Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201814 Söngvakeppnin 2018 hefst laugar- daginn 10. febrúar með fyrra und- anúrslitakvöldi. Seinna undankvöld- ið fer fram viku síðar og að lokum verður úrslitakeppni í Laugardals- höll 3. mars. Þar mun ráðast hver verður fulltrúi Íslands í eurovison í Lissabon í maí. Tólf atriði bítast um sæti í euro- vision að þessu sinni. eitt þeirra er atriði Skagakonunnar Rakelar Páls- dóttur. Hún flytur lagið Óskin mín, eða My Wish, eins og það útleggst upp á enska tungu. Höfundur lags og texta er Hallgrímur bragason, en hann er jafnframt höfundur enska textans ásamt Nicholas Hammond. Um útsetningu sá Vignir Snær Vig- fússon. kgk Á hleðslusöðv- um Orku náttúr- unnar, sem fyrir- tækið kallar hlöð, var byrjað að selja þjónustuna frá og með 1. febrú- ar síðastliðnum. ON hefur boð- ið rafbílaeigend- um þessa þjón- ustu frítt allt frá árinu 2014 en hún verður nú seld á 19 krónur á mín- útu auk 20 króna fyrir hverja kíló- vattstund. Raf- bílaeigendur sem hyggjast kaupa þjónustuna verða að hafa virkjað hleðslulykil frá ON. Síðustu vikur og mánuði hef- ur ON þróað og prófað sölukerfi fyrir þjónustuna í hlöðunum. frá miðjum þessum mánuði hafa raf- bílaeigendur getað fengið senda heim ON lykla sem ganga að hrað- hleðslunum og svo virkjað þá með því að skrá greiðslukort á vef ON, www.on.is. „Talsverð umræða hefur orð- ið meðal rafbílaeigenda um sölu- fyrirkomulagið. „Við höfum fylgst með þessum umræðum, tekið þátt í þeim og tekið mark á þeim,“ segir bjarni Már Júlíusson, fram- kvæmdastjóri ON. Verðlagningin sem nú er kynnt er breyting á upp- haflegum áformum en upphaflega átti að selja mínútuna á 39 krónur, en verður 19 krónur eins og áður segir. fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að á reynslutímabili sölukerfisins verður tímaverðið 17,10 krónur, sem er 10% lægra en í verðskránni sem ON gef- ur út. „Þessu tilboði lýkur þegar festa verður komin á rekstur sölu- kerfisins en verður varanlegri af- sláttur fyrir handhafa N1 korts- ins í þeim hlöðum ON sem standa við þjónustustöðvar N1. fyrirtæk- ið hefur verið traustur samstarfs- aðili ON við uppbyggingu þess- ara innviða fyrir orkuskipti í sam- göngum. Af þeim 26 hlöðum með hraðhleðslum, sem ON hefur sett upp, standa sjö við þjónustustöðv- ar N1.“ mm Nú þurfa rafbílaeigendur að borga fyrir hleðslurnar Rakel Pálsdóttir keppir í Söngvakeppninni Rakel Pálsdóttir söngkona. Hjónin Jón Magnússon og Dani- ela Roman reka Hestamiðstöðina borgartún að Æðarodda við Akra- nes. Þar bjóða þau meðal annars upp á hestaleigu og að taka hest í áskrift. blaðamaður settist niður með Jóni og ester björk Magnús- dóttur, bróðurdóttur Jóns, í hest- húsinu og ræddi við þau um hesta- mennskuna og starfsemina hjá Hestamiðstöðinni borgartúni. „Við bjóðum upp á hestaleigu fyrir þá sem vilja fara í einn reið- túr. Það er mjög vinsælt hjá erlendu ferðafólki. Áskriftin sem við bjóð- um upp á er fyrir þá sem vilja prófa að stunda hestamennsku en hafa einhverra hluta vegna ekki tök á að eignast sinn eigin hest eða vilja sjá hvernig þeim líkar áður en fjárfest er í hesti með öllum þeim kostnaði og skuldbindingum sem því fylgir,“ segir Jón. „Áskriftin virkar þannig að fólk borgar mánaðarlega fyrir aðgang að hesti í tvo eða þrjá daga í viku. Þá hefur áskrifandinn fullan aðgang að hestinum, aðstöðunni og öllum