Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201818 ólíku hópum. ein sem ég er að vinna með hefur verið að vinna með fórnar- lömbum mannsals í Suður-Ameríku og önnur hefur verið að vinna mikið grasrótarstarf í baráttu gegn umskurði kvenna í Afríku. Þetta eru hlutir sem við á litla Íslandi heyrum oftast bara um í fréttum. Námið stundar einnig strákur frá Sýrlandi og meðan við hin höfðum áhyggjur af prófspurningum þá hafði hann áhyggjur af ástvinum sínum. Þetta ásamt öðru hefur gert það að verkum að mannréttindabrot um allan heim verða örlítið áþreif- anlegri fyrir mig,“ segir Maj-britt. „Maður fer að sjá mannréttindabrot í stærra samhengi en áður, í alþjóðlegra samhengi og ég geri mér mun betur grein fyrir mikilvægi þess að vernda mannréttindi. Þó ég hafi alltaf vitað að of stór hluti jarðarbúa byggju ekki við mikil mannréttindi og mín skoð- un var alltaf að það þyrfti að berjast fyrir réttindum þess fólks þá varð ég fyrir ákveðinni vitundarvakningu í náminu sem hefur styrkt mig í þeirri skoðun og gert mér betur kleift að stuðla að því að gera heiminn örlítið betri. Núna sé ég líka hversu heppin við erum í raun og veru að búa á Ís- landi, þó vissulega sé þar margt sem þarf að bæta og standa vörð um. Við megum aldrei sofna á verðinum. Ís- land getur einnig verið í fararbroddi á svo mörgum sviðum og ég veit að það er litið til þess sem við erum að gera t.d. á sviði launajafnréttis.“ Mannréttindi eru fyrir alla Innflytjendamál og málefni flótta- fólks og hælisleitanda hafa verið of- arlega í umræðunni síðustu ár. Skipt- ar skoðanir eru meðal fólks um hvort, og þá hversu mörgum, við Íslending- ar eigum að taka á móti sem hafa neyðst til að flýja heimili sín. „Það er rosalega margt að gerast í mann- réttindamálum í heiminum og þá sér- staklega hvað varðar flóttafólk. Þetta er umræða sem við verðum að taka því staðreyndin er að nú er stríður straumur flóttafólks inn í evrópu og málefni þeirra hafa verið að þróast og breytast mjög hratt undanfarið. Í þessu öllu er mikilvægt að Íslending- ar standi við sínar alþjóðlegu skuld- bindingar og viti hvað felist í þeim. Við þurfum að fara að opna um- ræðuna og ræða um þessi málefni af yfirvegun og málefnalega. ef það er ekki hægt kemur það niður á þeim sem minnst mega við því. Við verð- um alltaf að hafa í huga að mannrétt- indi eru fyrir alla,“ segir Maj-britt. Áhersla á fjölskylduna í Svíþjóð Aðspurð hvort Svíþjóð sé mjög frá- brugðin Íslandi, svarar Maj-britt að í raun sé ekki einfalt að bera þessi tvö lönd saman. „Margt er mjög svipað. Við erum með svip- aða menningu, svipuð gildi og í það heila er ekki mikill munur á Svíum og Íslendingum. Kerfið hér er þó allt frekar frábrugðið því íslenska. Það má eiginlega segja að hjá Sví- um sé aldrei neitt of mikið eða of lítið, það er allt frekar passlegt. Það reddast ekki mikið hér í Svíþjóð á síðustu stundu, ekki eins og á Ís- landi,“ segir hún og hlær. „Okkur líkar mjög vel hér og það er margt sem er betra en á Íslandi og ann- að sem er verra. Örugglega eins og það er bara alls staðar. Það sem ég myndi segja að væri það besta við Svíþjóð er að hér er öflugt velferð- arkerfi, yfirveguð þjóðfélagsum- ræða og hér er mjög gott að vera með börn. fjölskyldan er alltaf sett í fyrsta sæti og atvinnurekendur taka alltaf tillit til fjölskyldu starfs- manna. Sem dæmi eru föstudags- kvöld heilög hjá Svíum, það eru fjölskyldukvöld. Við fundum strax að Svíar verða hreinlega hissa ef maður stingur upp á því að hittast og gera eitthvað á föstudagskvöldi. Svíar eru mjög rúðustrikaðir með þetta, og í raun eru þeir það með flest,“ segir Maj-britt brosandi. „Hér er líka nóg í boði fyrir börnin. Íþróttir og tómstundir kosta lítið og leikskólagjöld eru mjög hófleg. Það skiptir í raun engu máli hvert þú ferð í Svíþjóð, það er alltaf eitt- hvað skemmtilegt í boði fyrir börn- in, gagnvirk söfn, leikgarðar eða eitthvað annað skemmtilegt. Mað- ur þarf því aldrei að leita langt að einhverju til að gera með fjölskyld- unni. Ég sakna reyndar sundlaug- anna á Íslandi. Hér eru sundlaugar en þær eru flestar mjög kaldar yfir vetrartímann og ekki svona góðar eins og á Íslandi,“ bætir hún við. Fjölskyldan og vinirnir toga „Síðan við fluttum út hefur einar verið í námi og unnið við verkefna- stjórnun og knattspyrnuþjálfun en hann er nú í eins árs meistaranámi í stjórnun við Háskólann í Lundi og við útskrifumst bæði núna í vor. Við erum ekki viss hvað tekur við eft- ir það,“ svarar Maj-britt aðspurð hvort þau ætli að flytja heim til Ís- lands að loknu námi. „Okkur líður mjög vel hér en fjölskyldan og vin- irnir heima toga í mann, svo leið okkur líka mjög vel á Íslandi. Við þurfum að fara að hugsa okkar gang með þetta. eftir útskrift ætti ég að hafa ýmsa starfsmöguleika, hvort sem það væri á Íslandi eða í Sví- þjóð. en ég get alveg sagt að Ísland og fólkið okkar heima togar ansi fast og ég er nokkuð viss um að við förum aftur heim. Hvort það verð- ur strax eða ekki verður að koma í ljós með vorinu, það veltur allt á at- vinnumálum,“ segir Maj-britt og brosir. