Skessuhorn


Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 25.10.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 201724 Johan Grønlund Arsenal er skóg- fræðinemi frá Óðinsvéum í Dan- mörku. Hann er búsettur í Hvammi í Skorradal og starfar sem nemi hjá Skógræktinni við hvert það verk sem fellur til við skógrækt á Vesturlandi. Í frítíma sínum sinnir Johan ástríðu sinni, sem er listin. Hann er hagleiks- maður mikill, sker út tré með keðju- sög. Skessuhorn hitti Johan að máli á verkstæðinu í Hvammi þar sem hann var að leggja lokahönd á eitt af verk- um sínum. „Ég kom fyrst hingað í Skorradal síðasta haust. Ég er að læra skógfræði og kom hingað sem nemi. Ég stefni að því að verða arboristi í framtíðinni,“ segir Johann en blaða- maður hváir. Hvað er arboristi? „Ar- borist er sá sem klifrar upp í tré og snyrtir þau eða fellir, ef ekki er pláss til að láta þau falla til jarðar,“ útskýrir hann. „Ég held að það myndi henta mér mjög vel að starfa sem slíkur. Ég myndi þá fara til dæmis í garða hjá fólki og saga helming ofan af trénu. Þá gæti ég tekið afskurðinn með mér heim og búið til listaverk úr honum,“ segir hann. Vill starfa við listina og skógrækt Johan segist alltaf hafa verið list- hneigður. „Mér hefur alltaf fund- ist gaman að skapa eitthvað. Ég hef málað mikið í gegnum tíðina, bæði á striga en líka verið í graffítí,“ segir hann. „Fyrir tveimur og hálfu ári síð- an skráði ég mig í lýðháskóla í Dan- mörku. Á leiðinni í skólann rakst ég á mann sem stóð yfir stórum trjá- drumbi og var að skera orm út úr honum með keðjusög. Ég var alveg heillaður, fór upp að manninum og spurði hvernig ég gæti lært þetta. Hann rétti mér keðjusög og sagði að ég yrði bara að prófa. Ég hef verið að prófa mig áfram allar götur síðan,“ segir Johan og brosir. „En ég komst seinna í læri hjá útskurðarlistamanni í Danmörku. Þeir eru nokkrir sem hafa það sem aðalstarf að skera út í tré. Þar lærði ég betur til verka,“ seg- ir hann. Einn daginn vonast hann til að geta haft útskurðinn sem sitt að- alstarf. „Draumurinn er að geta unnið í skóginum tvo til þrjá daga vikunnar, en sinnt listinni hina dagana,“ segir Johan. „Þetta tvennt fer svo vel sam- an. Þegar unnið er í skóginum eru jafnan felld nokkur tré sem ekki er hægt að selja. Þau eru stundum köll- uð „badwood“ í skógarbransanum. En fyrir mér eru það bestu trén því þau get ég tekið með heim og gefið nýtt líf sem listaverk. Ástæða þess að ég byrjaði að læra skógfræði var ein- mitt sú að mig langaði að læra meira um viðinn sem ég meðhöndla við listsköpunina. Ég vil vera í tengslum við allt ferlið, allt frá því sáð er fyr- ir tré og þar til það verður að lista- verki.“ Keðjusögin leyfir engin mistök „En það tekur tíma og æfingu að ná tökum á þessu og það er ákveðin tækni sem þarf að beita. Þetta krefst töluverðrar æfingar því keðjusögin er frekar gróft verkfæri og maður hef- ur mjög lítið svigrúm til að gera mis- tök,“ segir Johan. „Auðveldasta leið- in til að læra er að fylgjast með öðr- um. Ég varði löngum stundum í ekk- ert annað en að horfa á menn skera úr tré. Þá áttar maður sig á því hvernig þetta virkar,“ bætir hann við. „Þeg- ar kom að því að fara sjálfur að skera út fannst mér gott að teikna á blað og síðan æfa mig að skera út í leir. Þá hnoðaði ég bara kúlu úr leirnum og skar síðan úr henni með keðju- söginni. Þannig fékk ég tilfinningu fyrir ferlinu. Það má segja að ferl- ið sé öfugt við að búa til leirstyttu, þar sem maður byrjar með ekkert en bætir við efni þangað til maður hef- ur skapað eitthvað listaverk. Við út- skurð þarf að ná verkinu úr trénu,“ segir hann. Johan segir að mistökin séu vissu- lega til þess að læra af þeim. Þau kenni listamanninum að bregðast við og breyta um stefnu. Búa til eitthvað annað en hann upphaflega ætlaði sér. „En það er samt skemmtilegra núna þegar maður er farinn að ná tökum á þessu og hættur að gera jafn mörg mistök og í upphafi. Nú fæ ég hug- mynd og hún kemur nánast eins út sem listaverk og hún birtist mér í huganum áður en farið var af stað.