Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 20176 Hillir undir lok brúarvinnu BORGARFJ: Unnið er að lokaáfanga gólfviðgerðar á Borgarfjarðarbrú. Umferð er stýrt með ljósum. Verkið hefur lítillega tafist og nú áætlar Vegagerðin að því ljúki 1. desember. -mm Umsóknir um Eyrarrósina LANDSBYGGÐIN: Opn- að hefur verið fyrir umsókn- ir um Eyrarrósina, en það er viðurkenning fyrir fram- úrskarandi menningarverk- efni á starfssvæði Byggða- stofnunar. Markmið Eyrar- rósarinnar er að beina sjón- um að og hvetja til menn- ingarlegrar fjölbreytni, ný- sköpunar og uppbygging- ar, á sviði menningar og lista. Byggðastofnun, Flug- félag Íslands og Listahá- tíð í Reykjavík hafa stað- ið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005. Meðal verðlaunahafa á Vesturlandi má nefna Landnámssetur Íslands og Frystiklefann í Rifi. Síð- ast hlaut tónlistarhátíð- in Eistnaflug verðlaunin. „Umsækjendur um Eyrar- rósina geta meðal annars verið stofnun, tímabund- ið verkefni, safn eða menn- ingarhátíð. Valnefnd, skipuð fulltrúum Byggða- stofnunar, Listahátíðar í Reykjavík og Flugfélags Ís- lands ásamt einum menn- ingarfulltrúa á starfssvæði Byggðastofnunar tilnefn- ir þrjú verkefni og hlýt- ur eitt þeirra Eyrarrósina ásamt veglegum peninga- verðlaunum. Hin tvö til- nefndu verkin hljóta einn- ig peningaverðlaun,“ seg- ir í tilkynningu. Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni vikunnar. -mm Framlengja frest til að skila haustskýrslum LANDIÐ: Frestur til þess að skila haustskýrslum í Bústofni (www.bustofn. is) hefur verið framlengd- ur til föstudagsins 1. des- ember nk. Tekið skal fram að ekki verður veittur frek- ari frestur og hvetur Mat- vælastofnun umráðamenn/ eigendur búfjár til þess að skila haustskýrslum innan tilskilins frests. -mm Styrkir samfélagsmál DALABYGGÐ: Fyrirtæk- ið Vaskur á bakka ehf., sem meðal annars sér um minka- veiðar í hluta Dalabyggð- ar, hefur veitt sveitarfé- laginu styrk til samfélags- og menningarmála að verðmæti 67 þús. krónur. Þetta kem- ur fram í fundargerð frá síð- asta fundi byggðarráðs Dala- byggðar frá því á miðviku- dag. Ráðið þakkaði veittan styrk og samþykkti að hann yrði látinn renna til Slysa- varnadeildar Dalasýslu. -kgk Útsendingum ÍNN hætt LANDIÐ: „Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN hafa ákveðið að leggja stöð- ina niður og verður útsend- ingum hennar hætt í kvöld,“ var tilkynnt á heimasíðu sjón- varpsstöðvarinnar síðastlið- inn fimmtudag. „ÍNN hef- ur glímt við mikinn rekstr- ar- og skuldavanda um ára- bil. Tækjabúnaður stöðvar- innar þarfnast endurnýjunar og ljóst er að stöðin verður ekki rekin áfram nema nýtt fjármagn komi til. Hlutafé í ÍNN var meðal þess sem Frjáls fjölmiðlun keypti af Pressunni í haust. Niður- staðan nú er sameiginleg milli stjórnar Pressunnar og eiganda Frjálsrar fjölmiðlun- ar, en bæði félögin hafa lagt ÍNN til fjármagn undanfar- in misseri,“ sagði í fréttinni. -mm Frumvarp að fjárhagsáætlun Akra- neskaupstaðar fyrir árið 2018 var lagt fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn í lið- inni viku. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir tæplega 121 milljónar króna afgangi af rekstri samstæðu A og B hluta sveitarfélagsins á næsta ári. Áætlað er að tekjur sam- stæðunnar verði rúmar 7.150 millj- ónir en rekstrargjöld tæplega 7.136 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins er áætlað tæplega 7,1 milljarður árið 2018, lífeyrisskuldbindingar rúmir 3,6 milljarðar og skuldir við lánastofnanir tæplega 1,7 milljarð- ar. Eigið fé og skuldir samtals því verða tæpir 13,6 milljarðar króna. Þá er gert ráð fyrir að handbært fé í árslok 2018 verði tæpar 955 millj- ónir króna. Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis lækka Útsvar næsta árs verður 14,52% sem er hámarksútsvar sem sveitar- félög mega leggja á. Álagningapró- sentur vegna fasteignaskatts breyt- ast til lækkunar frá fyrra ári. Verða 0,31% fyrir a-lið fasteignaskatts sem nær m.a. til íbúðarhúsnæðis, 1,32% af b-lið sem nær m.a. til stofnana svo sem skóla og sjúkra- stofnana og 1,62% fyrir c-lið sem nær yfir allar aðrar fasteignir, svo sem atvinnuhúsnæði. Veitt verð- ur ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2018 til örorku- og ellilífeyrisþega. Þjónustugjaldskrár sveitarfélags- ins hækka í samræmi við áætlaða hækkun vísitölu neysluverð en sorphreinsunargjald og sorpeyð- ingargjald vegna íbúðarhúsnæðis verður óbreytt. Lóðarleiga af nýj- um lóðum og endurnýjuðum samn- ingum lækkar og verður 1,30% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 0,40% af fasteignamatsverði íbúð- arhúsalóða. Framkvæmdir á döfinni Bæjarstjórn samþykkir að ráðstafa 834 milljónum króna vegna ým- issa framkvæmda árið 2018. Til fjárfestinga fari um 723 milljón- ir, en þar af eru um 280 milljón- ir sem færast frá fyrra ári og yfir á árið 2018, meðal annars vegna tafa á frístundahúsi, heitum potti við Langasand og niðurrifa á Sements- reit. Í áætluninni er gert ráð fyr- ir að 439 milljónum verði varið til Fasteignafélags Akraneskaupstaðar vegna framkvæmda við frístunda- hús að upphæð 185 milljónir, fim- leikahús að fjárhæð 230 milljón- ir og fimm milljónir vegna undir- búnings uppbyggingar að Jaðar- sbökkum. Gert er ráð fyrir 160 milljóna króna fjárfestingu vegna gatna- framkvæmda við endurnýjun Esju- torgs og yfirlögn á Garðagrund. Önnur framkvæmdaverkefni eru meðal annars endurnýjun ljósa- staura, gangstétta í nýrri og eldri hverfum, græn verkefni, stofnana- lóðir og leikvellir, samtals 52 millj- ónir. Samtals verður 54 milljónum varið til uppbyggingar nýrra svæða og gert er ráð fyrir 25 milljónum til annarra framkvæmda og kaupa á stofnbúnaði. Alls verður 124 millj- ónum króna varið til stærri verk- efna tengdum fasteignum, svo sem uppbyggingu heitrar laugar við Langasand, innri breytinga á Brekkubæjarskóla, viðhalds stjórn- sýsluhússins að Stillholti 16-18 og ýmissa annarra framkvæmda. kgk/ Ljósm. úr safni. Reiknað með jákvæðri afkomu Akraneskaupstaðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.