Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201820 Á Kalastöðum í Hvalfjarðarsveit hefur verið stofnað Draugr brugg- hús. Að brugginu standa þrír fé- lagar: bjarki Þór Þorvaldsson, Óli Heiðar Arngrímsson og Víf- ill Garðarsson. blaðamaður hitti þá félaga yfir ölkollu í Dularfullu búðinni við Skólabraut á Akra- nesi, en þar hafa þeir einmitt kom- ið tveimur tegundum af bjór í sölu og nýrrar tegundar er að vænta á næstunni. bjarki var örlítið seinn en kom færandi hendi með vegg- spjöld fyrir nýja bjórinn enda gott að nota ferðina á Akranes. Innfluttur áhugi bjarki er menntaður rafmagns- verkfræðingur, Óli er rafvirki og Vífill er rafeindavirki og þótt ótrú- legt megi virðast þá nýtist mennt- un þeirra allra við bruggunina. Þeir félagar hafa verið í samfloti síðan annað hvort í grunnskóla eða menntaskóla, þótt örlítið hafi teygst á vináttuböndunum á meðan bjarki var við nám og vinnu í Dan- mörku og englandi. Hugmynd- in að brugguninni kom einmitt frá Danmörku en þó á ská frá banda- ríkjunum. „Já, það var bandarískur vinnufélagi minn í Danmörku sem stakk upp á þessu,“ segir bjarki. Leiðir þeirra skildu þegar bjarki flutti aftur heim til Íslands með fjölskyldunni sinni 2011 og banda- ríkjamaðurinn hélt til heimalands síns, en þeir héldu lítillega sam- bandi og hvor um sig fór að brugga í sínu horni og deila reynslunni. „Hann sagði að í bandaríkjunum væru allir að gera þetta.“ Viðburðabjórinn Þeir ræða sín á milli um hvenær bruggun hafi í raun hafist á Kala- stöðum og sammælast um að það hafi verið örlítið fyrir fyrstu belg- íuferðina. „fyrsta belgíuferðin var árið 2012,“ skýtur Vífill inn í. fyrir það höfðu Óli og bjarki setið einir að brugginu en eftir þá ferð urðu þeir fjórir en einn hefur dott- ið út eftir það. Karl eiríksson, fé- lagi þeirra, skipuleggur pílagríms- ferðirnar til belgíu og var áður hluti af bruggteyminu. Hann sér þó enn um að skipuleggja ferð- irnar til belgíu og hafa þeir fé- lagar farið í að minnsta kosti þrjár ferðir þar um og skoðað brugg- hús. Í hverri ferð voru skoðuð tvö til fjögur brugghús á dag. Þeir eru sammála um að belgíuferðirn- ar hafi hvatt þá til dáða þannig að þeim fannst mögulegt að gera eitt- hvað meira hér heima. „Við fór- um í ferð til belgíu árið 2015. Þá fórum við í heimahús þar sem var notaður mjólkurtankur, reynd- ar mun stærri en við erum með, en þau voru að brugga svona við- burðabjór. bærinn kom þá og bað um sérbrugg fyrir einhvern við- burð eða hátíð og við hugsuðum að þetta væri ekkert til á Íslandi,“ segir Vífill og bætir við að þeir hafi eygt tækifæri með þessu viðskipta- líkani. Mjólkurtankur fullur af bruggi Þeir búa vel að því að hafa stórt fjós og mjólkurhús sem aðstöðu sína á Kalastöðum. Áður var þar mjólk- urbúskapur en nú eru einungis nokkur geldneyti eftir. Mjólkur- húsið stóð því tómt. eftir þrotlausa vinnu náðu þeir að sameina mjólk- urhúsið og gamla hænsnahúsið, gera allt múshelt, flísaleggja og leggja nýtt rafmagn í bygginguna. Aðstaðan stenst nú alla heilbrigð- isstaðla þótt það hafi ekki endilega verið markmiðið, hvað þá að fara að selja bjórinn einhvers staðar. „Þetta er svona áhugamál sem við misstum stjórn á,“ segir Vífill og þeir hlæja allir því til samþykkis. Byggræktun? Þorvaldur Ingi Magnússon, bónd- inn á Kalastöðum og faðir bjarka, tekur virkan þátt í verkefninu með þeim. Hann sér um daglegan rekst- ur á brugguninni. Það er þó lítið sem þarf að gera því eins og sagði áður nýtist menntun þeirra félaga vel við bruggunina. Allt er meira og minna tölvustýrt og þeir geta fylgst með hverju einasta smáat- riði í appi í símanum sínum. „Það kemur sér samt vel að hafa Þor- vald þarna,“ skýtur Óli inn í. Komi eitthvað upp á er hann nálægt og hann getur gert smá viðvik ef þess þarf. Annars búa bjarki og Vífill í Reykjavík en Óli á Akranesi. Þar sem ekki er lengur mjólk- urbúskapur á Kalastöðum og grasið er aðeins slegið og selt spyr blaða- maður hvort ekki liggi beinast við að rækta byggið á jörðinni og selja alíslenskan bjór. bruggararnir taka því fálega og útskýra í löngu máli að það sé mikil vinna að rækta bygg á Íslandi. Það myndi aldrei borga sig. Þess utan þyrfti að verka byggið rétt svo hægt væri að nota það við bruggunina. Þeir enda svo á því að segja að allur bjór á Íslandi sé bruggaður úr þýsku eða frönsku malti. Þeir