Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Qupperneq 10

Skessuhorn - 25.10.2017, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 201710 Byggingarstjóri fyrir Grunnskólann í Borgarnesi Umsækjendur um stöðu byggingarstjóra við framkvæmdir við Grunnskólann í Borgar- nesi skulu senda umsókn til Gunnlaugs Júlíussonar, sveitarstjóra Borgarbyggðar. Með umsókn skulu fylgja gögn um nám, starfs- feril og starfsreynslu. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sími: 433-7100, netfang: gunnlaugur@borgarbyggd.is. Umsóknarfrestur er til 5. nóvember nk. Útboð fyrir nýbyggingu Grunnskólans ásamt framkvæmdum við endurnýjun eldra húsnæðis verður auglýst 1. desember 2017. Samið verður við verktaka í ársbyrjun 2018. Framkvæmdin er nokkuð umfangsmikil og gert ráð fyrir þrem framkvæmdaáföngum sem dreifast á árin 2018, 2019 og 2020. Byggingarstjórinn skal uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til bygg- ingarstjóra í byggingarreglugerð. Byggingarstjóra er ætlað að vera trúnaðarmaður Borgarbyggðar, undirbúa og hafa eftirlit með framkvæmdum og kostnaðareftirlit. Borgarbyggð óskar eftir að ráða byggingarstjóra til að fylgjast með nýbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi SK ES SU H O R N 2 01 7 Endurmenntun LbhÍ www.lbhi.is/namskeid • endurmenntun@lbhi.is • 433 5000 Jólagjön úr skóginum Haldið í samstar við IÐUNA fræðslusetur Hvernig væri að hafa jólagjöna í ár, nytja- mun úr skógarefnivið, hannaðan af þér? Haldið 28. október á Reykjum, Ölfusi Húsgagnagerð úr skógarefni I Haldið í samstar við IÐUNA fræðslusetur Á námskeiðinu læra nemendur að setja saman koll og bekk úr því sem til fellur við grisjun skóga. Hefst 11. nóv. á Snæfoksstöðum í Grímsnesi Húsgagnagerð úr skógarefni II Haldið í samstar við IÐUNA fræðslusetur Húsgagnagerð tekin skrenu lengra, nemendur fara mun dýpra í ferlið frá hönnun til vöru. Hefst 17. nóv. á Snæfoksstöðum í Grímsnesi Sauðársæðingar Fjallað um allt er viðkemur sauðár- sæðingum, m.a. gott verkleg, tímasetningar og smitvarnir. Haldið 29. nóvember hjá LbhÍ Borgarrði Haldið 30. nóvember á Stóra Ármóti Hænsnahald – hagur og hamingja! Haldið í samstar við ERL, Eigenda- og ræktendaf. landnámshæna Hvað þarf að hafa í huga er kemur að hænsnahaldi í borg og bæjum? Haldið 3. nóvember hjá LbhÍ í Reykjavík Borgarvistfræði Hvaða áhrif hefur þéttbýlismyndun sem og önnur landnýting á vistker og umhver borga? Er hægt að gera þéttbýlið „náttúrulegra“? Hefst 3. nóvember hjá LbhÍ í Reykjavík Skipulagslögfræði og stjórnsýsluramminn Farið er yr meginreglur stjórnsýslurétt- arins, þar sem að skipulag og byggingar- og framkvæmdaley eru stjórnvaldsákvarðanir. Hefst 4. nóvember hjá LbhÍ í Reykjavík C M Y CM MY CY CMY K BBL_191017.pdf 1 12.10.2017 17:44:42 Í góða veðrinu fyrr í mánuðinum unnu starfsmenn áhaldahúss Snæ- fellsbæjar hörðum höndum við að lagfæra lóðina í kringum leikskól- ann Kríuból á Hellissandi. Eins og sést er afraksturinn glimrandi. mm/ Ljósm. kj Lagfært við Kríuból Síðastliðnar vikur hefur verkefnið Margnota Snæfellsnes meðal ann- ars staðið fyrir fræðslukvöldi og hugmyndasamkeppni. Reynt hef- ur verið að virkja íbúa til þátttöku. Formlega mun verkefninu ljúka í lok þessa mánaðar og er dagurinn í dag tileinkaður þessu átaki sérstak- lega. Það er von verkefnisstjórnar að átak þetta hafi kveikt hugmynd- ir og vakið drifkraft hjá íbúum til að halda áfram að leita margnota lausna í daglegu lífi. „Íbúar mega vera stoltir af því að sýna vilja í verki og það er augljóst að framtíðin er björt. Þó er alltaf hægt að gera bet- ur og margar lausnir í boði,“ seg- ir í tilkynningu. Nefnd eru nokk- ur dæmi um hvernig markmiðum verkefnisins verður náð: • Notum fjölnota poka við öll inn- kaup og fjölnota poka undir laust grænmeti og ávexti. Gott er að geyma pokana á stöðum þar sem þeir gleymast síður, t.d. á hurðahúnum, í veskinu eða bílnum. • Veljum vörur sem ekki er pakkað í óþarflega miklar umbúðir. • Á ferðinni getum við drukkið heita og kalda drykki í fjölnota ferðamál- um. • Nota vaxhúðaða bómullarklúta (Bees-wrap) í stað plastfilmu/poka til að geyma matvæli og undir brauð úr bakaríinu. • Afþökkum sogrör. • Afþökkum fjölpóst hjá Póstinum. • Bjóðum upp á matvæli og drykki í leirtaui í partýinu, á fundinum eða í útilegunni – einnota ílát og hnífapör eru sóun á auðlindum og peningum. • Notum margnota nestisbox og lok- anleg ílát undir t.d. afganga, nesti og „take-away“ mat frá matsölustöðum. • Verum dugleg að endurvinna – við erum heppin að vera með frábær flokkunarkerfi. • Nýtum ílát sem falla til á heimilinu undir geymslu. • Gerum við í stað þess að henda. mm Margnota Snæfellsnes

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.