Skessuhorn


Skessuhorn - 22.11.2017, Síða 18

Skessuhorn - 22.11.2017, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201718 Hið árlega einmenningsmót í boccia fyrir eldri borgara fór fram í íþrótta- húsinu á Vesturgötu á Akranesi sunnudaginn 19. nóvember. Íþrótta- nefndir eldri borgara í Borgarfirði og Akranesi standa að mótinu. Til leiks mættu 15 konur og 31 karl frá Reykjanesbæ, Kópavogi, Akra- nesi, Borgarbyggð, Grundarfirði, Hvammstanga og Húsavík. Í kvennaflokki bar Margrét Hjálmarsdóttir Gjábakka í Kópa- vogi sigur úr býtum í viðureign við Rögnu Guðvarðardóttur Glóð Kópavogi 4:3 í úrslitaleik um fyrsta sætið. Guðbjörg Lárusdóttir í Reykjanesbæ vann Eddu Elíasdótt- ur Akranesi 4:3 um þriðja sætið. Í karlaflokki vann Valur Thorodd- sen Þórhall Teitsson 4:3 í keppni um fyrsta sætið. Þeir eru báðir úr Borg- arbyggð. En þetta var í fyrsta sinn sem Valur tekur þátt í þessu móti. Guðmundur Magnússon frá Húsa- vík vann Hrólf Guðmundsson frá Gjábaka í Kópavogi 8:2 í keppni um þriðja sætið. Næsta bocciamót eldri borgara er tvímenningur í Mosfellsbæ í febrú- ar. ii/ Ljósm. Baldur Á. Magnússon. Einmenningsmót í boccia Fyrirtækin Hópferðabílar Svans Kristófers og Íslenska Gámafélag- ið í Snæfellsbæ skrifuðu á dögun- um undir samning við Landsbjörgu vegna verkefnisins „Vertu snjall undir stýri.“ Einnig undirrituðu bílstjórar þessara sömu fyrirtækja, ásamt bílstjórum Íslenska Gáma- félagsins í Stykkishólmi, undir þátttöku í verkefninu. Verkefnið Vertu snjall undir stýri fór af stað í haust og hafa nú þegar 16 fyrirtæki á landinu meldað sig til þátttöku. Markmið þess er að breyta við- horfi fólks til snjalltækjanotkunar við akstur og snúa þannig við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað við notkun snjalltækja í umferðinni. Þegar fyrirtæki ákveður að taka þátt í verkefninu skrifar það undir sam- félagslega yfirlýsingu við Lands- björg og í kjölfarið merkja fyrir- tækin bíla sína með skilaboðum til samfélagsins um snjalltækja notkun í umferðinni. Einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins er að Landsbjörg ásamt fulltrúa Samgöngustofu heimsækja fyrirtækin og fræða bílstjóra og starfsfólk um þær afleiðingar sem þessi áhættuhegðun getur haft í för með sér. Verkefnið hefur fengið mjög góðar viðtökur og segjast full- trúar Landsbjargar og Samgöngu- stofa það vera rétt að byrja. Stendur til að fara um allt land og heimsækja þau fyrirtæki sem vilja taka þátt í að snúa við þeirri skelfilegu þróun að ökutækið sé orðið griðastaður hins snjalltækja-elskandi ökumanns. Miklu máli skiptir að byrja á því að horfa í eigin barm og spyrja sjálf- an sig þeirra mikilvægu spurningar: „Er ég fyrirmynd míns fyrirtækis? Er ég fyrirmynd barnanna minn? Er ég að stofna sjálfum mér og öðr- um í hættu með því að stunda þessa áhættuhegðun við akstur?“ Vonandi tekst með þessu verk- efni að breyta viðhorfi fólks um notkun snjalltækja í umferðinni því áberandi er orðið hversu mörg- um þykir sjálfsagt að lesa og skrifa smáskilaboð, tölvupósta og jafnvel horfa á myndefni í snjalltæki sínu við akstur. Þetta hefur aukið slysa- hættu verulega í umferðinni og samkvæmt upplýsingum frá Amer- íku og Evrópu má rekja 25% allra umferðaslysa til snjalltækjanotkun- ar og má klárlega heimfæra það til Íslands. þa Ætla að verða snjallir undir stýri Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á opnun matarsmiðju sem verður til húsa á Sólbakka í Borgar- nesi í húsnæði sem Eðalfiskur var síðast. Eru það Ljómalind og Sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa að matarsmiðjunni. Hefur Sigurbjörg Kristmundsdóttir, versl- unarstjóri í Ljómalind, unnið hörð- um höndum undanfarnar vikur við að gera aðstöðuna klára fyrir opnun, sem verður vonandi á allra næstu vikum. Lítilsháttar forskot var tek- ið á opnunina nú á mánudaginn 20. nóvember, þegar Óli Þór Hilmars- son hélt þar námskeið á vegum Sí- menntunarmiðstöðvarinnar á Vest- urlandi í söltun og reykingu mat- væla. „Okkur þykir frábært að geta nýtt þessa aðstöðu svona, eins og fyrir þetta námskeið, og vonandi verða þau fleiri,“ segir Sigurbjörg í samtali við Skessuhorn. Aðstaðan í matarsmiðjunni er mjög góð og vel búin, en þar er að finna öll helstu tæki til framleiðslu á eigin matvælum. „Við erum með flest sem þarf; pökkunarvél, pyl- susprautu, hakkavél, farsvél og önn- ur slík tæki. Einhver tæki gæti þó vantað en þá er hægt að fá þau leigð og vonandi með tíð og tíma bætast fleiri tæki við hjá okkur. Við munum alltaf reyna eftir fremsta megni að uppfylla þarfir fólks hvað þetta varð- ar og hjálpa viðkomandi að nálgast þann búnað sem þarf,“ segir Sigur- björg. Matarsmiðjan er opin öllum Vest- lendingum sem vilja vinna matvæli og þurfa til þess annað hvort sam- þykkt eldhús eða áhöld og tæki sem þar eru að finna. „Þeir sem ætla að framleiða matvöru til sölu þurfa að vinna hana í samþykktu eldhúsi og geta þá gert það hér í matarsmiðj- unni. Einnig getur fólk nýtt aðstöð- una til að vinna matvæli til einka- neyslu, þó ekki sé ætlunin að selja vöruna. Til að mynda er hægt að nýta búnaðinn sem við erum með,“ segir Sigurbjörg. Aðspurð hvenær matarsmiðjan verði opnuð segir hún það ekki liggja fyrir. „Við munum auglýsa það vel þegar þar að kem- ur og geta áhugasamir þá sett sig í samband við mig til að bóka tíma. Leigutími er alveg frjáls, allt frá því að leigja hálfan dag í mun lengri tíma. Ekki er alveg ljóst hvert leigu- verð verður en við stefnum á að hafa það í lágmarki og að það verði á færi allra að borga,“ segir Sigurbjörg. arg Matarsmiðja að verða að veruleika í Borgarnesi Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri í Ljómalind hefur undanfarið unnið hörðum höndum að opnun matarsmiðju í Borgarnesi. Vinnsluherbergi í matarsmiðjunni í Borgarnesi. Pökkunarherbergi í matarsmiðjunni í Borgarnesi. Óli Þór Hilmarsson kom frá Matís og kenndi fólki að salta og reykja mat. Ljósm. Sigurbjörg Kristmundsdóttir. Fyrsta námskeiðið var haldið í matarsmiðjunni í Borgarnesi á mánudaginn, 20. nóvember.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.