Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201812 Undir liðnum umræður um störf Alþingis í síðustu viku vakti bjarni Jónsson, varaþingmaður VG í Norðvesturkjördæmi, máls á ástandi vega og skattheimtu. benti hann á að verulega skorti upp á að tekjur sem ríkissjóður hefur af bif- reiðaeigendum skili sér í uppbygg- ingu samgöngukerfisins. „Víða um land liggja vegir undir skemmd- um vegna vanrækslu undanfarinna ára í viðhaldi og frekari uppbygg- ingu; Vatnsnesvegur, Reykjaströnd, Hegranes, Skógarströnd, vegir í Ár- neshreppi, uppsveitir borgarfjarðar og svo mætti áfram telja. Styrking stofnleiða og lagning bundins slit- lags á tengivegi hefur setið á hak- anum,“ sagði bjarni. benti hann á að brýnar stórframkvæmdir, eins og breikkun Vesturlandsvegar frá Kjal- arnesi í borgarnes, hafi vart komist á dagskrá og undirbúningsvinnu sé ábótavant. „Þetta hefur gerst þrátt fyrir loforð fulltrúa flestra stjórn- málaflokka í aðdraganda undanfar- inna alþingiskosninga. Alþingi hef- ur samþykkt metnaðarlitlar sam- gönguáætlanir sem svo hefur ekki einu sinni verið staðið við með því að fjármagna framkvæmd þeirra,“ sagði varaþingmaðurinn. brýndi hann Alþingi og sam- gönguráðherra til að standa sig betur í þessum efnum. „Góðar samgöngur eru lífæð byggðanna. Það er ekki tæk flóttaleið eftir ára- langa vanrækslu í samgöngubótum að ætla að fjármagna þær með veg- tollum á íbúa einstakra svæða, svo sem íbúa á Akranesi og í borgar- firði. Samgönguráðherrar sem tala fyrir slíku sýna uppgjöf gagnvart því verkefni að tala fyrir og tryggja fjármuni í nauðsynlegar samgöngu- bætur af þeim tekjustofnum sem þó eru til þeirra markaðir með marg- víslegri gjaldtöku, svo sem af elds- neyti, umferð, bílum og fleiri þátt- um.“ Minnti bjarni á að 258 millj- arða króna tekjur af umferð und- anfarinna fimm ára hafi ekki verið nýttar til vegagerðar. „Tekjustofn- ar og fjármunir eru greinilega fyr- ir hendi. Alþingi verður því að taka sér tak og samgönguráðherra að leggjast á árar og fylgja þeim verk- efnum eftir sem honum eru falin og ætlað að tala fyrir. Við þurfum aðgerðir strax í vegamálum. Það er alveg augljóst að tekjustofnarn- ir eru fyrir hendi, fjármunirnir eru fyrir hendi, fjármunir sem eru inn- heimtir með ýmsum hætti en skila sér ekki í samgöngubætur, sem þó standa svona illilega upp á okkur,“ sagði bjarni Jónsson. mm „Samgönguráðherrar verða að standa sig betur“ Talsverðar breytingar eru nú í far- vatninu á rekstri blómaseturs- ins - Kaffi Kyrrðar í borgarnesi. Svava Víglundsdóttir og Unn- steinn Arason hafa, ásamt Katr- ínu Huld bjarnadóttur, undanfarin 12 ár rekið blóma- og gjafavöru- verslun í húsinu við Skúlagötu 13 en auk þess kaffihús og nú síðustu árin að auki leigu gistirýmis á efri hæð hússins. Á síðasta ári keyptu þau samliggjandi einbýlishús við Skúlagötu 15 og er þar nú hópur iðnaðarmanna að leggja lokahönd á breytingar á húsinu, innrétta fjórar sjálfstæðar gistieiningar í því til útleigu fyrir ferðamenn. Húsið á Skúlagötu 15 er á einum fegursta útsýnisstað borgarness, en frá því er horft til suðurs á Hafnarfjall, til vesturs yfir Litlu brákarey og út fjörðinn en til norðurs yfir byggð- ina og kúra húsin í englendingavík undir klettinum sem húsið stendur á. Svava og Unnsteinn hafa rekið gistiþjónustu í húsi sínu Skúlagötu 13 en auk þess í húsi við berugötu. eftir viðbótina nú munu þau hafa til útleigu 13 herbergi og flest með sér baðherbergi og með aðgangi að eldunaraðstöðu. Samhliða þess- um breytingum hafa þau nú ákveð- ið að bjóða til sölu rekstur blóma- og gjafavöruverslunar í borgar- nesi og leita nú kaupanda. Kaffi- húsið Kaffi Kyrrð verður hins veg- ar stækkað í því rými sem blóma- búðin er nú. Aðspurð segir Svava að ástæða þessara breytinga sé af persónu- legum toga. Hún hyggst einfalda rekstur sinn en vilji stækka rým- ið sem kaffihúsið hefur með því að selja gjafavöruverslunina og blómasöluna út úr húsinu. Þá á hún von á því að talsverð vinna verði við útleigu gistirýmis til ferðafólks, en sú starfsemi hefur gengið ágætlega að sögn Svövu og farið vaxandi. Hún segist sjálf ætla að svara fyrirspurnum áhuga- samra