Skessuhorn - 22.11.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 22. NÓVEMBER 201724
Árlega er boðað til uppskeruhá-
tíðar ferðaþjónustu á Vesturlandi,
þar sem ferðaþjónustufólk í lands-
hlutanum hittist, fræðist, kynnist og
gerir sér glaðan dag. Dagskráin var
skipulögð af Markaðsstofu Vestur-
lands og sóttu hana ferðaþjónar víða
úr landshlutanum. Að þessu sinni
var farið vestur í Dali á uppskeruhá-
tíð, en dagskráin hófst þó á málstofu
á Bifröst. Kristján Guðmundsson,
forstöðumaður Markaðsstofu Vest-
urlands, hélt þar stutt erindi áður en
Margrét Björk Björnsdóttir, ráðgjafi
hjá SSV þróun og ráðgjöf, kynnti
Áfangastaðaáætlun DMP á Vestur-
landi.
Næst tók til máls Daði Guðjóns-
son frá Íslandsstofu og kynnti niður-
stöður markhópagreiningar fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu. Hann gat ekki
verið á staðnum en tók tæknina í sína
þjónustu og flutti erindið í gegnum
Skype. Daði sagði að markhóp-
agreiningin væri einn liður í því að
auka arðsemi í íslenskri ferðaþjón-
ustu, minnka árstíðasveiflur, stuðla
að betri dreifingu ferðamanna um
landið og stuðla að verndun nátt-
úru og menningar Íslands. „Grein-
ingar sem þessar skila betri tölum
sem hægt er að nýta til að stunda
skilvirkari markaðssetningu,“ sagði
hann.
Tikkar í flest box
Markhópagreiningin var gerð með
könnun sem náði til 14 þúsund
manns í Bandaríkjunum, Kanada,
Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi,
Sviss og Danmörku. Markhóparn-
ir hafa verið greindir út frá lífshátt-
um, persónugerð og hvernig þeir
mæta þörfum og markmiðum ís-
lenskrar ferðaþjónustu. Þeim voru
gefin nöfnin lífsglaði heimsborgar-
inn, sjálfstæði landkönnuðurinn og
makindalegi menningarvitinn. Daði
sagði hópana um margt líka. „Allir
hóparnir þrír eiga það sameiginlegt
að vera með tekjur yfir meðallagi,
ferðast oft, sækja í menningu, leita
stöðugt eftir nýjum upplifunum og
áfangastöðum, vilja tengjast heima-
mönnum og bera virðingu fyrir um-
hverfinu,“ sagði hann en tók fram
að þeir hefðu einnig sín sérkenni þó
hóparnir væru heilt yfir líkir. Fyrsti
hópurinn, lífsglaði heimsborgar-
inn, er fjölmennastur, eða um 36%
á hverju markaðssvæði sem kannað
var. „Þessi hópur tikkar í flest box ís-
lenskrar ferðaþjónustu,“ sagði Daði
og fór því næst nánar út í skiptingu
hópanna á hverju markaðssvæði fyr-
ir sig.
Þá sagði hann stuttlega frá nýrri
vegferð í markaðssetningu á vegum
Íslandsstofu undir yfirskriftinni „Ís-
land frá A til Ö“. Liður í þeirri her-
ferð er til að mynda erfiðasta kar-
íókílag í heimi, sungið af Steinda jr. á
ensku en með íslenskum orðum inn
á milli. Hefur lagið vakið töluvert
mikla athygli hérlendis sem erlend-
is. Liður í þessari sömu markaðsher-
ferð eru stutt myndbönd og kynn-
ingar á netinu fyrir hvern landshluta
fyrir sig. Þar er unnið með 32 orð
sem eiga að vekja áhuga ferðalanga
á hverjum landshluta. „Þessi saman-
tekt og herferð er ekki hugsuð sem
handbók fyrir ferðamenn heldur til
að vekja áhuga og forvitni á hverju
svæði,“ sagði Daði.
Ferðamönnum
fjölgað mikið
Næstur tók til máls Rögnvaldur
Guðmundsson, eigandi fyrirtæk-
isins Rannsóknir og ráðgjöf ferða-
þjónustunnar og formaður Ólafs-
dalsfélagsins. Fyrst sagði hann frá
skýrslu sinni um ferðaþjónustu á
Vesturlandi 2010-2016, en gögn í
skýrslunni eru fengin með spurn-
ingakönnun í Leifsstöð. Þar eru
ferðamenn spurðir hvaða svæði þeir
hafa heimsótt á landinu, hvort þeir
hafa gist á þeim svæðum og þá hve
margar nætur. Skýrslan náði upp-
haflega til ársins 2015 en nýverið var
síðasta ári bætt við. Helstu niður-
stöður eru þær að 44% þeirra ferða-
manna sem til Íslands komu á síðasta
ári sóttu Vesturland heim. Af þeim
sem heimsóttu landshlutann árið
2016 gistu 52% en 48% dvöldu að-
eins daglangt. Sé árinu skipt í tvennt
þá kemur í ljós að 61% sumargesta
á Vesturlandi gistu en 45% vetrar-
gesta. Á ársgrundvelli eru gistinætur
á Vesturlandi að meðaltali 1,8, eða
um 6,2% af öllum erlendum gisti-
nóttum í landinu.
Á tímabilinu 2010 til 2016 hefur
ferðamönnum fjölgað mikið í lands-
hlutanum. Sumargestum um Borg-
arfjörð hefur til að mynda fjölgað
2,3 falt á tímabilinu en vetrargestum
6,4 falt. Á Snæfellsnesi er fjölgunin
enn meiri. Þar hefur sumargestum
fjölgað þrefalt frá 2010 til 2016 en
fjöldi vetrargesta tífaldast.
