Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 2017 13 Eigum laus sæti í jólahlaðborð hjá okkur dagana 26. nóv, 2. og 3. desember, 9. og 10. desember. Galito verður með jólahlaðborð þessa daga: 24. nóv. - fullt 1. des. - fullt 2. des. - laus sæti 8. des. - örfá sæti laus 9. des. - fullt 16. des. - laus sæti Gerum tilboð í stærri hópa. Borðapantanir í síma 430-6767 eða á galito@galito.is Stillholt 16-18 · galito.is facebook.com/galito.restaurant Galito Jólahlaðborð Matseðilinn má sjá á galito.is Verð: 8.800 kr. á mann Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Öryggisskór í vinnuna! Það getur verið þreytandi að reima. Hvernig væri að prufa öryggisskó með Bóa snúrukerfi? Auðveldar að þrengja og losa um skóna. Verð: 19.988 kr. Hafðu samband. Við veitum þér faglega aðstoð. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Samtök ferðaþjónustunnar af- henda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Verðlaununum er ætlað að hvetja frumkvöðla landsins til dáða í ferða- þjónustu. Þetta er í fjórtánda sinn sem SAF veita nýsköpunarverðlaun samstakanna en þetta árið bárust 25 tilnefningar í samkeppnina um verð- launin. Í umsögn dómnefndar segir að Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann eigendur Friðheima séu miklir frumkvöðlar á sínu sviði en þau hafa tvinnað saman tómata- ræktun, ferðaþjónustu og hesta- mennsku og taka árlega við vel á annað hundrað þúsund ferðamönn- um. „Starfsemi Friðheima er lýsandi dæmi um það hvernig ferðaþjón- usta er í sívaxandi mæli að skapa ný tækifæri fyrir hefðbundnar atvinnu- greinar um land allt og að greinin er besta tæki til jákvæðrar byggða- þróunar, sem fram hefur komið í ís- lensku þjóðlífi á undanförnum árum. Nýsköpun af þessu tagi byggir á fag- mennsku og þekkingu á landbúnaði og garðyrkju sem er síðan grund- völlur að vöruþróun í ferðaþjónustu þar sem fræðsla og upplifun eru í fyrirrúmi,“ segir í umsögn SAF um verðlaunin. mm Friðheimar eru handhafi nýsköpunarverðlauna SAF Ferðamenn fá fræðslu í Friðheimum. Það var Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands sem afhenti verðlaunin, hjónunum Helenu og Knúti. Til hægri er Grímur Sæmundsen formaður SAF. Fyrr á þessu ári fagnaði Ólafur Adolfsson og hans fólk hjá Apóteki Vesturlands tíu ára afmæli fyrirtæk- isins. Ákvað Ólafur af því tilefni að gefa Vesturlandsvaktinni, Hollvina- samtökum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, eina milljón króna að gjöf, sem jafngildir hundrað þús- und krónum fyrir hvert ár sem apó- tekið hefur verið starfandi. Gjöfin var afhent á fundi stjórnar Vestur- landsvaktarinnar síðastliðið þriðju- dagskvöld. Við það tilefni sagði Ólafur að hann vilji gefa til baka til samfélagsins, en Skagamenn og nærsveitafólk hefur staðið þétt á bak við Apótek Vesturlands, ekki síst þegar á móti blés á upphafsár- unum. Það var Steinunn Sigurð- ardóttir formaður hollvinasamtak- anna sem tók við gildvaxinni ávísun af þessu tilefni. mm Vesturlandsvaktin fær gjöf frá Apóteki Vesturlands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.