Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201820 „Að geta rölt út og fengið sér sæti uppi á hól og hugsað; „þetta er mín skrifstofa í dag,“ er nákvæmlega það sem ég vil geta gert alla góðviðris- daga ársins,“ segir Magnús fjelds- ted í Borgarnesi í samtali við blaða- mann. Magnús hafði unnið sem ráð- gjafi í sex ár hjá Arion banka í Borg- arnesi þegar hann ákvað að segja upp því starfi síðastliðið vor og fara að vinna sjálfstætt. „Draumaplanið var að geta fundið mér sæmilega vinnu við hæfi yfir veturinn en geta svo verið laus á sumrin og starfað sem veiðivörður. Ég hef verið veiðivörð- ur í Gljúfurá í Borgarfirði í fjögur ár en seinasta vor bauðst mér að vera einnig afleysingavörður í Norðurá. Þetta var eitt besta sumarið mitt, að geta verið úti í náttúrunni að spjalla við veiðimenn og fá borgað fyrir það,“ segir Magnús og hlær. Magnús er menntaður bakari og lærði síðar viðskiptafræði við Há- skólann á Bifröst. Hann hefur nú aflað sér töluverðrar reynslu af fjár- málaráðgjöf og nú um áramótin opnaði hann ráðgjafarfyrirtæki. „Ég er að aðstoða fólk með öll almenn skrifstofustörf, að borga reikninga, gera starfsmannasamninga og að sjá um tryggingamál. Ég er mest að að- stoða bændur en get alveg aðstoðað fleiri sem eru að reka smærri fyrir- tæki. eitt af því sem ég legg mikla áherslu á er að aðstoða menn við tryggingamál en það er eitthvað sem skiptir miklu máli að hafa í lagi og það mun alltaf borga sig, sérstaklega fyrir þá sem eru að reka bú eða önn- ur fyrirtæki. Tryggingamál geta ver- ið flókin því fólk veit ekki alltaf hvað þarf að tryggja sérstaklega og hvað ekki. Ég get þá komið inn í og farið yfir hvaða tryggingar séu bestar og aðstoðað fólk við að fá sem hagstæð- ast verð,“ segir Magnús og bætir því við að starfsemin fari vel af stað. Hlutverk veiðivarðar Aðspurður hvert sé hlutverk veiði- varðar svarar Magnús því til að fyrst og fremst sé það að gæta þess að öll- um reglum sé fylgt í og við árnar. „Þetta er aðeins misjafnt eftir ám en í grunninn er hlutverk veiðivarðar að gæta þess að veiðimenn fari eft- ir reglum og að annað fólk sé ekki að trufla veiðimenn eða fæla fisk- inn. Í Gljúfurá sé ég í rauninni um allt sem tengist ánni og veiðihúsinu, nema þrifin. Ég aðstoða veiðimenn, gæti þess að reglum sé fylgt og sinni öllu viðhaldi á veiðihúsinu. Í Norð- urá er þetta aðeins öðruvísi en þar er starfsfólk sem vinnur í veiðihúsinu svo ég sé í raun bara um ánna,“ segir Magnús. „Þegar veiðimenn mæta í Norðurá mæti ég ásamt staðarhald- ara til að taka á móti fólkinu. Þá er haldinn stuttur fundur þar sem far- ið er yfir reglurnar í ánni. Mitt hlut- verk er svo að vera til staðar fyr- ir veiðimennina, aðstoða þá, spjalla við þá um veiði og gæta þess að þeir verði ekki fyrir truflun. Þar sem Norðurá liggur meðfram þjóðvegi eitt er mjög algengt að fólk stoppi þar til að borða nesti í náttúrunni og jafnvel að baða sig í ánni. Slíkt er að sjálfsögðu ekki í lagi því laxinn gæti fælst við það. Ég þarf því mjög oft að hafa afskipti af fólki og biðja það um að færa sig, sem er oftast ekkert mál. Venjulega eru þetta bara ferðamenn sem gerðu sér