Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201818 flestir Vestlendingar ættu að vera farnir að kannast við Höllu Ólafs- dóttur, fréttaritara RúV fyrir Vest- urland og Vestfirði. Það sem sumir hafa þó ekki gert sér grein fyrir er að hún hefur einnig gert efni fyrir Landann, skemmtilegt og fræðandi efni fyrir útvarp og heimildamynd- ir. Blaðamaður Skessuhorns bjallaði í Höllu á Ísafirði þegar hún var ný- komin úr saltkjötsveislu hjá tengda- foreldrum sínum. Halla hefur upp á síðkastið flutt landsmönnum fréttir af slæmu veðri á Vestfjörðum, mik- illi snjókomu þar vestra, enda hef- ur hver óveðurslægðin á fætur ann- arri gengið yfir landið. „Það er ótrú- lega fallegt veður hérna núna,“ segir Halla þegar blaðamaður innir hana eftir veðurskilyrðum á Vestfjörðum. „Stillt og rólegt og allt þakið snjó.“ Landshornaflakkari og áhugakona um fólk Halla býr í tæplega tvö hundruð ára gömlu húsi, svokölluðu Messíönu- húsi, sem stendur á eyrinni á Ísa- firði. „Ég veit ekkert hversu gam- alt það er, en það er hundgamalt,“ segir Halla og bætir við að hún hafi keypt það með tvíburasystur sinni, Védísi, stuttu eftir að hún flutti á Ísafjörð. „Hún kom inn í þetta sem nokkurs konar fjárfestir.“ Védís býr í Jórdaníu þar sem hún starfar fyrir flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna fyrir Palestínumenn en Halla býr í húsinu með kærastanum sínum Óskari erni Hálfdánarsyni, sem svo heppilega vill til að er frá Ísafirði. Halla er með meistaragráðu frá freie Universität í Berlín í sjón- rænni- og fjölmiðlamannfræði. „Það snýr að því að nota aðferðafræði mannfræðinnar til að miðla efni í gegnum sjónræna miðla,“ útskýrir hún. Þá ver hún miklum tíma með viðfangsefninu og reynir að hafa ekki áhrif á það. „Þú ert ekki með fyrirfram gefnar hugmyndir um hver lokaafurðin verður.“ Halla segir að menntunin hafi reynst henni mjög vel í starfinu sem fréttaritari og dag- skrárgerðarmaður. Hún hafi óþrjót- andi áhuga á samfélaginu, fólki og sögum af því. Þótt Halla hafi að mestu verið alin upp í Árbænum í Reykjavík hefur hún aldrei vílað fyrir sér að flytja, hvort sem það er stutt eða langt. foreldrar hennar eru líffræðingar sem flökk- uðu um landið öll sumur með þær tvíburasystur og stóru systur þeirra, Melkorku. „Ég er ekkert óvön því að eiga „heima“ í tjaldi eða flakka á milli landa.“ Í æsku bjó hún í Banda- ríkjunum og Kanada með foreldrum sínum. Þá fór hún sem skiptinemi til Perú og bjó þar í eitt ár, fór til frakk- lands í hálft ár eftir menntaskóla og svo þrjú ár í Þýskalandi. Þá varði hún þremur mánuðum í Sádi Arabíu, þar sem hún starfaði sem flugfreyja, og þremur mánuðum á Grænlandi þar sem hún vann að meistaraverkefni sínu. Það sé því tiltölulega auðvelt að aðlagast samfélaginu á Ísafirði. Hún tali að minnsta kosti tungumálið og skilji hvernig samfélagið virkar. Á leið austur en endaði á Vestfjörðum Leiðin á Ísafjörð var nokkuð óvænt. Halla útskrifaðist með meistara- gráðuna sína haustið 2013. Ári síð- ar, eftir að hafa búið í þrjú ár í Berl- ín, kom hún heim um sumar til að starfa sem landvörður á hálendinu. Halla starfaði í Hvannalindum, vin í eyðimörk miðhálendisins norðan Vatnajökuls, og hafði aðsetur í litlu húsi þar sem stöku ferðamaður kom við. „Ég ætlaði út aftur eftir sumar- ið en ákvað að skrifa status á facebo- ok og athuga hvort einhver vildi ráða mig í vinnu. Svo reyndist vera svo ég sneri ekki aftur til Berlínar – ekki allavega til að búa þar. eftir einn vetur í hinum og þessum verkefnum sem og mínum eigin sá ég auglýs- ingu fyrir störf fréttaritara á Suður- landi, Austurlandi og Vesturlandi og Vestfjörðum og ég sótti um.