Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 2018 11   Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem:  stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.  flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400. 1269. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Garðakaffi, laugardaginn 24. febrúar • kl. 10.30. Björt framtíð að Smáraflöt 1, sunnudaginn 25. • febrúar kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti • 16-18, laugardaginn 24. febrúar kl. 11.00. Fundur Frjálsra með framsókn fellur niður.• Bæjarstjórnarfundur SK ES SU H O R N 2 01 8 Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Dánarbúsuppskriftir og munasöfn Íslenskt samfélag á 19. öld í gegnum efnismenningu Anna Heiða Baldursdóttir doktorsnemi í sagnfræði flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Þriðjudagurinn 27. feb. 2018 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Leitað verður svara við því, hvernig hægt sé að meta íslenskt samfélag 19. aldar með því að skoða efnislegar minjar þess. Greint verður frá rannsókn á borgfirskum dánarbúsuppskriftum frá þessum tíma. Íslandsklukkan er hugarsmíði Björns Ágústs Magnússonar frá eystri-Leir- árgörðum í Hvalfjarðarsveit. eins og nafnið gefur til kynna er um klukku að ræða, en enga venjulega klukku þó. Hún sýnir ekki aðeins hvað klukkan er, heldur segir hún það einnig. er henni ætlað að gera blind- um og sjónskertum kleift að fylgjast með tímanum með auðveldum hætti. Björn kveðst hafa fengið hugmynd- ina að Íslandsklukkunni þegar amma hans tapaði sjóninni. „Þegar amma mín, Ólöf friðjónsdóttir frá Leirár- görðum, missti sjónina. Hún var að fylgjast með tímanum með því að hringja í klukkuna og hlusta á útvarp- ið. Lengi eftir að hún missti sjónina bjó hún heima og náði að bjarga sér vel, en þrátt fyrir það þá var þetta vandamál,“ segir Björn í samtali við Skessuhorn. „Þannig að ég hugsaði með mér einhverju sinni að nú færi ég og keypti klukku fyrir ömmu sem einfaldlega segði henni hvað tíman- um liði. en hvar sem ég leitaði þá var engin slík klukka til. Þá fyrst datt mér í hug að ég gæti kannski bara smíðað svona klukku. Ég hef unnið töluvert við hugbúnað og tækni í gegnum tíð- ina, en þetta var samt fyrir utan mitt reynslusvið,“ segir hann. „Ég sendi því tölvupósta og fyrirspurnir á alla sem mér datt í hug að gætu aðstoð- að mig. fyrir rælni sendi ég póst á Halldór Axelsson hjá elab sem kom sterkur inn í þetta verkefni. Hann út- vegaði mér alla íhluti, kóðaði klukk- una og setti að miklu leyti saman.“ Einföld í notkun Því næst fór Björn með klukkuna í fabLab í Breiðholti þar sem kass- inn utan um hana var hannaður og leysiskorinn. Að nokkrum viknum loknum var frumgerðin að klukk- unni tilbúin. Ólöf, amma Björns, fékk að prófa hana og hefur verið í notkun hjá henni síðan. Þá hófst hugmyndavinna og síðan vinna við að koma slíkri klukku í framleiðslu. „Síðan þá hefur meðgangan ver- ið nokkuð löng, en nú er ég loks- ins kominn með Íslandsklukkuna á fæðingadeildina,“ segir Björn. „Ég ákvað að halda hönnuninni sem er á klukkunni hennar ömmu og hafa einfaldleikann í fyrirrúmi. Klukk- an hefur aðeins eitt hlutverk; að segja fólki hvað tímanum líður á ís- lensku. Hún er einföld í notkun. Á henni er aðeins einn hnappur. Þegar þrýst er á hann les hún hvað klukk- an er. Klukkan er knúin með raf- hlöðu svo hægt sé að taka hana með sér úr einu herbergi yfir í annað og jafnvel í ferðalög,“ segir hann. „Það væri hægt að nettengja klukkuna og láta hana lesa veður, fréttir og hvað- eina. en ég ákvað að fara þá leið að halda mig við einfaldleikann, fólk fær klukkuna í hendurnar og það fer ekkert á milli mála hvað hún gerir,“ útskýrir Björn. Safnar til að geta hafið framleiðslu einhvern veginn er innbyggt í okkur mannfólkið að fylgjast með því hvað tímanum líður. Líklega lítum við öll á klukku að minnsta kosti 20 til 30 sinnum á dag án þess að leiða hug- ann sérstaklega að því. Það er ekki fyrr en fólk tapar sjóninni sem það áttar sig á því hversu náið það fylgd- ist í raun með tímanum. „Ég sá hvað frumgerðin af klukkunni gerði mik- ið fyrir ömmu og langar að leggja mitt af mörkum til að bæta lífsgæði þeirra sem eru í sömu sporum og hún. Þessi klukka er einfalt tæki sem getur aukið lífsgæði blindra og sjón- skertra til muna,“ segir Björn. Um þessar mundir stendur Björn fyrir hópfjármögnun til að geta haf- ið framleiðslu á Íslandsklukkunni. Það gerir hann með því að selja ein- tök í forsölu í gegnum Karolina- fund. „Allur peningur sem safnast þar fer beint í að framleiða klukk- urnar. fyrst verður gert prufueintak og sent til Íslands. Ég skoða það og ef það er í lagi þá hefst framleiðsla. ef allt gengur að óskum ættu kaup- endur að geta fengið klukkurnar sínar eftir tvo til þrjá mánuði,“ segir Björn Ágúst Magnússon að endingu og hvetur áhugasama til að panta eintak í forsölu. kgk Íslandsklukkan segir blindum og sjónskertum hvað tímanum líður „Einfalt tæki sem getur aukið lífsgæði til muna“ Björn Ágúst Magnússon ásamt ömmu sinni, Ólöfu Friðjónsdóttur. Hugmyndina að klukkunni fékk Björn eftir að Ólöf tapaði sjóninni. Frumgerð klukkunnar sem Björn smíðaði fyrir ömmu sína. Þannig lítur Íslandsklukkan 2.0 út, en Björn vonast til að geta hafið framleiðslu á henni áður en langt um líður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.