bruggi sjálfir út þýsku gæða malti. Úr tugum í hundruð bjórbruggunin byrjaði eins og fyrr segir sem algjört áhugamál. „Við vorum bara með tuttugu lítra fötur til að byrja með. Þá vorum við með svona kit-bjór. brugguðum úr eins konar sýrópi sem maður blandar við vatn,“ segir bjarki og Óli fitj- ar upp á nefið. „Hann var ekkert sérlega góður,“ bætir hann við og þeir hlæja. eftir því sem fleiri bættust í félagsskapinn þurfti að fara að brugga meira og meira. „Okkur langaði að bjórinn sem við brugg- uðum myndi endast á milli brugg- ana,“ segir Óli. Þá fóru þeir líka að gera tilraunir með að brugga úr bygginu sjálfu, í staðinn fyrir að notast við sýróp. Tankarnir urðu stærri, búnaðurinn þróaðari, sótt- hreinsunarreglurnar strangari og fyrir vikið varð bjórinn betri. „Það blandast inn í þetta tækjaáhuginn okkar. Við höfum gaman að því að smíða dót og svona,“ segir bjarki. eins og er brugga þeir í 130 lítra tanki, en þeir hafa verið að stækka og bæta aðstöðuna enn frekar. „Nýi gerjunartankurinn er það fyrsta sem við smíðum ekki sjálfir,“ segir Vífill. Nú er framleiðsluget- an komin upp í um 550 lítra. „Við vorum með hámarks framleiðslu- getu með einungis það sem við erum að selja hérna,“ segir Óli og veifar hendinni í kringum sig og á við Dularfullu búðina. „Þegar nýja 550 lítra kerfið okkar tekur við þá verður þetta eitthvað meira.“ Þeir hafa engin plön um að gera bruggunina að fullri vinnu. „Þetta er algjört áhugamál og alls ekkert svo mikil vinna í raun og veru,“ segir bjarki. Tölvustýringin sem þeir smíðuðu í sameiningu sér til þess að það þarf lítið að vakta gerjunina. „Það er líka bara til að tryggja að það séu engar sveiflur í gerjuninni,“ segir bjarki. Þeir segja að tölvustýringin létti þeim lífið það mikið að vinnan við að brugga sé einungis þrír dagar í mesta lagi, sem dreifast á þrjár vikur. Vinnan við stækkunina síðustu vikur hafi þó verið töluvert meiri og tekið upp mikinn tíma eftir vinnu. Þeirri vinnu er þó að mestu lokið núna og framleiðslugetan hjá Draugr brugghúsi hefur margfaldast. Fleiri bjórtegundir Draugr brugghús hóf sölu á tveim- ur tegundum af bjór í Dularfullu búðinni fyrir stuttu. Annar heit- ir Axlar-björn og hinn Djákninn. Þeir segjast ætla að halda sig við draugasögurnar og þjóðsögurnar í nafngiftinni á bjórnum, enda af nógu að taka. Nýjasti bjórinn sem er væntanlegur fær nafnið Katanes- dýrið, þeim fannst það viðeigandi, enda sést Katanesvatn frá Kalastöð- um. Viðtökurnar á Axlar-birni og Djáknanum komu þeim skemmti- lega á óvart. „Við önnum varla eft- irspurninni,“ segir Óli og brosir. „Við vorum eiginlega ekki alveg tilbúnir og bjuggumst ekki við að þetta færi svona hratt,“ bætir bjarki við. „Það kom okkur skemmtilega á óvart og við fáum mjög jákvæða gagnrýni. Meirihlutinn af fólki er bara ánægður með þetta,“ segir Vífill. „Uppbyggileg gagnrýni er góð,“ skýtur Óli inn í. Framtíðin er óskráð Áætlanir þeirra eru að halda áfram að skemmta sér við bruggunina. Húsnæðið á Kalastöðum býður upp á frekari stækkun. Þá langar jafnvel að stækka brugghúsið enn frekar en þeir hafa líka hugmyndir um að búa til gestaaðstöðu og taka á móti ferðamönnum. Þeir segja dýrmætt að fá tæki- færi til að prófa að selja bjórinn í Dularfullu búðinni og hafa frétt af ólíklegasta fólki sem hefur smakk- að bjórinn og líkað vel. Þeir eru í óformlegum viðræðum við stað í borgarnesi um sölu á bjórnum. Þá hefur Míkróbar í Reykjavík einn- ig lýst yfir áhuga á að selja bjórinn þar. „Þetta er samt bara áhugamál og þess vegna er ekkert hundrað í hættunni ef þetta gengur ekki upp,“ segir bjarki. Þeir félagar virðast vera sáttir við að halda brugguninni sem áhugamáli. „Þá hefur maður frjálsar hendur. Við getum svolítið gert það sem við viljum,“ segir Vífill. klj „Þetta er áhugamál sem við misstum stjórn á“ Nanóbrugghúsið Draugr á Kalastöðum í Hvalfjarðarsveit stækkað Óli Heiðar Arngrímsson, Vífill Garðarsson og Bjarki Þór Þorvaldsson standa að baki Draugr Brugghúsi. Hægt er að bragða bjór frá þeim í Dularfullu Búðinni á Akranesi. Ingimar Oddsson við bjórdæluna frá Draugr Brugghúsi. Ljósmyndari fékk að kíkja á bruggun hjá þeim félögum þegar byrjað var að brugga Katanesdýrið. Það er væntanlegt innan skamms í Dularfullu Búðina á Akranesi. Merki brugghússins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.