“ Sker út hvað sem er Efnistök listamannsins eru eins margvísleg og þau eru mörg. „Ég bý til nánast hvað sem er en er sér- staklega hrifinn af þessum hawaiísku tíkí-styttum,“ segir hann og bendir á listaverkið sem hann er að leggja lokahönd á. „Þegar ég byrjaði lang- aði mig að búa til afrískar grímur og tíkí-styttur. En mér finnst líka mjög skemmtilegt að skera út dýr. Það er sterk hefð fyrir því að skera út dýr með keðjusög, sérstaklega í Banda- ríkjunum og Kanada. Þeir eru mikið fyrir að skera út birni, erni og aðrar verur skógarins,“ segir Johan. Aðspurður segist hann sjaldnast eiga í vandræðum með að fá inn- blástur. „Venjulega fæ ég hugmyndir á meðan ég sit og teikna eða skissa. En stundum rekst ég á eitthvað snið- ugt á netinu, skoða hvað aðrir eru að gera og fæ hugmyndir þaðan,“ segir hann. „Það er svo margt sem mér finnst skemmtilegt að skera út að venjulega er innblásturinn ekk- ert vandamál. Stundum sest ég bara niður og byrja, því það er hægt að skera allt út í tré. Einu sinni fékk ég verkefni fyrir fyrirtæki í Danmörku sem selur ruslafötur. Þeir báðu mig að skera ruslafötu úr stórum trjábol. Ég gerði það, skar út ruslafötu með loki og öllu. Það fannst mér mjög skemmtilegt listaverk því ég hefði aldrei farið út í skóg, fundið stóran trjádrumb og hugsað: „nú ætla ég að búa til ruslafötu“,“ segir hann og hlær við. Selur í Borgarnesi fyrir jólin „Þessa dagana hef ég mikið skor- ið út af jólaskrauti; snjókarla, jóla- sveina, tré og fleira. Ég ætla að reyna að koma upp bási í Borgarnesi í að- draganda jólanna og selja jólaskraut- ið mitt, sem allt er búið til úr ís- lenskum viði úr héraði, sem og önn- ur litaverk,“ segir hann. Að því búnu fer Johan af landi brott, að minnsta kosti í bili. „Ég verð hér þangað til í desember. Þá fer ég til Danmerk- ur til að halda áfram í skólanum eft- ir áramót. En ég er að velta því fyrir mér að koma aftur. Ég hef bara verið hér um haust og vetur. Mig langar að sjá vorið, hvernig Ísland lítur út þeg- ar allt er í blóma,“ segir listamaður- inn Johan Grønlund Arsenal að end- ingu. kgk Johan Grønlund Arsenal sker úr tré og stefnir á að verða arboristi „Við útskurð þarf að ná verkinu úr trénu“ Johan Grønlund Arsenal, listamaður og skógfræðinemi.Johan leggur hér lokahönd á eitt af listaverkum sínum. Það er tíkí-stytta í hawa- iískum stíl sem hér fær nokkrar pensilstrokur á verkstæðinu í Hvammi í Skorradal. Johan skissar gjarnan eða teiknar verkin á pappír áður en hann hefst handa við útskurð. Ef verkin eru einföld teiknar hann stundum beint á viðinn með sprey- brúsa, eins og hér sést. Ugla eftir Johan. Verk Johans má sjá víða í kringum í Hvammi. Örninn stendur efst á öndvegissúlunni sem stendur við inn- ganginn að skrifstofu skógarvarðarins á Vesturlandi. Ef vel er að gáð má sjá að örninni hefur læst klónum í fisk.Skógarbúi á verkstæðinu. Snjókarlar á verkstæðinu í Hvammi. Johan ætlar að hafa þá, ásamt ýmsum öðrum verkum eftir sig, til sölu í Borgarnesi í aðdraganda jólanna. Lundabekkur fyrir utan verkstæðið. Johan segir að lundinn sé nokkurs konar tákn Íslands út á við. Átti hann von á að sjá fuglinn á hverju strái hérlendis en hefur engan lifandi lunda séð enn sem komið er.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.