Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 2018 17 Kristján Baldursson hdl. og löggiltur fasteignasali, eigandi Trausta fasteignasölu, tekur til sölumeðferðar eignir í Borgarnesi og nágrenni. Kristján er reyndur á sviði fasteignasölu og hefur mikla reynslu af umsýslu fasteigna. Eins hefur hann verið dómkvaddur matsmaður og flutt sem málflytjandi mörg dómsmál, aðallega á sviði fasteignaréttar. Þjónustustig Trausta er hátt og þegar eign er tekin til sölumeðferðar bjóðum við upp á eftirfarandi: Verðmat• Ráðgjöf• Opin hús• Atvinnuljósmyndun• Eftirfylgni• Eign auglýst á netinu og í dagblöðum• Trausti fasteignasala leggur metnað sinn í vandaða og skjóta þjónustu, hátt þjónustustig og að fylgja kaupendum og seljendum af metnaði og nákvæmni frá byrjun ferlisins til enda. SK ES SU H O R N 2 01 7 Hákon Guðmundsson Aðstoðarmaður fasteignasala. S: 861-9240 Garðar Kjartansson Aðstoðarmaður fasteignasala S: 853-9779 Gylfi Jens Gylfason hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. S: 822-5124 Sólveig Regína Biard Aðstoðarmaður fasteignasala S: 869-4879 Bryndís Bára Eyjólfsdóttir Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. S: 616-8985 Bára Daníelsdóttir Skrifstofustjóri S: 693-1837 Kristján Baldursson hdl., löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, löggiltur leigumiðlari. S: 867-3040 Bergþóra Heiða Guðmundsdóttir Lögfræðingur - löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. S: 779-1929 Einar P. Pálsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali S: 857-8392 Guðbjörg Matthíasdóttir. hdl. Sölufulltrúi. Er í námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu. S: 899-3984 Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir Sölustjóri. Viðskiptafr., lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, leigumiðlari. S: 899-5949 VIÐ ERUM TRAUSTI Frekari upplýsingar hjá Kristjáni í síma: 867-3040 eða hjá kristjan@trausti.is Hin árlega spurningakeppni Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands verður haldin í matsal skólans á Hvanneyri fimmtudaginn 8. febrúar og hefst keppnin klukkan 20:00. Nemendur, starfsfólk og heimamenn úr Borgarbyggð munu etja keppni. Spyrill er Logi Bergmann. Skemmtiatriði og sælgætissala í hléi. Aðgangseyrir er 800 krónur en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Athugið að Viskukýrin er áfengislaus skemmtun! VISKUKÝRIN 2018 Á næstunni verður teymi kvik- myndagerðarmanna við upptökur að nýrri íslenskri kvikmynd í Dala- byggð. Helsti tökustaður mynd- arinnar verður bærinn erpsstað- ir. Um er að ræða nýja mynd leik- stjórans Gríms Hákonarsonar, sem er líklega þekktastur fyrir myndina Hrúta frá árinu 2015. „Kvikmyndin ber titilinn Héraðið og er eins kon- ar kvensöguhetja,“ segir Sara Nas- sim, framleiðslustjóri myndarinnar, í samtali við Skessuhorn á miðviku- daginn. Með aðalhlutverk í mynd- inni fara Arndís Hrönn egilsdótt- ir, Sigurður Sigurjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Að sögn Söru hefjast tökur á myndinni innan tíð- ar. „Upptökur byrja í lok næsta mán- aðar og við erum orðin mjög spennt fyrir því að byrja að vinna með öllu því góða fólki sem við höfum kynnst á svæðinu í undirbúningi okkar,“ segir Sara. Heimamönnum boðið í prufur Teymið sem að myndinni vinnur leitar um þessar mundir að aukaleik- urum í ýmis hlutverk, auk þess sem mun á einhverjum tímapunkti vanta fólk í fjöldasenur. Síðastliðinn mið- vikudag fóru fram prufur í Dalabúð. Leitað var að fólk um það bil á aldr- inum 30 til 70 ára, bæði konum og körlum. kgk/ Ljósm. sm. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við þaulskipulagðri glæpa- starfsemi sem fram fer á netinu, oft í gegnum samskiptasíður eins og facebook. „Við höfum ver- ið að fá tilkynningar um svika- myllur sem auglýsa mikið á sam- félagsmiðlum og miða að því að veiða inn grandalausa einstaklinga til að hafa af þeim peninga,“ segir lögreglan í tilkynningu á facebo- ok síðu sinni. flest þessara „fyrir- tækja“ eru oft með flottar heima- síður og þjónustuborð þar sem miðlari hringir í viðkomandi. fyr- irtækin lofa oft undraverðum ár- angri og eru með alls kyns með- mæli sem þau hafa yfirleitt búið til sjálf. „Allt þetta svindl miðar að því að ljá svindlinu trúverðugleika að þetta séu viðurkennd fyrirtæki sem bjóða upp á þjónustu og leið til skjótfengins gróða með 97% öryggi. Það að auglýsingar þeirra Ný íslensk kvikmynd tekin upp í Dölum Fanney Þóra Gísladóttir og Kristján Elvar Meldal í léttum gír þegar leikprufurnar fóru fram. Jens Líndal Sigurðsson í leikprufu, Þorsteinn Gunnar Bjarnason sá um prufurnar og lék á móti þátttakendum. Varað við skipulagðri svikastarfsemi á netinu Lögreglan segir þessa skjámynd af frétt gott dæmi um slíkt svindl sem látið er líta út fyrir að vera frétt á CNN tech en ef betur er að gáð þá er hýsingarslóð síðunar https://extraordinary25.com/zevenhondred-boeken-par-jaar/ sem virkar ekki mjög CNN-legt. Höfundur er sagður vera Jóhann Helgason. skuli birtast á viðurkenndum sam- félagsmiðlum ljáir sögunni enn frekari trúverðugleika. Grand- varir lesendur myndu mögulega skoða fyrirtækið á leitarvélum en þar hafa svindlararnir oft stilt upp síðum frá sjálfum sér sem halda því fram að allt sé með feldu þannig að síðurnar sem eru að vara við þessu lenda neðar hjá leitarvélinni.“ Svindlið felst í því að sannfæra einstaklinga um að leggja inn fé sem á síðan að fara inn á viðskipta- plan og tölvustýrða áhættu. Oft- ast er samt um svindl síðu að ræða og fólk sér peningana sína hverfa fljótt og hratt í viðskiptum sem þó áttu sér ekki stað, aðeins forrit sem líkti eftir viðskiptum. „Svo hringja miðlarar og bjóða upp á tækifæri til að græða allt tilbaka ef þú legg- ur meira inn en það snýst auðvitað um að hafa meiri peninga af við- komandi,“ segir lögreglan. Í besta falli væru þetta miklar áhættufjárfestingar en í raun er það ekki einu sinni svo gott þar sem peningarnir fara aldrei í nein viðskipti heldur beint í vasa þeirra sem standa að svindlinu. Þessi fyrirtæki eru síðan með flóknar skráningar og starfa utan starfsviðs fjármálaeftirlits. Dæmi um heim- skráningar eru Kyrrahafseyjar eins og Vanuatu austan við Ástralíu. Þar sem illgerlegt er að endurheimta peningana. Að lokum bendir lög- reglan á góðar venjur, svo sem að fara varlega með allar kortaupplýs- ingar. Lesendum til glöggvunar þá eru eftirfarandi stikkorð sem lög- regla segir að tengja megi við fyrr- nefnd svindl: bitcoin, samninga við mismunun CfD, binary Op- tions og ICO. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.