Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 2018 25 WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2018-2019 Fr ee Co pyPublished by Skessuhorn - www.skessuhorn.is Kynning á ferðablaðinu Travel West Iceland 2018-2019 Útgáfuþjónusta Skessuhorns mun vorið 2018 gefa út árlegt Ferðablað um Vesturland. Blaðið verður á ensku og íslensku og ber nafnið Travel West Iceland 2018-2019. Ljósmyndir og kort af einstökum svæðum og þéttbýlis- stöðum á Vesturlandi prýða blaðið og auglýsendur verða númeraðir inn á kortin. Lögð verður áhersla á að auglýsendur noti alþjóðleg ferðaþjónustumerki í auglýs- ingum. Dreifing og form Blaðið verður gefið út í 60.000 eintökum. Helstu dreif- ingarstaðir nú verða á höfuðborgarsvæðinu, upplýsinga- miðstöðvum um land allt, aðkomuleiðum ferðamanna í landshlutann og síðast en ekki síst helstu áningar- og ferðamannastaðir á Vesturlandi sjálfu. Lager af blaðinu verður ætíð til dreifingar hjá Markaðsstofu Vesturlands í Borgarnesi. Loks verður blaðið í aðgengilegu formi á www.skessuhorn.is þaðan sem ferðaþjónustuaðilar geta hvenær sem er hlaðið því niður og sent viðskiptavinum sínum. Blaðið verður litprentað í A5 broti og 120-160 blaðsíður. Efnistök Í blaðinu má m.a. lesa almennan kafla um Vesturland, áhugaverðar héraðslýsingar fyrir Akranes, Hvalfjörð og Kjós, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og Reykhóla á ensku og íslensku auk ábendinga um markverða viðkomustaði, náttúruundur og Vesturland að vetri. Loks verður við- burðaskrá og sérstök þjónustuskrá fyrirtækja í ferðatengdri starfsemi sem kynna sig og auglýsa í blaðinu. Auglýsingasala og þjónustuskráning Panta þarf auglýsingapláss og þjónustuskráningar tímanlega eða í síðasta lagi fyrir 16. mars 2018. Auglýsingaverð eru óbreytt frá síðustu tveimur árum. Um sölu auglýsinga og skráningu þjónustuskrár sjá þær Ása og Halla í síma 433-5515 eða á netfangið ferdablad@skessuhorn.is. Auglýsendum standa til boða fjölbreyttir kostir: Heilsíðuauglýsing: Stærð: 128x190 mm. Verð kr. 231.000 en með vsk. kr. 286.440. Hálfsíðuauglýsing: Stærð: 128x93 mm eða 61.8x190 mm. Verð kr. 123.200 en með vsk. kr. 152.768. 1/4 síða: Stærð: 61.8x93 mm. Verð kr. 66.000, en með vsk. kr. 81.840. 1/8 síða: Stærð: 61.8x45 mm. Verð kr. 35.200, en með vsk. kr. 43.648. Skráning í þjónustuskrá blaðsins kostar 18.000 kr. en með vsk. kr. 22.320. Athugið að líkt og undanfarin ár verða einungis skráðar upplýsingar í þjónustuskrá blaðsins um þau fyrirtæki sem þess óska og greiða fyrir. Í skráningunni kemur fram nafn fyrirtækis, heimili, sími, netfang og vef- fang auk helstu þjónustuþátta. Þeir sem kaupa 1/4 auglýs- ingu í blaðinu eða stærri, fá fría skráningu í þjónustuskrá sem kaupauka. Hægt er að kaupa umfjallanir að hluta eða öllu leyti í stað auglýsinga. Panta þarf slíkt tímanlega. Athygli er vakin á því að Markaðsstofa Vesturlands mun á þessu ári ekki gefa út bæklinginn West Iceland - The Official Tourist Guide. Við hlökkum til góðs samstarfs sem fyrr við ferðaþjónustu- fyrirtæki og aðra samstarfsaðila á Vesturlandi. Starfsfólk Skessuhorns Sími 433-5500 1/1 1/2 1/4 