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Þau eru mörg og ólík verkefni starfsmanna Landhelgisgæslunn- ar sem meðal annars gerir út varð- skip, þyrlur og flugvél til björg- unarstarfa. Óvenjulegt verkefni var á borði gæslunnar um liðna helgi. Þá flutti varðskipið Týr fjóra röska smala og þrjá smala- hunda frá Seyðisfirði yfir í Loð- mundarfjörð. Í firðinum er tals- vert af fé sem ekki tókst að smala til byggða í haust. Þar hefur það því hafst við í vetur og sum- ar kindanna að líkindum leng- ur. Siglingin úr Seyðisfirði yfir í Loðmundarfjörð gekk vel í góðu veðri. Smalarnir og hundarnir fóru svo í land í Loðmundarfirði með léttabát Týs. Þar ætluðu þeir að hitta vélsleðamenn sem komu frá egilsstöðum og stefndu að því að reka allt féð, um fimm- tíu kindur, yfir í Seyðisfjörð. Þótt lendingin væri ekki eins og best verður á kosið gekk allt að ósk- um við koma bæði hundum og mönnum í land, sagði í tilkynn- ingu frá gæslunni. mm Varðskip ferjaði smala í Loðmundarfjörð Maj-britt Hjördís briem fæddist í Svíþjóð en ólst upp frá fjögurra ára aldri í Reykjavík, þar sem hún bjó allt þar til hún hóf nám við Háskólann á bifröst árið 2003. „Ég heiti reyndar sænsku nafni en er alveg íslensk. Ég er af sænskum ættum en amma mín var sænsk og fluttist til Íslands í lok seinni heimstyrjaldar með afa mín- um sem var íslenskur. Ég fæddist í Svíþjóð þegar foreldrar mínir voru þar í námi en ólst svo upp í Árbæn- um, Vogahverfi og breiðholti. Ég fór í Menntaskólann í Reykjavík og lang- aði svo að prófa eitthvað allt annað og endaði því á bifröst þar sem ég lærði lögfræði. Þar kynntist ég mannin- um mínum, einari Þorvaldi eyjólfs- syni, og þá var ekkert aftur snúið, ég var föst í borgarfirðinum,“ segir Maj- britt og hlær. „Mér leið reyndar mjög vel í borgarfirði og var það góður staður til að setjast að með einari. Hann er úr borgarnesi svo við bjugg- um saman þar en áður hafði ég búið í Norðurárdalnum og leið mjög vel á báðum stöðum. Við bjuggum sam- an í borgarnesi í átta ár, eða þar til við fluttum til Svíþjóðar fyrir tæplega þremur árum,“ bætir hún við. Fór til Svíþjóðar í nám Maj-britt stundar nú LLM nám í mannréttindalögfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og stefnir á að ljúka náminu næsta vor. „Okkur fannst við mjög huguð að leggja í þetta verkefni, að rífa stelpurnar upp og flytja hing- að út svo ég gæti farið aftur í nám. en þar sem aðeins 50 af 800 umsækj- endum komust inn, og ég þar á með- al, var þetta einstakt tækifæri sem ég gat ekki sleppt,“ segir Maj-britt. „Námið er unnið í samstarfi við Rao- ul Wallenberg stofnunina sem er ein fremsta stofnun á sviði mannréttinda í heiminum og er með sína rann- sóknarmiðstöð í Lundi. Í náminu er ég að læra um réttindi einstaklinga gagnvart ríkjum, alþjóðastofnanir, al- þjóðalög og alþjóðasáttmála sem ríki hafa gengist undir. Ég hef sérhæft mig í réttindum á vinnumarkaði. Þar hef ég verið að rannsaka starfsmanna- rétt, launajafnrétti og mismunun á vinnumarkaði. Mismunun getur birst á svo margvíslegan hátt, hún getur til dæmis verið bein og óbein og verið á grundvelli kynferðis, aldurs, fötlun- ar, kynhneigðar og svo framvegis. Ég hef mest verið að rannsaka launajafn- rétti á vinnumarkaði og er að skrifa meistararitgerð um það núna,“ held- ur hún áfram. Mannréttindabrot urðu áþreifanlegri „Námið hefur kennt mér svo mikið meira en bara það sem kennararnir hafa sagt og stendur í námsbókun- um. Ég hef upplifað margt algjör- lega nýtt og framandi þó ég hafi ekki flutt lengra en til Svíþjóðar. Með mér í náminu er fólk hvaðanæva úr heiminum, fólk frá öllum heimsálf- um með ólíkan bakgrunn og ólíka nálgun á lögfræði. Maður hefur ekki síst lært af því að vinna með þessum „Við verðum alltaf að hafa í huga að mannréttindi eru fyrir alla“ Maj-Britt Hjördís Briem og Einar Þorvaldur Eyjólfsson ásamt dætrum sínum þremur, þeim Herdísi Maríu, Þóru Guðrúnu og Valý Karen. Maj-Britt í hópavinnu í Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Með henni á myndinni eru nemendur frá Albaníu, Kólumbíu, Japan og Svíþjóð. Í þessu námi er fólk úr öllum heimsálfum. Systurnar Herdís María, Valý Karen og Þóra Guðrún í Skrylle-skógi í Svíþjóð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.