Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 2018 13 Bærinn Bjarnarhöfn í Helga- fellssveit á Snæfellsnesi er mörgum kunnur en þar hefur um árabil verið rekin hákarla- verkun ásamt hákarlasafni. Það var Hildibrandur Bjarna- son sem var frumkvöðullinn að þessari uppbyggingu, en hann lést 16. nóvember á síð- asta ári eftir erfið veikindi, en eftir standa eftirlifandi eigin- kona hans og tveir synir sem sinna rekstri ferðaþjónust- unnar. Undanfarna mánuði hefur verið unnið að stækkun safnsins þar sem aðstaða til veitingasölu verður stórbætt. „Pabbi byrjaði upp úr 1990 að leyfa gestum á Bjarnarhöfn að smakka hákarl,“ segir Guð- jón Hildibrandsson í stuttu spjalli við blaðamann. „Þann- ig byrjaði þetta eiginlega og svo vatt þetta bara upp á sig.“ Guðjón segir að Hildibrand- ur faðir hans hafi langað til að gera eitthvað meira úr þessu fyrir ferðamenn og þá var brugðið á það ráð að setja upp hákarlasafn í vélageymslunni. „Já, þetta byrjaði í smá hluta af vélageymslunni og svo var safnið stækkað í þá mynd sem það er í dag.“ Upp úr 2010 var sprenging í ferðaþjónust- unni og fjöldi gesta á Bjarnar- höfn margfaldaðist. Guðjón segist hafa fundið fyrir þörf ferðamanna í eitthvað meira á Bjarnarhöfn en bara safnið og hákarlaverkunina. „Nú erum við að bæta við veitingasal við hliðina á safninu sem tekur um það bil 70 manns í sæti,“ segir Guðjón. „Það hefur vantað einhverja veitingaað- stöðu á svæðinu og við erum að bregðast við því,“ bætir hann við. Stefnt er að því að verða með einfaldan en þó þjóð- legan matseðil með hráefni úr heimabyggð. „Annars eru margar pælingar í gangi og maður fer í marga hringi með þetta,“ segir Guðjón. „Sum- arliði Ásgeirsson er okkur innan handar með þetta en hann þekkir veitingabrans- ann ansi vel,“ bætir hann við. Sumarliði hefur verið að hjálpa bræðrunum Guðjóni og Kristjáni með hönnunina á eldhúsinu. Áætlað er að opna veitingastaðinn í lok maí eða í byrjun júní ef allt gengur eft- ir. „Við erum núna með fjóra til sex iðnaðarmenn að störf- um hérna og verkið geng- ur vel,“ segir Guðjón sem kveðst bjartsýnn á að áætlun- in standist. Með tilkomu veit- ingasalarins verða frá sjö til tíu starfsmenn í ferðaþjónust- unni á Bjarnarhöfn og því er þetta um leið stærsti vinnu- staðurinn í Helgafellssveit. „Við erum svolítið að renna blint í sjóinn með þetta og tökum bara á vandamálum um leið og þau birtast okkur,“ bætir Guðjón við en kveðst fullur tilhlökkunar yfir þeim breytingum. Næsta sumar verður því hægt að smakka hákarl, skoða hákarlasafnið og fá sér svo léttan hádegisverð og horfa yfir fagran Breiðafjörðinn þegar komið er við á Bjarnar- höfn. tfk Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • veitur.is Útboð Veitur ohf. Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • veitur.is Útboð Veitur ohf., óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið: Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „VEV-2018-05 Hitaveita frá Deildartungu endurnýjun aðveituæðar 2018 Kjalardalur - Akranes“ Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu Orkuveitunnar frá þriðjudeginum 13.02.2018 https://www.or.is/utbod Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 01.03.2018 kl. 11:00 VEV-2018-05 10.02.2018 HITAVEITA FRÁ DEILDARTUNGU ENDURNJUN AÐVEITUÆÐAR 2018 KJALARDALUR - AKRANES SK ES SU H O R N 2 01 8 Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8. febrúar 2018 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Tröll- enda í Flatey í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að skilmálum fyrir lóð A1 Tröllenda er breytt. Lóð er stækkuð til vesturs og minnkuð til suðurs, en helst stærð lóðar óbreytt. Heildar byggingarmagn hússin er aukið úr 120m² í 142m² ásamt 20m² geymsluskúr. Þakhalla er breytt og mega húsin vera með þakhalla 5-35°. Mænisstefna mun taka mið af landi, þannig falla húsin betur inn í umhverfið. Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 22. febrúar 2018. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a 380 Reykhólar eða á netfangið byggingar- fulltrui@dalir.is fyrir 6. apríl 2018. Reykhólar, 14. febrúar 2018 Bogi Kristinsson Magnusen Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi Breyting á deiliskipulagi í Flatey VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli Verið er að innrétta nýjan veitingasal í Bjarnarhöfn Horft heim að ferðaþjónustuhúsunum í Bjarnarhöfn, nýja húsið sem hýsir veitingasal er til hægri. Bræðurnir Kristján og Guðjón Hildibrandssynir við nýbygginguna í Bjarnarhöfn. Guðjón og Kristján inni á hákarlasafninu, standa hér við Síldina, stærsta safn- gripinn. Hreiðar Már Jóhannesson og Gústav Ívarsson við störf í nýbyggingunni. Hreiðar Már einangrar veggi í nýbyggingunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.