtíðinni gæti risið vindorku- garður með allt að 40 vindmyll- um í landi Hróðnýjarstaða í Laxár- dal í Dölum. Sveitarfélagið Dala- byggð og eigendur fyrirtækisins Storm Orku ehf. undirrituðu sam- starfs- og viljayfirlýsingu þess efnis fyrr í haust. Sveinn Pálsson, sveit- arstjóri Dalabyggðar, segir málið á frumstigi. „Búið er að skrifa undir þetta samkomulag, en það snýr að- allega að skipulagsmálum, það er að segja að sveitarfélagið lýsir því yfir að unnið verði að þeim mál- um með eðlilegum hætti. Þá höfum við sammælst um að halda íbúafund þar sem verkefnið verður kynnt. Sá fundur hefur ekki verið dagsettur en við horfum til nóvembermán- aðar í því samhengi,“ segir Sveinn í samtali við Skessuhorn. Málið er nú á borði umhverfis- og skipulagsnefndar Dalabyggð- ar. „Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur verið falið að undirbúa breyt- ingar á aðalskipulagi, sem ná með- al annars til þessa verkefnis. Um- hverfismat mun að hluta til verða gert samhliða þeirri vinnu. Málið mun síðan koma til umfjöllunar bæði hjá umhverfis- og skipulags- nefnd og sveitarstjórn eftir því sem því vindur fram,“ segir Sveinn en ítrekar að málið sé enn á frumstigi og ekki víst hvort vindorkugarður verði að veruleika. Bæði umhverfis- og skipulagsnefnd og sveitarstjórn hafi til að mynda fullan rétt til að hafna skipulagsbreytingunum. Það mun því ekki koma í ljós fyrr en síð- ar hvort vindorkugarður rís í landi Hróðnýjarstaða í framtíðinni. Sveinn segir fleiri hafa sýnt því áhuga að reisa vindorkugarða í Dalabyggð. „Það hafa fleiri aðilar haft samband við okkur með vind- orkugarða í huga. Það hefur þó ekki verið gert með formlegum hætti, aðeins fyrirspurnir,“ segir Sveinn að endingu. „Ekkert fast í hendi“ Magnús B. Jóhannesson er fram- kvæmdastjóri og eigandi Storm Orku, en eigendur fyrirtækisins keyptu Hróðnýjarstaði í ágúst síð- astliðnum. „Við skoðuðum ýmsa staði á landinu og fundum það út að þarna eru ákveðnar aðstæður fyrir hendi sem okkur leist ágæt- lega á. Hróðnýjarstaðir urðu því fyrir valinu eftir þónokkra skoð- un,“ segir Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Storm Orku, í samtali við Skessuhorn. Aðspurður segir hann ekkert hafa verið ákveð- ið um endanlega stærð vindorku- garðsins, en tekur fram að hann gæti orðið á bilinu 30 til 40 vind- myllur og aflið á bilinu 100 til 130 mW. „Við erum í því núna að kanna hagkvæmni verkefnisins og hvort þetta sé allt saman gerlegt. Svona verkefni tekur tvö til þrjú ár að fullgerast,“ segir hann. „Allt saman er þetta á frumstigi og til skoðunar og ekkert í hendi ennþá. Við stefnum auðvitað að því að verkefnið verði að veruleika nema annað komi í ljós, að eitthvað komi upp á sem við vitum ekki af núna,“ segir Magnús að endingu. kgk Vindorkugarður gæti risið á Hróðnýjarstöðum Vindmylla sem framleiðir rafmagn. Ljósm. Wikimedia Commons. Á aðalfundi Sæljóns, smábátafélags Akraness, sem haldinn var í liðn- um mánuði var samþykkt ályktun þar sem harðlega er mótmælt þeirri ákvörðun að loka svæðum að feng- sælum miðum fyrir grásleppuveiðar í Faxaflóa vegna æðarvarps. „Fund- urinn krefst þess að 4. málsgrein 9. greinar í reglugerð um hrognkelsa- veiðar nr. 202 frá 4. mars 2016 verði tafalaust feld úr gildi,“ eins og seg- ir í ályktun Sæljóns. Í fyrrgreindri reglugerð segir: „Frá 1. apríl til 14. júlí má eigi án leyfis varpeiganda leggja net í sjó nær friðlýstu æðar- varpi en 250 metra frá stórstraums- fjöruborði, sbr. lög um vernd, frið- un og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.“ Á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda nýverið var tekið undir þessa álykt- un félaga í Sæljóni. Í ályktun Sæljóns sagði jafn- framt: „Fjórir æðarbændur nýta varp á litlum hluta þessa svæðis en hafa náð með „lobbýisma“ að koma þessu banni í gegn. Benda má á að athugun fór fram á fjölda æðarfugla sem komu í net en þessi athugun var framkvæmd af sérstökum eft- irlistaðila utan þeirrar skráningar sem grásleppusjómenn sjálfir skrá. Fundurinn telur að skoða þyrfti breytingar á skipulagi grásleppu- veiða er gengu út á það að öll land- svæði byrjuðu veiðar á sama tíma.“ mm Mótmæla lokun á fengsælum grásleppumiðum útaf Mýrum

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.