Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 2018 13 SK ES SU H O R N 2 01 8 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Íþróttamannvirki Starfsmaður (kona) í 80% framtíðarstarf Leikskólinn Akrasel Leikskólakennari í 80-100% framtíðarstarf www.akranes.is Ertu komin/n í samband við Mitsubishi Outlander? Taktu þátt í mögnuðum breytingum Þú getur sparað stórfé með því að aka á íslensku rafmagni í stað innflutts eldsneytis um leið og þú verndar náttúruna og styður íslenskt hugvit og atvinnulíf. Við bjóðum þér að koma á kynningu á Mitsubishi Outlander PHEV sem er vinsælasti sportjeppi ársins 2017. Við munum leitast við að svara spurningum um tæknina, sparnaðinn og aðra kosti þessa frábæra bíls. Kynningarnar fara fram hjá bílasölunni Bílás, laugardaginn 10. febrúar, sú fyrri hefst kl. 11.00 og sú seinni 13.00. Opið frá 10.00 - 14.00. Verið hjartanlega velkomin, við verðum með heitt á könnunni. Bílasalan Bílás Kalmansvöllum 17 FYRIR HUGSANDI FÓLK VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli Guðmundur Árnason sem býr í íbúðarhúsinu við Gunnlaugsgötu 1 í borgarnesi hefur nú í tvígang orð- ið fyrir tjóni vegna framkvæmda við lagnir í nærliggjandi götum. Skólp hefur í tvígang flætt inn í kjall- ara húss hans vegna skemmda sem urðu á skólplögn þegar lagnir í göt- unni voru endurnýjaðar fyrr í vet- ur. Gat kom á skólplögnina frá húsi hans og flæddi inn í kjallara fyrir jól og svo aftur í síðustu viku þar sem ekki var búið að gera við skemmdu lögnina. Guðmundur segir að Veit- ur ohf. og verktakinn við fram- kvæmdirnar firri sig ábyrgð á tjóni vegna skemmda og hreinsunar- starfs. „Þeir bera því fyrir sig að húseigendur séu lögformlegir eig- endur skólplagna frá húsvegg og út í tengibrunn í götu. Það er reyndar hægt að afsala sér eignarrétti á þeim hluta lagnarinnar sem er frá lóðar- mörkum og í tengibrunn, en fæst- ir eigendur fasteigna átta sig á því og eiga því lögnina og bera sjálf- ir ábyrgð ef svona óhöpp og skað- ar verða,“ segir Guðmundur. Hann beri því allt tjón sjálfur af viðgerð, skemmdum innanhúss og hreinsun, en segir engan vafa leika á að skólp hefði aldrei flætt inn í hús hans nema vegna skemmda sem unn- ar voru á skólplögninni þegar fyrr- greindar framkvæmdir stóðu yfir. Þá segir Guðmundur að trygging- ar hans bæti ekki tjón þegar ástæða lekans sé utanhúss. eins og fram kom í frétt Skessu- horns í byrjun desember hafa frá því í haust staðið yfir framkvæmdir við endurnýjun vatns- og fráveitulagna í Skúlagötu í borgarnesi, en hús Guðmundar stendur á horni Skúla- götu og Gunnlaugsgötu. Í verk- inu felst einnig lagning ljósleiðara í götuna og dýpkun núverandi frá- veitulagna og tenging ótengdra frá- veituheimæða við kerfið. mm Skólp ítrekað flætt vegna framkvæmda í götunni Þessi mynd var tekin í lok nóvember þegar unnið var í Skúlagötu. Í tvígang hefur flætt inn í kjallara Gunnlaugsgötu 1 vegna skemmda á fráveitulögn utan lóðarmarka.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.