Skessuhorn - 25.10.2017, Side 15
X-2017 ALÞINGISKOSNINGAR 15MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2017
GLEÐIFUNDUR
Í LOGALANDI
Gleðifundurinn, árshátíð Ungmennafélags Reykdæla,
verður haldinn hátíðlegur í Logalandi laugardaginn 4. nóvember.
Boðið verður upp á lambalæri með viðeigandi meðlæti. Panta þarf í síðasta lagi miðvikudaginn 1. nóvember í matinn.
Verð fyrir mat + skemmtiatriði + ball er 5.000 kr. fyrir félagsmenn í ungmennafélaginu en 6.000 kr. fyrir aðra.
Miðapantanir fyrir matinn þurfa að berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 1. nóvember í síma 696-1544.
Einnig getur fólk borgað sig inn á ballið eingöngu og kostar það 2.500 kr. og verður húsið opnað eins og áður segir á miðnætti.
VEISLUSTJÓRI: JÁ
SKEMMTIATRIÐI: JÁ
MATUR: JÁ, LAMBALÆRI
ÁSAMT MEÐLÆTI
BALL: JÁ, SIGGI HLÖ SÉR UM
AÐ ALLIR SKEMMTI SÉR
HVAR: LOGALANDI
HVENÆR: LAUGARDAGURINN
4. NÓVEMBER
HÚSIÐ OPNAR KL. 20:30
BORÐHALD HEFST KL. 21:00
BALLIÐ BYRJAR KL. 00:00
SJÁUMST SEM FLEST,
NEFNDIN
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-
dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný-
sköpunarráðherra, skipar 2. sætið
á lista Sjálfstæðisflokksins í Norð-
vesturkjördæmi. Hver er konan?
„Skagakona ættuð af Vestfjörð-
um, þrítugur lögfræðingur, tveggja
barna móðir, gift Hjalta Sigvalda-
syni Mogensen,“ segir Þórdís í
samtali við Skessuhorn. „Ég hef
ýmsa kosti eins og aðrir. Ég mikla
hlutina ekki of mikið fyrir mér, það
er ágætt í svona starfi. Ég er dugleg,
óhrædd og meðvituð um að enginn
veit allt og allir eru alltaf að læra.
Ég er þakklát fyrir lífið og lít á það
viðhorf sem mannkost. Ég hef óbil-
andi trú á samfélaginu okkar og býð
þess vegna fram mína krafta til þess
að gera gott samfélag betra,“ segir
Þórdís. „Ýmsa galla hef ég líka en
ég opinbera þá nú ekki alla. Ég á
það til að vera nokkrum mínútum
of sein og vanmeta hversu langt er
eftir af fundum,“ segir hún.
Skattalækkanir eru að sögn Þór-
dísar eitt af helstu áherslumálum
Sjálfstæðisflokksins á landsvísu fyr-
ir komandi kosningar. „Við leggj-
um áherslu á skattalækkanir. Við
ætlum að lækka neðra þrep tekju-
skatts niður í 35%, sem felur í sér
meira en 300 þúsund króna kjara-
bót á ársgrundvelli fyrir hjón með
meðallaun. Tryggingagjald þarf
líka að lækka enn frekar og það
skiptir miklu máli fyrir allan at-
vinnurekstur, ekki síst lítil og með-
alstór fyrirtæki,“ segir hún. „Við
ætlum að setja um 100 milljarða í
fjárfestingar í innviðum, einkum
í samgöngum, heilbrigðiskerfi og
menntakerfi. Þarna er um að ræða
einskiptiskostnað sem fjármagn-
aður verður með sérstökum arð-
greiðslum úr bönkunum. Það er
grundvallarmunur á þessu og að
stofna til viðvarandi rekstrarkostn-
aðar líkt og vinstri flokkarnir virð-
ast vera að tala um,“ segir Þórdís.
„Þá viljum við nýta væntanlegar
arðgreiðslur frá Landsvirkjun til að
gera stórátak á næstu árum í fjölg-
un hjúkrunarheimila og auknum
stuðningi við nýsköpun. Þessi örv-
un hagkerfisins með skattalækk-
unum og fjárfestingum fellur vel
að efnahagsspám um hægari vöxt á
næstu árum,“ bætir hún við.
„Innviðir verða að vera
fyrsta flokks“
En hver telur hún vera brýnustu
hagsmunamál íbúa á Vesturlandi?
„Uppbygging samgöngukerfis-
ins. Byggðir landsins eiga fjölmörg
sóknarfæri, ekki síst í ferðaþjón-
ustu og matvælaframleiðslu. En
það þarf skýran pólitískan vilja, for-
ystu og kraft til að tryggja að hægt
sé að nýta þau. Innviðir og önnur
skilyrði verða að vera fyrsta flokks.
Við í Sjálfstæðisflokknum höfðum
forystu um að gera stórátak í ljós-
leiðaravæðingu byggðanna. Nú
þarf aukinn kraft í aðra innviði,
fyrst og fremst samgöngur,“ seg-
ir hún. „Álögur á atvinnulíf mega
ekki vera of íþyngjandi og það gild-
ir um veiðigjöld eins og annað. Ný-
sköpun getur blómstrað sem sprot-
ar út frá rótgrónum atvinnugrein-
um á borð við sjávarútveg, stóriðju
og landbúnað og því eru tækifæri á
Vesturlandi til að nýta þann aukna
stuðning við nýsköpun sem við
boðum. Þá þarf að efla heilbrigðis-
og hjúkrunarþjónustu á svæðinu,
fyrir okkur öll.“
Þegar Þórdís er beðin að spá fyrir
um skiptingu þingsæta í kjördæm-
inu að kosningum loknum von-
ast hún að sjálfsögðu eftir góðu
gengi síns lista. „Samkvæmt flest-
um könnunum stendur slagurinn
á milli þriðja manns Sjálfstæðis-
flokksins og þriðja manns Vinstri
grænna. Það er mjög mikilvægt að
Teitur Björn nái kjöri og að Sjálf-
stæðisflokkurinn verði stærstur í
Norðvesturkjördæmi,“ segir Þór-
dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
að endingu.
kgk
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins:
„Við leggjum áherslu á skattalækkanir“
Þórdís Kolbrún
Reykfjörð
Gylfadóttir skipar
2. sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjör-
dæmi fyrir komandi
alþingiskosningar.