1/8 Það var mikið um að vera síðasta dag janúarmánaðar við Grundar- fjarðarhöfn. Þá var landað úr Hring SH og kom björgvin eA með um það bil 120 tonn að landi. Starfs- menn Djúpakletts voru snöggir að afgreiða bátana eins og þeim einum er lagið. björgvin eA 311 sigldi svo út fjörðinn eftir um það bil sjö tíma stopp. tfk Líf og fjör við höfnina Snyrtistofan Glóey var opnuð síð- astliðinn fimmtudag á neðri hæð- inni að Sandholti 42 í Ólafsvík. eigandi stofunnar er Margrét eir Árnadóttir sem er fædd og upp- alin í Ólafsvík en hún útskrifað- ist frá fjölbrautaskólanum í breið- holti í árslok 2014 og lauk sveins- prófi í maí 2016. Aðspurð af hverju hún hafi opnað stofuna segir Mar- grét eir að hún hafi alltaf haft mik- inn áhuga á snyrtifræði og viljað vinna við fagið. Auk þess vildi hún koma aftur heim og fannst upp- lagt að auka framboðið í bæjar- félaginu. Hún ætlar að bjóða upp á alla almenna snyrtingu og verður til dæmis með nokkrar andlitsmeð- ferðir, handsnyrtingu og fótsnyrt- ingu í boði. Lofar byrjunin góðu, að sögn Margrétar. Opnunartíminn á Glóey er frá klukkan 14:00 til 18:00 mánudaga til föstudaga en á fimmtudögum er opið til klukkan 21:00. einnig er opið á laugardögum frá 11:00 til 15:00. þa Snyrtistofan Glóey opnuð í Ólafsvík borgnesingurinn Geir Konráð Theodórsson kom fram í hlað- varpsþættinum Gráa svæðinu um liðna helgi þar sem hann ræddi um pillu sem hefur áhrif á bragðlauka. „Pillan virkar þannig að maður hef- ur hana á tungunni og hún gerir það að verkum að boðin frá bragðlauk- unum breytast og það sem áður var súrt verður sætt. Allt í einu smakk- ast þorramaturinn dásamlega,“ seg- ir Geir Konráð í samtali við Skessu- horn. Hægt er að finna þáttinn á You- tube undir nafninu „Hjálpartæki súrmatslífsins“. arg Súr matur verður sætur Skjáskot af útsendingu þáttarins á Youtube. Í kvöld, miðvikudaginn 7. febrúar, munu fulltrúar félagsmiðstöðva á Vesturlandi etja kappi í söngkeppn- inni SamVest í borgarnesi. Þar keppa til úrslita sigurvegarar í undankeppn- um söngkeppna félagsmiðstöðva víðs vegar af Vesturlandi. Tveir sigurveg- arar úr þeirri keppni verða fulltrúar Vesturlands í söngvakeppninni Sam- fés sem fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 24.-25. mars. Undankeppnin á Akranesi fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld og nefnist keppnin Hátónsbarkinn. Að henni standa félagsmiðstöðin Arnar- dalur og grunnskólarnir. Tíu söngv- arar komu fram, fjórir frá Grunda- skóla og sex frá brekkubæjarskóla og stóðu sig allir vel. Dómnefnd valdi síðan einn fulltrúa frá hvorum skóla í SamVest keppnina. Hana skipuðu elfa Margrét Ingvadóttir, Katrín Valdís Hjartardóttir og Jóna Alla Axelsdóttir. Sigurvegari var Sigríð- ur Sól Þórarinsdóttir frá brekkubæj- arskóla sem flutti lagið If I aint got you. Matthildur Hafliðadóttir var sigurvegari nemenda Grundaskóla en hún söng lagið Only you. flosi einarsson spilaði undir í báðum at- riðum þeirra. mm Söngkeppnin SamVest fer fram í Borgarnesi í kvöld Sigríður Sól Þórarinsdóttir og Matthildur Hafliðadóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.