Skessuhorn


Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 07.02.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 7. febRúAR 201826 fyrsti snjallgámurinn varð að veruleika í lok árs 2017 í Kistunni, sorpflokkunarstöð Hb Granda á Akranesi. Snjallgámurinn skrá- ir rauntíma upplýsingar um sorp- flokkun félagsins og skilar rafrænt inn í umhverfisgagnagrunn þess. Gámurinn sendir daglega frá sér skýrslur þar sem fram kemur mót- tekið magn skilgreint niður á teg- und úrgangs og starfstöðvar og lætur jafnframt vita þegar gámur- inn er orðinn fullur. Þróunarsvið Íslenska gáma- félagsins hefur haft á teikniborð- inu hugmyndir um tæknivæddar lausnir þegar kemur að skipulagi og skráningu á hráefnum og sorpi. Hugmyndin um snjallgám geng- ur út á að rauntíma skrá endur- vinnslu hráefna og sorps sem er til samræmis við flokkun og um- hverfismarkmið viðkomandi fyr- irtækis. Snjalllausnin er sniðin að þörfum hvers fyrirtækis fyrir sig. Aðgangsstýring er notuð þar sem margar deildir nota sama gáminn, ýmist með kortalausnum og að- gangsnúmeri sem er slegið inn við notkun. Í tilfelli Hb Granda vinn- ur sérþjálfað starfsfólk við góðar aðstæður á sorpflokkunarstöðvum fyrirtækisins. mm/hbgrandi.is Snjallgámar á allar starfsstöðvar HB Granda Listakonan Michelle bird, sem bú- sett hefur verið í tæp fjögur ár í borgarnesi, vinnur nú að nýrri röð listaverka þar sem hún tengir saman guði, náttúru og fólk. fyrstu verk í þessari nýju röð eru myndir af haf- meyju úr Hrognkelsavík við borgar- nes sem Michelle hefur látið prenta fyrir sig á ítalskar slæður. „Hafmeyjan er skáldpersóna sem ég skapaði sjálf. Hún syndir í vík- inni hér við borgarnes þar sem hún leitast að við að varðveita náttúr- una, hafið og lífið í sjónum,“ segir Michelle. „Slæðurnar eru búnar til í verksmiðju á Ítalíu sem hefur verið að búa til slæður frá 1953. Ég heim- sótti verksmiðjuna síðasta vetur og valdi blöndu af bómull og viskósu sem ég vildi nota fyrir slæðurnar. Þetta er nokkuð langt og flókið ferli og tekur það um þrjár vikur fyrir slæðurnar að verða tilbúnar,“ bæt- ir hún við. Slæðurnar eru fáanlegar í Landnámssetrinu og Ljómalind í borgarnesi auk þess sem hægt er að panta þær á netinu, á síðunni www. etsy.com. „Draumurinn er að prenta öll verkin í þessari listaverkaröð en næst verður það eldgyðja, sem mér finnst hæfa Íslandi. en góðir hlutir taka tíma,“ segir Michelle að end- ingu. arg/Ljósm. úr einkasafni Hafmeyjan í Hrognkelsavík Listakonan Michelle Bird með slæðuna sem hún lét prenta á mynd sem hún sjálf málaði af hafmeyju úr Hrognkelsavík. Hafmeyjan úr Hrognkelsavík er skáldpersóna sem Michelle skapaði. Í framhaldi af umræðu um bágt ástand Vesturlandsvegar og aðstæð- ur þar varð þessi teikning til. Hana gerði Tinna Steindórsdóttir á Akra- nesi en hún er um þessar mundir á myndasögunámskeiði í Myndlista- skóla Reykjavíkur. Myndir segja oft meira en þúsund orð. mm Í roki vaðandi vatnselg á Kjalarnesi Sýning Safnahúss borgarfjarðar um byggingu Hvítárbrúarinnar 1928 verður einn dagskrárliða á evrópsku ári menningararfs (european Year of Cultural Heritage 2018). Verð- ur sýningin opnuð 1. nóvember og unnin í samvinnu við Helga bjarna- son blaðamann sem hafði frum- kvæði að verkefninu. einnig mun Vegagerð ríkisins koma að málinu. Það er Minjastofnun Íslands sem velur viðburði á dagskrá menning- arársins og lagt er til grundvallar að Hvítárbrúin var á sínum tíma mik- il samgöngubót og þáttur í breyttu ferðamynstri landans, þ.e. breyt- ingunni sem átti sér stað þegar fólk hætti að ferðast mest á sjó og fór að ferðast meira á landi. Hvítárbrúin opnaði á sínum tíma dyr innan hér- aðs og hafði mikil áhrif á atvinnu- líf og félagslíf héraðsbúa. Safnahús mun nota einkennismerki menning- ararfsársins í tengslum við kynningu á viðburðinum. Sýningin verður helguð minn- ingu Þorkels fjeldsted í ferjukoti (1947-2014) sem var í senn þekk- ingarbrunnur og mikill áhugamað- ur um sögu brúarinnar og miðlun fróðleiks um hana. mm/safnahus.is Hvítárbrúin opnaði á sínum tíma dyr innan héraðs Sýningin um Hvítárbrú verður í Safnahúsinu og helguð minningu Þorkels Fjeldsted sem lést árið 2014. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Nokkuð umhleypingasamt veður hefur verið undanfarna viku, bæði hvassviðri, snjór og bylur, með til- heyrandi röskun á færð. Mjög hvasst var um allt vestanvert landið síðast- liðið fimmtudagskvöld og til næsta morguns. Um kvöldið byrjaði að kyngja niður snjó en fyrir mið- nætti tók að hlýna og fór að rigna samhliða hvassviðri. Rafmagn fór af borgarnesi um tíma um kvöld- ið. Mikið hvassviðri var um tíma við Hafnarfjall, á Akranesi en verst var veðrið á Snæfellsnesi. björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ var með vakt fram undir morgun síðastliðið fimmtudags- kvöld, en félagar fengu fjölda útkalla vegna foks á lausamunum og þak- plötur sem voru að losna, en einn- ig þurfti að tryggja báta í höfninni í Rifi. Veðrið var verst á Hellissandi og Rifi. Akstri skólabíla milli Hellis- sands og Ólafsvíkur var frestað um morguninn, en akstur hófst þegar veðrið gekk niður eftir klukkan 9. Slökkvilið Snæfellsbæjar var á föstu- daginn fengið til að dæla vatni úr húsnæði smiðjunnar við Ólafsbraut. Þar er verið að standsetja húsnæði og þurftu slökkviliðsmenn að dæla úr nokkrum húsum. -mm Vetrarlægðir gengu yfir landið Nokkrir bílar voru um áttaleytið á fimmtudagskvöldinu stopp í Grundarbotninum austan við Grundarfjörð. Ljósm. þa. Slökkvilið Snæfellsbæjar var fengið til að dæla vatni úr húsum. Ljósm. þa. Glerull fauk úr ofnhreinsivirki sem byrjað er að rífa á lóð Sementsverksmiðjunnar. Dreifðist ullin um nærliggjandi lóðir. Strax í birtingu var hafist handa við að hreynsa. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.