Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 20182 Það gengur á með éljum næstu daga og því ástæða að minna fólk á að klæða sig eftir veðri og fylgjast með færð á vegum áður en haldið er af stað út í umferð- ina. Einnig er vert að minna fólk á smáfuglana sem eiga oft erf- itt með að finna sér eitthvað í gogginn á þessum tíma árs. Þeir yrðu eflaust mjög þakklát- ir þeim sem setja út smá bita, korn, brauð eða epli, fyrir þá. Á morgun, fimmtudag má gera ráð fyrir suðvestanátt 8-15 m/s og éljagangi, en bjartviðri fyr- ir austan, og frost 0-10 stig, minnst með suður- og austur- ströndinni. Á föstudaginn er spáð suðvestlægri átt og víða verða él, einkum á Vesturlandi. Snýst í vaxandi austanátt sunn- anlands um kvöldið og fer að snjóa þar. Frost um allt land. Á laugardag gengur líklega í all- hvassa eða hvassa norðaust- læga átt með snjókomu og élja- gangi og dregur úr frosti. Út- lit er fyrir órólegt og kalt veður með úrkomu í öllum landshlut- um á sunnudag og mánudag. „Hvern heldur þú mest upp á; bolludag, sprengidag eða ösku- dag,“ var spurning vikunnar á vef Skessuhorns. Sprengidag- ur var vinsælastur með 42% at- kvæða en bolludagurinn kom þar strax á eftir með 41% at- kvæða. 13% svarenda sögðust ekki gera upp á milli daganna og 4% héldu mest upp á ösku- daginn. Í næstu viku er spurt: „Hversu reglulega ferðu á Facebook?“ Duglegir snjómokarar, bæði þeir sem stýra vinnuvélum og moka götur og gangstéttir, og þeir sem halda út aðeins vopn- aði skóflu og moka stéttir og tröppur eru, Vestlendingar vik- unnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Travel West Iceland 2018 VESTURLAND: Á veg- um Skessuhorns ehf. er nú að hefjast vinnsla á árlegu ferðablaði um landshlut- ann og kemur það út í maí. blaðið verður að þessu sinni gefið út í 60 þúsund ein- tökum á ensku og íslensku. Þetta er 19. árgangur af blaðinu, en útgáfa þess hef- ur einungis einu sinni fall- ið niður á síðustu tuttugu árum, en það var eftir hrun- árið 2009. Öllum þeim sem vilja ná til ferðamanna sem leið eiga um Vesturland, eða hyggja á ferð þangað, er bent á að panta auglýsingapláss í blaðinu. Pantanir má senda á netfangið ferdablad@skessu- horn.is Nánar má fræðast um útgáfuna í auglýsingu bls. 25. -mm Leikskólar í fjögurra vikna sumrfrí AKRANES: bæjarráð Akra- neskaupstaðar hefur sam- þykkt tillögu skóla- og frí- stundaráðs um sumarleyfi leikskóla Akraneskaupstaðar næstkomandi sumar. Sam- þykkt var að skólarnir verði lokaðir í fjórar vikur og mun tímasetning ráðast af könn- un sem hver og einn leikskóli mun gera meðal foreldra. Hvert barn þarf að taka fjór- ar vikur samfellt í sumarleyfi ár hvert samkvæmt verklags- reglum um leikskóla Akra- neskaupstaðar. Samhliða til- lögunni samþykkti bæjarráð að leggja til auka fjármagn til leikskólanna til þess að greiða fyrir orlofstöku starfs- manna þar sem ráða þarf inn afleysingar á þessum tíma. -mm Hlíðasmára 11 201 Kópavogur Sími: 534 9600 Netfang: heyrn@heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Hótel Húsafell var meðal tíu ís- lenskra hótela sem hlutu ferða- mannaverðlaun, Travelers Choice Award, TripAdvisor, fyrir árið 2018. Verðlaunin eru veitt árlega og byggja á umsögnum og ein- kunnum sem gestir hafa gefið á vefsíðu TripAdvisor. Aðeins þau hótel sem eru meðal efstu 1% hót- ela samkvæmt umsögn gesta hljóta verðlaunin. arg Hótel Húsafell hlýtur verðlaun