„Lifandi staður allan
ársins hring“
Að lokinni kynningu sinni á skýrsl-
unni skipti Rögnvaldur um hatt,
setti á sig hatt formanns Ólafsdals-
félagsins og ræddi um starfsemi þess
og staðinn. Félagið var stofnað árið
2007 með það markmið að stuðla
að endurreisn Ólafsdals í Gils-
firði. Rögnvaldur fór stuttlega yfir
aðdragandann að stofnun félags-
ins, hvað hefur verið gert síðan og
framtíðaruppbyggingu í Ólafsdal.
Eins og áður hefur verið greint frá
í Skessuhorni var árið 2015 undir-
ritaður samningur við Minjavernd
um endurreisn staðarins, en það er
verkefni upp á um það bil 500 millj-
ónir króna. Í sumar dró enn til tíð-
inda þegar fundust vísbendingar um
langhús með víkingalagi, jarðhýsi og
fleiri fornar minjar. Mannvistarleif-
ar fundust í kolalögum langhússins,
samkvæmt niðurstöðum rannsókn-
ar frá því í síðasta mánuði. „Þetta er
gríðarlega spennandi,“ sagði Rögn-
valdur um fornminjar í Ólafsdal en
vék síðan aftur að framtíðarupp-
byggingu Minjaverndar á staðnum.
„Vonandi verður Ólafsdalur í fram-
tíðinni lifandi staður allan ársins
hring,“ sagði hann.
Snæddu osta
á Erpsstöðum
Að loknu málþingi á Bifröst lá leið-
in á Hraunsnef sveitahótel þar sem
snæddur var léttur hádegisverð-
ur áður en haldið var vestur í Dali.
Fyrsta stopp þar var á Rjómabúinu
Erpsstöðum. Þar tóku Þorgrímur
Einar Guðbjartsson og Helga El-
ínborg Guðmundsdóttir, bænd-
ur og ferðaþjónar, á móti hópnum.
Þau sögðu frá starfseminni á Erps-
stöðum; ís-, skyr-, konfekt- og osta-
gerð sinni og gistingunni. Fram-
leiðslan sjálf fer fram á býlinu og er
seld í verslun í fjósinu. Þegar kom-
ið er þangað inn geta gestir fylgst
með kúnum í gegnum stóra gler-
glugga. Þannig má fylgjast með ró-
bótanum mjólka kýrnar handan af-
greiðslunnar.
Þorgrímur og Helga buðu jafn-
framt upp á smakk af afurðunum
við afar góðar undirtektir gesta sem
gæddu sér á ís og ostum. Var falast
eftir því að þau opnuðu búðina og
fóru nokkrir gestanna frá Erpsstöð-
um með góðgæti í fórum sínum.
Lifandi saga
að Eiríksstöðum
Að lokinni heimsókn að rjómabúinu
var haldið í Leifsbúð í Búðardal þar
sem Kjartan Ragnarsson og Sigríð-
ur Margrét Guðmundsdóttir sögðu
frá fyrirhugaðri uppbyggingu Vín-
landsseturs í Leifsbúð. Nánar um
það í annarri frétt hér í Skessuhorni
vikunnar.
Næst var haldið að Eiríksstöðum
í Haukadal þar sem Sigurður Hrafn
Jökulsson á Vatni bauð ferðaþjónum
í tilgátubæ Eiríks rauða. Sigurður
brá sér í víkingaklæði, veitti vel af
mat og drykk og fól blaðamanni að
sjá til þess að aldrei skyldu rauðvíns-
glös tæmast. Sigurður kveikti upp í
langeldinum í bænum og sagði fjöl-
margar sögur í myrkrinu og við-
staddir skemmtu sér konunglega.
Hann sagði sömuleiðis frá starf-
seminni á Eiríksstöðum, en þar er
lifandi sögusýning frá 1. júní til 1.
september, auk þess sem tekið er á
móti hópum allt árið um kring.
Eftir ánægjulega og skemmti-
lega heimsókn að Eiríksstöðum
héldu gestir uppskeruhátíðarinnar
að sveitahótelinu Vogi á Fellsströnd
þar sem boðið var til kvöldverðar og
gist en blaðamaður hélt heim á leið.
Daginn eftir fór hópurinn í heim-
sókn að Skarði áður en haldið var
með rútunni í Borgarnes þaðan sem
hver hélt til síns heima.
kgk
Ferðaþjónar hittust og fræddust á uppskeruhátíð
Gestir uppskeruhátíðar hlíða á erindi málþingsins á Bifröst. Víkingurinn segir sögur. Sigurður á Vatni bauð gestum uppskeruhátíðar í
tilgátubæinn að Eiríksstöðum þar sem hann fræddi gesti um starfsemina, svaraði
spurningum og sagði margar skemmtilegar sögur.
Þorgrímur og Helga tóku á móti hópnum á Rjómabúinu Erpsstöðum og buðu upp
á ís og skyr.
Nýjustu íbúar Dalabyggðar, selirnir sem dvelja í Búðardal, fönguðu athygli nokk-
urs hluta hópsins þegar komið var að Leifsbúð.
Kjartan Ragnarsson segir frá fyrirhugaðri uppbyggingu Vínlandsseturs í Leifsbúð
í Búðardal.
Gengið frá rútunni að tilgátubæ Eiríks rauða að Eiríksstöðum í Haukadal.
Hlýtt á sögu við langeldinn á Eiríksstöðum.