búnaði hjá okkur þessa um- sömdu daga,“ bætir Jón við. Að- staðan í hesthúsinu er mjög góð en þar er innangengt inn í reiðskemmu þar sem hægt er að fara á bak þeg- ar veður er leiðinlegt. „Áskrifendur ráða því alveg hversu mikinn þátt þeir taka í daglegri umhirðu á hest- inum. Það er í boði að koma bara til að fara bara á bak og við sjáum um allt annað. Áskrifendum er líka vel- komið og aðstoða við alla umhirðu, sem náttúrlega er stór partur af því að hafa hest og margir sem vilja taka þátt í því líka,“ segir Jón. Jón er fæddur á Mýrum en ætt- aður frá Akranesi og hefur lengst af búið þar. „Ég myndi nú skilgreina mig sem Skagamann en báðir for- eldrar mínir eru frá Akranesi og hér hef ég meira og minna búið frá því ég var ungur,“ segir Jón. „Ég ólst upp í kringum hesta og það er alveg óhætt að segja að hestamennskan sé í blóðinu hjá mér. Daniela kemur frá Svíþjóð og er líka alin upp innan um hesta, bæði íslenska og sænska hesta. Við rákum saman hestaleigu og hestaskóla í Svíþjóð í fjölmörg ár á tíunda áratugnum, svo þetta er ekki alveg ný starfsemi fyrir okkur,“ segir Jón. „en íslenski hesturinn er það sem dró Danielu upphaflega til Íslands árið 1992 þegar hún kom hingað að temja,“ bætir hann við. Reiðnámskeið í boði Auk hestaleigunnar bjóða þau Jón og Daniela upp á reiðnámskeið. Þá eru þau einnig að rækta, temja og þjálfa hross auk þess sem þau vinna bæði fulla vaktavinnu, Jón hjá el- kem og Daniela hjá búsetuþjón- ustu fatlaðra á Akranesi. „Þetta er hörkuvinna og það er alveg nóg að gera hjá okkur. Við búum svo vel að fá góða aðstoð frá fjölskyldunni,“ segir Jón brosandi og horfir á est- er. „bara að sinna lágmarks um- hirðu tekur nokkrar klukkustund- ir á hverjum degi og það er kostn- aðarsamt að halda uppi svona rækt- un og þessari starfsemi. einn dag- inn verður þetta kannski okkar aðal starf. Það væri vissulega mjög skemmtilegt að geta unnið ein- göngu við það sem maður elskar að gera,“ segir Jón. Aðspurður hvort þau séu líka að keppa og sýna hross svarar Jón því neitandi. „Ég var í því hér áður fyrr en nú gengur það fyrir sem gefur pening, hitt er bara leikaraskapur og verður að bíða betri tíma,“ segir hann og hlær. Um miðjan þennan mánuð fara af stað reiðnámskeið hjá Hestamið- stöðinni borgartúni. „Við erum mest með námskeið fyrir börn og unglinga en fullorðnir geta haft samband við okkur og ef það er eftirspurn getur vel verið að við höldum fullorðinsnámskeið,“ segir Jón og bætir því við að námskeiðin standa yfir í fjórar til fimm vikur og eru eitt eða tvö skipti í viku. „Þar sem við vinnum bæði vaktavinnu er það misjafnt hvaða daga nám- skeiðin eru. Það er best að hafa bara samband við okkur fyrir allar upp- lýsingar hvað það varðar.“ Hann segir að vonandi muni þau einnig bjóða upp á knapamerki einn dag- inn. „Knapamerki er stigskipt nám fyrir 12 ára og eldri. Þetta er þá venjulega partur af vali hjá nem- endum í grunnskóla og framhalds- skóla en þetta hefur ekki enn verið í boði í skólum hér á Akranesi. Von- andi fer það að breytast en við erum með góða aðstöðu hér til að kenna knapamerkin og Daniela hefur réttindi til að kenna hluta þeirra og við gætu líka fengið til okkar reið- kennara með réttindi til að kenna öll knapamerkin.“ arg Bjóða fólki áskrift af hesti Jón Magnússon ásamt hestinum Ljósa frá Höfða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.