Skessuhorn


Skessuhorn - 14.02.2018, Qupperneq 26

Skessuhorn - 14.02.2018, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 14. FEbRúAR 201826 112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í búðardal á mánudaginn, en dagskráin var færð til um einn dag vegna óhagstæðrar veður- spár. Að venju hófu björgunaraðilar dagskrána með því að keyra lest björgunarbíla hringinn í kringum búðardal með viðeigandi sírenuhljóðum og blikkljósum. Að þessu sinni gátu snjósleðar björgunarsveitarinnar Óskar fylgt með í för en undanfarin ár hefur skort snjó til að vegir séu þeim færir. Dagskrá fór fram í húsi björgunarsveitarinnar þar sem boðið var upp á tvær gerðir af súpum, sérmerkta 112 köku og rjóma- bollur í tilefni bolludagsins. Ungir tónlistarmenn í heimabyggð stigu á stokk og fluttu nokkur lög en það voru þau Jóna Margrét Guðmundsdóttir, Kristófer Daði Líndal og Soffía Meldal Krist- jánsdóttir nemendur úr Auðarskóla. sm Héldu 112 daginn á mánudag Lest björgunarbíla á 112 deginum í Búðardal Ungir Dalamenn að njóta veitinga í boði björgunaraðila í Dölum. Soffía Meldal með tónlistarflutning. Kristóferð Daði spilaði á gítar undir söng Jónu Margrétar. Það var líf og fjör í matsal Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri síð- astliðið fimmtudagskvöld en þar fór fram í fjórtánda skipti Viskukýrin, ár- leg spurningakeppni Nemendafélags LbhÍ. Þar öttu kappi átta lið en þau voru úr búfræði bæði á fyrsta og öðru ári, búvísindum, umhverfisskipulagi, samsett lið náttúru- og umhverf- isfræða og skógfræða auk liða frá starfsmönnum LbhÍ, heimamönnum og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins. Spyrill var eins og öll hin þrett- án skiptin Logi bergmann Eiðsson. Spurði hann meðal annars um ým- islegt tengt landbúnaði eins og vin- sæla ræktunargripi í hrúta- og nauta- skrám sem og allt annað milli himins og jarðar. Reyndist það þó miserfitt fyrir keppendur að svara rétt undir mikilli pressu og uppskar lið RML til að mynda mikinn hlátur þegar þeir í fáti svöruðu að gangtegundir íslenska hestsins væru sjö en þær eru vissu- lega fimm. Þá var Eva Margrét Jónu- dóttir, nemandi í búvísindum, með skemmtiatriði en hún söng tvö lög. Í úrslitaviðureigninni kepptu ann- ar bekkur búfræðideildar og starfs- menn LbhÍ en að lokum báru starfs- menn sigur úr býtum eftir spennandi keppni og hlutu því verðlaunabikar- inn viskukúna sem Margrét Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda, afhenti. Viðburð- urinn var vel sóttur þrátt fyrir mik- ið vetrarveður enda komin sterk hefð fyrir þessari keppni bæði hjá nem- endum og heimamönnum. sla Starfsmenn báru sigur úr býtum í fjórtándu Viskukúnni Vinningsliðið í ár skipuðu Ragnar Frank Kristjánsson, Ragnhildur Helga Jónsdóttir og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, kennarar við LbhÍ. Það var ekkert til sparað þegar hlaupið var í bjölluspurningunum. Í anddyri Ásgarðs mátti sjá Willys jeppa af árgerð 1946 með númerið M 231. Bíll- inn var í eigu Andrésar Kjerúlf frá Akri í Reykholti þar sem hann var notaður í ýmis landbúnaðarstörf sem og innkaupaferðir í Borgarnes. Í dag er bíllinn í eigu Péturs Jónssonar, húsvarðar LbhÍ, en hann hefur nýverið gert bílinn upp. Kálfurinn Viska fjórtánda var á staðnum og fylgdist með að allt færi rétt fram eins og forverar hennar í gegnum árin. Hún er númer 1935, fæddist 4. febrúar og hefur búsetu í Hvanneyrarfjósinu. Áhorfendur fylgjast spenntir með svörum keppenda við hinum ýmsu spurningum, mögulega með svarið í kollinum sjálfir margir hverjir. Fréttamaðurinn og þáttastjórnandinn Logi Bergmann Eiðsson var spyrill að vanda. Eva Margrét Jónudóttir söng tvö lög fyrir gesti.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.