Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201828 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmar 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 7 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Skagabraut 6, Akranesi - sími: 431-5110/666-5110 www.smaprent.is - smaprent@smaprent.is Hönnum, prentum og merkjum fyrir einstaklinga, hópa, félög, samtök og fyrirtæki Smáprent Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Árlegum vetrarfuglatalningum er nýlokið á 15 talningarsvæðum við norðanvert Snæfellsnes. Náttúru- stofa Vesturlands heldur utan um heildarniðurstöður talninganna og telur meirihluta svæðanna en starfsmenn Rannsóknaseturs Há- skóla Íslands á Snæfellsnesi og fuglaáhugamenn telja hluta svæð- anna. Talning vetrarfugla er hluti af vöktun íslenskra fugla og gef- ur bæði áhugaverðar og mikilvæg- ar niðurstöður. Samsetning fugla- fánunnar á Íslandi breytist mjög mikið á milli árstíma en á með- al þess sem gerir vetrarfuglaskoð- un sérstaka er að þá safnast fuglar oft fyrir í stórum hópum þar sem æti er að finna. einnig má að vetri sjá fugla sem ekki sjást eins vel að sumarlagi og þá er vetrarbúning- ur sumra tegunda mjög frábrugð- inn sumarbúningum. fuglaskoðun getur því verið mjög skemmtileg að vetrarlagi ekki síður en að vor- lagi eða á öðrum tímum árs. Heildarfjöldi fugla nú (tæp 23 þúsund) var svipaður og um ára- mótin 2014-2015 (skráning miðuð við jól 2014) en meiri en síðustu tvö ár. Talið hefur verið samfellt á 11 svæðum frá árinu 2009 og hefur fjöldi fugla sveiflast mjög mikið á þeim tíma. Aðalorsök sveiflunnar er fæðuframboð en miklar síldar- göngur fyrir nokkrum árum settu aldeilis svip á fuglalífið, eins og sjá má á toppnum í kringum 2012. Í talningunni nú sáust samtals 39 fuglategundir. Algengastir voru æðarfugl, fýll, svartbakur, bjart- máfur og hvítmáfur en samtals voru skráðir meira en eitt þúsund fuglar af níu tegundum. Á með- al fágætra tegunda voru gulönd (9 stk.), svartþröstur (3), gráhegri (2), rauðbrystingur (2) og barrf- inka (1). fuglar eru taldir að vetrarlagi til að gefa vísbendingar um þróun stofna og svæðisbundnar breyting- ar á fuglalífi. Upphaf slíkra taln- inga á Íslandi nær aftur til 1952 en mjög misjafnt er yfir hvaða tíma- bil gögn ná á einstökum svæðum. Hægt er að reikna vísitölur fyrir stofna þeirra tegunda sem koma vel fram í vetrarfuglatalningum. Talið er að þær sýni allvel breyt- ingar í stofnum 17 tegunda. Þeir fuglar sem halda til hér að vetr- arlagi eru margir staðfuglar en sömuleiðis geta verið hér hlutar af stofnum farfugla, bæði tegunda sem alla jafna fara til meginlands evrópu og nærliggjandi svæða eða tegunda sem hingað koma nær ein- göngu að vetrarlagi – oft frá norð- lægari slóðum. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um niðurstöður vetr- arfuglatalninga á landsvísu og birt- ir þær á vef sínum. búi lesendur yfir markverðum upplýsingum um fugla eða langar að taka þátt í ár- legri vetrarfuglatalningu, eru þeir hvattir til að hafa samband við Náttúrustofu Vesturlands (nsv@ nsv.is). Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee, Náttúrustofa Vest- urlands. Vetrarfuglar taldir á Snæfellsnesi Tafla með fuglategundum og fjölda af hverri tegund. Róbert A Stefánsson telur hér fugla. Ljósm. mvs. Kort af talningarsvæðunum. Graf sem sýnir sveiflu í heildarfjölda fugla frá desember 2009 til desember 2017.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.