Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 20188 Vilja sálfræðiþjón- ustu í framhaldsskóla ALÞINGI: Þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um sálfræði- þjónustu í framhaldsskólum. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmála- ráðherra að sjá til þess að frá og með skólaárinu 2018–2019 verði öllum nemendum í framhalds- skólum landsins tryggt aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna þeim að kostnaðarlausu. Ráðherra hafi samráð við Kenn- arasamband Íslands og Sálfræð- ingafélag Íslands um tilhögun þjónustunnar, m.a. um meðferð sem veitt er, fjölda nemenda á hvern sálfræðing og fleira.“ -mm Aftur bilun í Örfirisey RE M I Ð I N : frystitog- arinn Örfir- isey Re er nú í höfn í Hammerfest í Norður-Noregi en þangað dró frystitogarinn Kleifa- berg Óf skipið um liðna helgi. Þá hafði orðið vart við enn eina bil- unina í vélbúnaði skipsins. Her- bert Bjarnason, tæknistjóri skipa hjá HB Granda, segir á vef fyrir- tækisins að ljóst sé að eitthvað hafi misfarist þegar aðalvél Örfiriseyj- ar var tekin upp á vegum fram- leiðenda vélbúnaðarins fyrir ára- mótin. Það skýri einnig bilunina sem varð fyrir rúmri viku síðan þegar skipið var dregið vélarvana í haugasjó til Reykjavíkur. -mm Vilja leggja niður kjararáð LANDIÐ: „Kjararáð fór í ákvörð- unum sínum um kjör æðstu stjórn- enda ríkisins, langt umfram við- mið rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá 2015. Ákvarðanir þess voru óskýrar, ógagnsæjar og samræmast ekki fyrirmælum í lögum um störf þess.“ Þannig hefst fréttatilkynn- ing frá Alþýðusambandi Íslands vegna málefna kjararáðs. Starfs- hópur var skipaður til að fjalla um málefni kjararáðs 23. janúar síð- astliðinn. Hópurinn vill að kjar- aráð verði lagt niður og tekið upp nýtt kerfi sem er opið, fyrirsjáan- legt og gagnsætt, þegar laun æstðu stjórnenda ríkisins eru ákvörð- uð. „einnig þarf að bregðast við útafkeyrslu kjararáðs. ASÍ vill að það sé gert strax og laun forseta, ráðherra, þingmanna, ráðuneyt- isstjóra og skrifstofustjóra verði með lögum tekin niður sem nem- ur útafkeyrslunni en fylgi eftir það almennri launaþróun,“ segir í til- kynningu. Meirihluti starfshópsins vill að laun æðstu embættismanna ríkisins taki engum hækkunum þar til þau ná viðmiðum rammasam- komulags. „frysting launa æðstu stjórnenda ríkisins gæti varað út árið 2018 fyrir suma en nokkur ár fyrir þá sem fengu mesta hækkun. ASÍ telur að með því að fara þessa leið haldi þessi hópur ekki einasta launum upp á 671 milljónir króna vegna hækkana kjararáðs, sem þegar hafa verið greidd, heldur fái til 378 miljónir til viðbótar vegna þessarar sömu útafkeyrslu þar til frystingunni lýkur. Í heild munu hækkanir kjararáðs kosta ríkissjóð 1.3 milljarða. ef tillaga ASÍ næði hins vegar fram um lækkun á laun- um æðstu embættismanna ríkisins mætti spara ríkissjóði 473 milljón- ir króna.“ -kgk Banki kaupir í sjálfum sér LANDIÐ: „Arion banki hf. hef- ur samþykkt tilboð Kaupskila ehf., dótturfélags Kaupþings ehf., um að bankinn kaupi af Kaupskilum 9,5% af útgefnu hlutafé í Arion banka. Ákvörðunin um kaupin er í takt við ákvörðun hluthafafundar Ar- ion banka 12. febrúar síðastliðinn. Þar var ákveðið að taka upp í sam- þykktir bankans tímabundna heim- ild stjórnar bankans til að kaupa til baka hlutabréf útgefin af bankan- um,“ segir í fréttatilkynningu frá Arion banka. fyrirhugað er að upp- gjörið fari fram í dag, miðvikudag- inn 21. febrúar. Tilboð Kaupskila til Arion banka er háð því að upp- gjör hafi átt sér stað milli Kaupskila og ríkisins varðandi nýtingu Kaup- skila á kauprétti 13% hlutar ríkisins í bankanum. „Hafi framangreindu skilyrði ekki verið fullnægt á upp- gjörsdegi, getur Kaupskil frest- að uppgjörsdeginum um allt að tíu daga. Komi til þess að uppgjörs- deginum sé frestað hækkar kaup- verð hinna seldu hluta í samræmi við skilmála samnings Kaupskila og íslenska ríkisins. Kaupréttur Kaup- skila byggir á samningi við íslenska ríkið frá 3. september 2009,“ seg- ir í tilkynningu. Þar kemur fram að verðið sem Arion banki greiðir er 90,087 krónur á hlut. er það sama verð og Kaupskil greiðir íslenska ríkinu við nýtingu kaupréttarins. „Heildarkaupverð er rúmlega 17,1 milljarður króna og kemur sú upp- hæð til frádráttar arðgreiðslu sem samþykkt var á hluthafafundinum 12. febrúar og getur að hámarki verið 25 milljarðar króna.“ -kgk Aflatölur fyrir Vesturland dagana 10.-16. