Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 8. tbl. 21. árg. 21. febrúar 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! SÍMENNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VESTURLANDI Fylgstu með okkur á Facebook LÆRU M ALL T LÍFIÐ VORÖNN 2018 Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR 20 ÁR Undanfarna daga og vikur hefur veðráttan í landshlutanum verið afar kaflaskipt og vetur konungur minnt á sig. Þessa drungalegu éljabakkamynd frá Stykkishólmi tók Sumarliði Ásgeirsson á öskudaginn. En það skiptast á skin og skúrir víðar en í veðráttunni, pólitíkinni einnig. Eins og lesa má um í Skessuhorni í dag ætla allir sitjandi aðalfulltrúar í bæjarstjórn Stykkishólms að hætta í bæjarstjórn og er því ljóst að eftir kosningarnar í maí verða bæjarfulltrúar allir nýir á þeim vettvangi, sem verður að teljast óvenjulegt í sjö manna bæjarstjórn. Sjá nánar bls. 2 og 22. Það óhapp varð síðdegis á mánu- daginn á þjóðveginum austan við Berserkseyri á Snæfellsnesi að flutningabíll með tengivagni fékk á sig vindhviðu og hafnaði á hlið- inni í vegkantinum. Ökumaður var fluttur til læknisskoðunar en reyndist nánast ómeiddur, einung- is marinn. Bíllinn var tómur þeg- ar óhappið varð, en talsverður suð- austan vindur. mm Flutningabíll fauk út af við Berserkseyri Mjög góð aflabrögð hafa verið á miðunum við Snæfellsnes að undan- förnu og netabátar sumir tvílandað og línubátar hafa verið að koma að landi með fullfermi. „Svo þetta er einfaldlega bullandi vertíð núna,“ segir Pétur Bogason, hafnarvörð- ur í Ólafsvík, í samtali við Skessu- horn. Hann nefnir sem dæmi að netabáturinn Saxhamar hafi komið með yfir 200 tonn í sjö róðrum og það í fá net. Sama sagan er af Bárði SH og Arnari SH, þessir bátar hafa tvílandað og kom Bárður mest með 36 tonn í land á einum degi, Arn- ar SH kom með 26 tonn og landaði hann einnig tvisvar sinnum. „Neta- báturinn Ólafur Bjarnason SH hef- ur einnig fiskað vel og komið mest með 31 tonn að landi svo það er allt fullt af fiski hér á miðunum,“ segir Pétur og mátti ekkert vera að þessu masi og fór að vigta aflann sem beið afgreiðslu. af Það er einfaldlega bullandi vertíð Sjómennirnir á Saxhamri voru kátir þegar þeir komu að landi í Rifi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.