frá TripAdvisor Atvinnubílstjórar þurfa að endurnýja réttindi sín Síðastliðinn laugardag luku 22 at- vinnubílstjórar endurmenntunar- námskeiði sem haldið var á Akra- nesi. Námskeið sem þetta eru til- komin vegna evróputilskipun- ar sem tekið hefur gildi á Íslandi vegna aðildar ríkisins að evrópska efnahagssvæðinu. „Tilskipunin kveður á um að allir þeir sem hafa atvinnu af akstri vöru- eða fólks- flutningabíla eru skyldugir til að sækja endurmenntunarnámskeið á fimm ára fresti. Undanþegnir reglugerðinni eru lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutninga- menn, leigubílstjórar og björgun- arsveitarmenn. en allir þeir sem aka rútum eða vörubílum í at- vinnuskyni þurfa að ljúka þessu námskeiði á fimm ára fresti. Þá fá þeir tákntöluna 95 í ökuskírteinið sitt. Það er evrópsk tala sem seg- ir til um að viðkomandi megi aka þessum bifreiðum í atvinnuskyni í öllum löndum eeS,“ segir Vil- hjálmur Gíslason, forstöðumað- ur Ökuskóla Vesturlands í samtali við Skessuhorn, en það var skólinn sem stóð fyrir námskeiðinu. „Á námskeiðinu er farið yfir það helsta sem snýr að endurmenntun ökumanna, það er að segja um- ferðarlögin, lög um farþegaflutn- inga, farmflutninga, vistakstur og vegakerfið,“ segir hann. „en stóra málið er að allir þeir bílstjórar sem hafa atvinnu af vöru- og fólks- flutningum þurfa að ljúka nám- skeiðinu fyrir 10. september 2018 og endurnýja ökuskírteinið sitt. ef þeir gera það ekki eru þeir einfald- lega réttindalausir við akstur í at- vinnuskyni,“ bætir hann við. Þeim sem hafa meirapróf en aka aðeins í eigin þágu og án þess að taka gjald fyrir er ekki skylt að ljúka nám- skeiðinu. Hins vegar er þeim að sjálfsögðu velkomið að sækja sér réttindin. Fleiri námskeið framundan Námskeiðið sem kláraðist um helgina var hið fyrsta af þessu tagi á árinu hjá Ökuskóla Vesturlands en fleiri eru á dagskrá. „Hvert námskeið er 35 kennslustundir að lengd og kenndar eru sjö stundir í senn. Að þessu sinni kenndum við fimm laugardaga og það hentaði mjög vel. Til stendur að halda ann- að námskeið á Akranesi nú í febrú- ar og kemur til greina að kenna bæði laugardag og sunnudag á því námskeiði, en það fer eftir nem- endahópnum,“ segir Vilhjálmur og hvetur atvinnubílstjóra til að skrá sig og sækja sér þessi réttindi. Auk þess verða námskein haldin ann- ars staðar á Vesturlandi þar sem þörf og áhugi er fyrir hendi. „Síð- an er rétt að ítreka að atvinnubíl- stjórar þurfa að endurnýja réttind- in á fimm ára fresti. Það þýðir að þeir sem kláruðu námskeiðið núna þurfa að sitja það aftur fyrir árið 2023,“ segir hann. Hugmyndin á bakvið tilskip- unina er að atvinnubílstjórar í einu landi evrópu geti flutt vörur og fólk milli landa og haft full réttindi þar líka. Var þessari lagabreytingu mótmælt nokkuð hérlendis á sínum tíma og margir voru á því að hún ætti ekki við hér á landi. Lengra náði málið hins vegar ekki. „Til- skipunin var einfaldlega innleidd og hefur tekið gildi. en á móti kemur að vilji íslenskir atvinnubíl- stjórar hefja akstur annars staðar, hvort sem er tímabundið eða var- anlega, þá hafa þeir full réttindi til þess í öllum löndum evrópu,“ seg- ir Vilhjálmur Gíslason að endingu. kgk Atvinnubílstjórar sem luku endurmenntunarnámskeiði á Akranesi um helgina. Fremst til hægri er Vilhjálmur Gíslason öku- kennari. Ljósm. Jón Atli Sigurðsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.