bara ekki grein fyrir því að þetta væri ekki í lagi,“ bætir hann við. Veiðiþjófar í Norðurá „Það kemur líka alltaf fyrir öðru hverju að veiðiþjófar komi í árn- ar, sérstaklega í Norðurá. Síðasta sumar náðum við þremur veiðiþjóf- um þar og vissum af tveimur öðrum sem við náðum ekki. Þetta voru allt erlendir ferðamenn, sumir bara með bensínstöðvaveiðistöngina sína sem vissu bara ekki betur en aðrir með örlítið einbeittari brotavilja,“ seg- ir Magnús. „eitt kvöldið var haft samband við mig því þá höfðu tveir veiðimenn orðið varir við bíl sem ekið var að ánni. út úr bílnum stigu tveir menn, nokkuð vel búnir til veiða. Annar maðurinn var með net og hinn í vöðlum með veiðistöng. Veiðimennirnir í ánni hringdu í lög- regluna, gengu svo í átt að bílnum en þjófarnir voru þá fljótir að koma sér burtu. Veiðimennirnir gátu gef- ið upp bílnúmerið og í ljós kom að þetta var bílaleigubíll en það var því miður ekki hægt að hafa uppi á þess- um mönnum og því ekkert hægt að gera. Þarna var nokkuð augljóst að mennirnir vissu upp á hár hvað þeir voru að gera,“ segir Magnús og bæt- ir því við að mikil þörf sé á að taka alveg í gegn reglur varðandi veiði- þjófa. „Best væri að koma á kerfi þar sem hægt er að sekta þjófana strax á staðnum, rétt eins og um umferða- lagabrot væri að ræða. en það er víst eitthvað flókið.“ Enginn veiðimaður Þrátt fyrir að draumastarfið sé að vera veiðivörður hefur Magnús ekki gaman af því að veiða sjálfur. „Ég ólst upp á ferjukoti í Borgarfirði, þar sem var stunduð mikil neta- veiði í Hvítá og ég var auðvitað allt- af látinn aðstoða þegar ég var yngri. Ég veiði ekkert í dag en hef mjög gaman af því að sitja í náttúrunni og spjalla við veiðimenn um veiði. Mér þótti reyndar afskaplega gam- an að dorga í gegnum ís þegar ég var yngri en það er ekkert gert lengur svo nú læt ég duga að horfa á aðra veiða og aðstoða þá,“ segir Magnús og brosir. „Mér þykir líka gaman að sjá að það er að verða algengara að veiðimenn komi til að njóta náttúr- unnar og kyrrðarinnar frekar en að keppast við að veiða sem flesta laxa. Mér þótti alltaf mikill munur hér áður fyrr á erlendum veiðimönnum og þeim íslensku hvað þetta varðar. Á meðan erlendir veiðimenn komu fyrst og fremst hingað til að njóta þess að vera úti í óspilltri náttúrunni og kyrrðinni voru íslenskir veiði- menn meira í keppni um að veiða flestu laxana og auðvitað þá stærstu líka. Í dag hefur þetta breyst og mér finnst mun algengara að íslenskir veiðimenn fari í veiði til að njóta og ég er lítið var við þessa keppni með- al þeirra,“ bætir hann við að end- ingu. arg Draumaplanið að geta verið veiðivörður á sumrin Rætt við Magnús Fjeldsted sem sameinar starf veiðivarðar og viðskiptafræðings Magnús Fjeldsted vinnur sem ráðgjafi í Borgarnesi og veiðivörður í Gljúfurá og Norðurá. Feðgarnir Magnús Fjeldsted og Þorkell Fjeldsted að vitja um net í Hvítá. Draumvinnustaður Magnúsar á sumrin. Ekki amalegt útsýni, en hér er horft yfir Laxfossinn og Baulan gnæfir yfir. Lilja María Sigfúsdóttir með fallegan lax úr Norðurá. Ljósm. úr safni Skessuhorns/ Elvar Örn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.