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 17.220 kg. Mestur afli: eskey Óf: 10.994 kg í tveimur róðrum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 3.535 kg. Mestur afli: Rán SH: 3.535 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 196.903 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.554 kg í einni löndun. Ólafsvík: 18 bátar. Heildarlöndun: 636.228 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 71.138 kg í fimm róðrum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 645.112 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 107.380 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 119.517 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 105.445 kg í þremur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 67.554 kg. 13. febrúar. 2. Rifsnes SH - RIF: 65.887 kg. 13. febrúar. 3. Tjaldur SH - RIF: 57.648 kg. 16. febrúar. 4. Örvar SH - RIF: 49.736 kg. 15. febrúar. 5. Tjaldur SH - RIF: 49.732 kg. 10. febrúar. -kgk Það er ekki oft sem tjöld sjást á þessum árstíma hér á landi. engu að síður hafði verið slegið upp tjaldi á bíla- stæðinu Við Hafið Guest- house í Ólafsvík í síðustu viku þegar eigendur mættu til vinnu. Daginn áður höfðu þrír ungir Ísraelsmenn sem eru á ferðalagi hér á landi komið til Ólafsvíkur. Tveir þeirra keyptu sér gistingu á gistiheimilinu en sá þriðji ætlaði að gista í litlum bíla- leigubíl sem þeir voru á. Hann ákvað svo að tjalda um nóttina á milli tveggja bíla á bílastæðinu. Var honum boðið að koma inn í morg- unmat um morguninn en af- þakkaði. Hann kom svo inn um tveimur tímum seinna. Sagðist hann hafa sofið mjög vel en það eina sem hafi truflað hann hafi verið þeg- ar snjóruðningstækin fóru að moka um klukkan hálf sjö um morguninn. þa Tjaldað í kafaldsbyl Á dögunum var ný vefsíða sett í loftið í gegnum vef Dalabyggð- ar. Um er að ræða síðu Dalaveitna, sem er fjarskiptafélag sem sér um lagningu og rekstur ljósleiðarakerf- is í sveitarfélaginu. Þar geta íbúar fylgst með framgangi ljósleiðara- verkefnisins, lesið sér til um hvað hefur verið gert og hvað er fram- undan á árinu 2018. Þar kemur meðal annars fram að vegna óvæntra aðstæðna í öðr- um verkum verktakans Lás ehf. hafi tafir orðið á upphafi plæging- ar ljósleiðara um Skógarströnd og Hörðudal. Plægt var út október en þá varð að hætta vegna veðurs. Af þeim sökum vantar stofninn úr Búðardal í Hörðuból til að geta virkjað tengingarnar þar sem þeg- ar er búið að plægja. Þó er hægt að virkja nokkrar tengingar yst á Skógarströnd sem hafa tengimiðju í Stykkishólmi. Unnið er að frágangi þeirra um þessar mundir og í vetur verður tengt í brunnum og tengi- kassar settir upp þar sem strengur- inn er kominn inn í hús. Í vetur fékk Dalabyggð styrk úr fjarskiptasjóði að verðmæti 51 milljón króna til tengingar í sveit- arfélaginu öllu, að undanskilinni Skarðsströnd og ytri hluta fells- strandar. Í lok þessa árs mun Dala- byggð sækja um styrk til lagningar ljósleiðara á þeim svæðum sem eftir eru. kgk Heimasíða opnuð um ljósleiðaraverkefni Dalabyggðar Plægt fyrir ljósleiðara á Erpsstöðum í Dölum sl. haust. Ljósm. fengin af heimasíðu Dalaveitna. Að vanda voru verkefni lögregl- unnar á Vesturlandi af ýmsum toga um liðna helgi. Síðustu þorra- blót ársins voru haldin og fóru vel fram og án teljandi afskipti lög- reglu. Vinkonur skelltu sér í sund í Bjarnalaug á Akranesi, utan opn- unartíma, og var lögregla fengin til að vísa þeim úr lauginni. Þá var nokkuð um vegfarendur sem fest höfðu ökutæki sín í snjó víða um starfssvæðið. Umferðaróhöpp settu einnig svip sinn á helgina en helst ber að nefna, samkvæmt dagbók lögreglu, að bifreið var ekið utan í vegg í Hvalfjarðargöngunum. Þá varð bílvelta á Vatnaleið á Snæfells- nesi og árekstur tveggja ökutækja á vegamótum á Akranesi. ekki urðu alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum en talsvert eignatjón. Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af fjölda ökumanna við hefðbundið eftirlit um helgina. einn ökumaður sem stöðvað- ur var í Borgarnesi reyndist vera sviptur ökuréttindum auk þess að vera undir áhrifum fíkniefna. Við hraðamælingar voru fjórir öku- menn kærðir fyrir að aka of hratt innanbæjar í Borgarnesi þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km/ klst. Sá sem hraðast ók mældist á 89 km hraða. Loks var ökumaður stöðvaður rétt norðan við Borgar- nes þar sem hann ók bifreið sinni á 147 km hraða. Hann reyndist einnig ölvaður og var sviptur öku- réttindum ævilangt. mm Helgarverkefni lögreglu af ýmsum toga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.