kaupenda að rekstri blóma- og gjafavöruverslunarinnar. mm Breytingar framundan á rekstri Blómasetursins í Borgarnesi Rekstur blóma- og gjafavöruverslunarinnar er nú til sölu. Húsið við Skúlagötu 15 er samtengt Skúlagötu 13 þar sem Blómasetrið rekur nú leigu gistirýmis. Verslunin og kaffihúsið Matarbúr Kaju verður flutt í nýtt og stærra húsnæði, við Stillholt 23 á Akra- nesi, í mars næstkomandi. Matar- búr Kaju hefur fram til þessa ver- ið til húsa við Kirkjubraut 54 en að sögn eigandans, Karenar Jónsdótt- ur, er það húsnæði einfaldlega orð- ið of lítið fyrir starfsemina. „Það er mjög takmarkað hægt að bjóða upp á í húsnæðinu sem við erum með núna því þar er ekkert eldhús. Í nýja húsnæðinu er stórt og rúm- gott eldhús og miklir möguleikar. Þar ætla ég að hefja framleiðslu á jurtamjólk, en það hefur aldrei ver- ið gert áður á Íslandi. Mjólkurfræð- ingurinn Þórarinn egill Sveinsson mun aðstoða mig við framleiðslu á jurtamjólkinni en hann hefur meðal annars tekið þátt í að koma af stað framleiðslu á laktósafríu mjólkur- vörunum frá Örnu. Að sjálfsögðu verður jurtamjólkin lífrænt vott- uð og aðeins úr góðu íslensku hrá- efni,“ segir Karen. „Íslendingar eru að flytja inn um milljón lítra af jurtamjólk á ári, sem er algjörlega óþarfi því jurtamjólk er 85% vatn og við eigum nóg af því hér,“ bæt- ir hún við. Aðspurð hvort von væri á frek- ari nýjunga segir Karen það alveg öruggt. „Með svona góðu eldhúsi er að sjálfsögðu fleira nýtt fram- undan,“ segir hún. „Ég stefni á að bjóða upp á súpu í hádeginu tvisvar í viku, þá bæði grænmetissúpu og fiskisúpu. Svo mun ég loksins geta bakað og stefni á að hafa fjölbreytt úrval af alls kyns bakkelsi,“ bætir hún við. Karen stefnir á að Matar- búrið verði opnað í nýju húsnæði í síðasta lagi sunnudaginn 18. mars. „enn sem komið er gengur mjög vel að standsetja nýja húsnæðið svo vonandi næ ég að flytja fyrr, en það verður að koma í ljós.“ arg Matarbúr Kaju verður flutt í stærra húsnæði Þessa dagana er unnið hörðum höndum að standsetningu nýs húsnæðis fyrri Matarbúr Kaju á Akranesi. Frá hægri; Nisha Jayasinghe, sem flutti á Akranes til að vinna í Matarbúri Kaju, Karen Jónsdóttir og Jóhannes Þór Grímsson starfsmaður hjá Kaja Organics heildsölu. borgarnesingar blóta þorra næstkomandi laug- ardagskvöld, en borg- arnesblótið verður sem haldið í Hjálmakletti. Þetta er í níunda skipti sem blótið er haldið og að vanda er það í hönd- um Körfuknattleiksdeild- ar Skallagríms og mun all- ur ágóði renna til íþrótta- starfs innan deildarinn- ar. „Þetta er stærsta fjár- öflunin hjá deildinni og hefur blótið því töluvert að segja fyrir okkur,“ seg- ir Kristinn Sigmundsson, formaður yngriflokkar- áðs hjá Körfuknattleiks- deild Skallagríms, í sam- tali við Skessuhorn. „Ég get alveg lofað mjög góðu blóti í ár. Kræsingar munu sjá um matinn og veislu- stjórn verður í höndum borgnes- ingsins Þórðar Sigurðssonar, brugg- ara, skotveiðimanns og hestamanns. Saga Garðarsdóttir mun sjá um að skemmta fólki og mögulega verða einhver óvænt atriði. ekki má held- ur gleyma árlegu myndbandi í boði Kb, Kvikmyndafélags borgarness, en það er eitthvað sem margir bíða í ofvæni eftir á hverju ári. Við tök- um svo lagið saman undir stjórn Orra Sveins Jónssonar og svo verður borgnesingur ársins krýndur,“ bætir Kristinn við. Hljómsveitin bland mun halda uppi stemningunni á ballinu sem hefst klukkan hálf eitt eftir miðnætti og stendur til klukkan þrjú um nótt- ina. „eins og í fyrra verður hægt að kaupa miða bara á ballið svo fyrir þá sem einhverra hluta vegna kom- ast ekki í borðhaldið er um að gera að kíkja við á ballinu,“ segir Krist- inn. Miðasala stendur út daginn í dag, miðvikudaginn 7. febrúar, og er hægt að nálgast miða hjá fram- köllunarþjónustunni í borgarnesi. „Það hefur oftast verði uppselt eða ansi nærri því en í boði eru 320 mið- ar fyrir þá sem ætla að vera með í borðhaldinu en allir ættu að geta fengið miða á ballið,“ segir Kristinn. „Við búumst við mikilli og góðri stemningu og vonumst til að sjá sem flesta,“ bætir hann við að endingu. arg Borgarnesblót á laugardaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.