Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 2018 15 RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. Rafvirki í Borgarnesi • • • • • Helstu verkefni • Sveinspróf í rafvirkjun • Öryggisvitund • • • Hæfniskröfur is. Rafvirki í Ólafsvík • • • • • Helstu verkefni • Sveinspróf í rafvirkjun • Öryggisvitund • • • Hæfniskröfur is. Morgunblaðið/Fréttablaðið janúar 2018: 167x265 mm SK ES SU H O R N 2 01 8 1268. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Garðakaffi, • laugardaginn 10. febrúar kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, sunnudaginn • 11. febrúar kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, • Stillholti 16-18, laugardaginn 10. febrúar kl. 11.00. Frjálsir með framsókn í Framsóknarhúsinu • við Sunnubraut, mánudaginn 12. febrúar kl. 20.00. Bæjarstjórnarfundur Fréttaveit Vesturlands www.skessuhorn.is Hjá borgarbyggð er nú unnið að mótun stefnu um upplýsingamiðl- un og samráð við íbúa en starfandi er sérstök upplýsinga- og lýðræð- isnefnd. Síðastliðinn þriðjudag var haldinn opinn fundur til að heyra sjónarmið íbúa og ræða hvernig mætti gera betur. Í frétt frá borg- arbyggð af fundinum segir að mæt- ing hafi verið góð en um fjöru- tíu manns á breiðum aldri, íbú- ar, kjörnir sveitarstjórnarfulltrú- ar og starfsmenn sveitarfélagsins, tóku virkan þátt í umræðum auk þess sem fundinum var streymt í gegnum facebook. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, ráðgjafi hjá ILDI, hafði umsjón með fundinum og fór jafnframt yfir hvað einkennir vel heppnað samráð við íbúa. Á fundinum var rætt um upplýs- ingagjöf, aðkomu íbúa að ákvörð- unum, skipulagsmál og virkni íbúa. Meðal annars kom fram að forsendur fyrir miðlun upplýsinga hafi breyst mikið með tilkomu samfélagsmiðla og að skilgreina þurfi þann þátt betur. Þátttakend- ur lýstu áhuga á að íbúum verði í vaxandi mæli gefinn kostur á að- komu að ákvörðunum, að kallað verði eftir sem flestum sjónarmið- um t.d. með fundum og skoðana- könnunum og að rökstuðningur ákvarðana í skipulagsmálum verði kynntur íbúum. Loks minntu þátt- takendur á að ábyrgðin er ekki ein- ungis sveitarfélagsins, heldur líka íbúa sjálfra og að mikilvægt sé að þau eldri séu þeim yngri gott for- dæmi. Í lok fundar var spurt, hvers vegna borgarbyggð ætti að leggja áherslu á að gera enn betur varð- andi upplýsingamál og samráð. Þar kom m.a. fram að samtal er grund- völlur trausts, að gegnsæi og heið- arleiki skipti máli, að sveitarfélagið og íbúarnir eru eitt og markmið allra megi draga saman í setning- unni: „betri og ánægðari borgar- byggð“. Næsta skref í þessu ferli er að nú mun upplýsinga- og lýð- ræðisnefnd, undir forystu Magn- úsar Smára Snorrasonar, vinna úr efni og niðurstöðum fundarins og ábendingum sem fram komu. mm Rætt um betri og ánægðari Borgarbyggð Svipmynd af fundinum. Ljósm. borgarbyggd.is búið er að lýsa tilnefningum til viðurkenningar Hagþenkis 2017, verðlauna sem felast meðal ann- ars í 1250 þúsund krónum í pen- ingum auk verðlaunagrips og veitt verða í lok þessa mánaðar. Meðal þeirra ritverka sem tilnefnd voru er Saga borgarness sem gefin var út á síðasta ári í tveimur bindum. Sög- una skráðu frændurnir egill Ólafs- son, sem féll frá við ritun verksins, og Heiðar Lind Hansson sagnfræð- ingur. Í umsögn vegna tilnefningar- innar segir um bækurnar: „Áhuga- verð saga sem á sér skýran samhljóm í þróun Íslandsbyggðar almennt, studd ríkulegu og fjölbreyttu mynd- efni.“ Önnur ritverk sem tilnefnd voru: Aðalheiður Jóhannsdóttir fyrir inn- gang að skipulagsrétti – lagarammi og réttarframkvæmd. Ásdís Jóels- dóttir fyrir Íslensku lopapeysuna, – uppruna, sögu og hönnun. Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðins- dóttir fyrir bókina borgin – heim- kynni okkar. Stefán Arnórsson fyr- ir Jarðhiti og jarðarauðlindir. Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Krist- jánsson fyrir: Ójöfnuður á Íslandi – skipting tekna og eigna í fjölþjóð- legu samhengi. Steinunn Kristjáns- Saga Borgarness tilnefnd til verðlauna Hagþenkis dóttir fyrir bókina Leitin að klaustr- unum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Unnur Jökulsdóttir fyrir bókina Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. úlfar bragason fyrir frelsi, menning, framför – um bréf og greinar Jóns Halldórsson- ar. Vilhelm Vilhelmsson fyrir bók- ina Sjálfstætt fólk – vistarband og ís- lenskt samfélag á 19. öld. mm Á meðfylgjandi mynd má sjá þá sem tilefningar hlutu eða fulltrúa þeirra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.