“ Halla taldi sig vera á leið austur þegar henni var boðið starf á Vesturlandi og Vestfjörðum. „Ég var hvort eð er ekki búin að koma mér almennilega fyrir eftir að ég kom heim frá Berl- ín. Reykjavík hafði breyst mikið á þeim tíma sem ég hafði verið í burtu svo mér fannst ég ekkert eiga frek- ar heima þar en annarsstaðar,“ segir Halla sem velti tilboðinu ekki frekar fyrir sér og var því í september 2015 komin í stöðu sem fréttaritari RúV á Vesturlandi og Vestfjörðum með starfsstöð á Ísafirði. Samstaða með starfsfélögum „Það voru rosalega margir bún- ir að vara mig við því að að þetta yrði mjög erfitt. einhver sagði mér að það hefði einhvern tímann ver- ið hrækt á fréttaritara RúV í bak- arínu,“ segir hún og hlær, þótt hún viti ekki hvort þar sé eitthvert sann- leikskorn að finna. Halla segir að henni hafi almennt verið tekið mjög vel. „Það hefur allavega ekki verið að hrækt á mig í bakaríinu.“ Hún við- urkennir þó að umfjöllun um sum mál geti verið erfið vegna nálægð- arinnar við lítið samfélag. „Maður þarf stöðugt að skerpa gestsaugað og velta fyrir sér fréttagildinu. Og um leið hvort efnið eigi erindi til allra. Þá finnst mér líka mjög mikilvægt að skerpa sífellt á hlutverki mínu sem fréttamanns, sem er ekki að vera al- mannatengslafulltrúi fyrir fjórðung- inn, þótt auðvitað þyki mér vænt um landið eins og öðrum íbúm þess. Ég tel lykilinn felast í fölbreyttum fréttaflutningi.“ Stór hluti af fréttamennsku felst í því að ræða hugmyndir við samstarfs- félaga. Næstu samstarfsmenn Höllu eru í öðrum umdæmum, á Norður- landi og í Reykjavík. „Mér finnst ég oft eyða miklum tíma í eintal við sjálfa mig. Að ræða hlutina sjálf,“ segir hún. „Stundum hjálpar bara að segja hugmyndirnar upphátt við ein- hvern.“ Hún tekur þá upp símtólið og hringir í næstu umdæmi. Vesturland og Vestfirðir er stórt umdæmi til að hafa umsjón með frá Ísafirði. Halla segir að það sé áskor- un að ná yfir allt svæðið. „Við reyn- um samt að hjálpast að með þetta. Ég vil alls ekki að fólki á svæðinu finnist á sig hallað,“ segir hún en auðvitað vilji hún gera betur. Svig- rúmið sé þó takmarkað og frétta- stofan leitar leiða til að sinna svæð- inu betur. fréttastofan í Reykjavík reynir til dæmis að sinna Akranesi og því svæði sem er næst höfuð- borginni. „Það tekur mig fimm klukkutíma að komast á Akranes, en þau fjörutíu mínútur. Svo er þetta enn erfiðara á veturna.“ Sam- starfið er því mikið og allir tilbúnir að hjálpast að. „Við landsbyggðar- fréttaritararnir höfum líka reynt að hjálpast að með þau svæði sem eru ekki í næsta umhverfi. en ég reyni að vera hið vakandi auga og fylgjast með umdæminu. Þá auðvelda hér- aðsmiðlarnir okkur vissulega frétta- öflun.“ Þrír mánuðir á Grænlandi Halla gerði meistaraverkefni sitt á Grænlandi. „Grænlandi, sem er svo nálægt okkur, en samt eitthvað svo fjarlægt,“ segir hún. Alls varði Halla þremur mánuðum á nágrannaeyj- unni. „Ég vann verkefnið mitt mest í lítilli búð í Tasiilaq á austurströnd Grænlands. Búð sem seldi allt. Bók- staflega allt. Hún var rekin af konu sem lést fyrir nokkrum mánuðum. Konu sem var danskur karlmaður þegar hún flutti til Grænlands en settist að í Tasiilaq og opnaði bóka- búð sem var líka ísbúð, internet- kaffihús, barnafataverslun og sam- komustaður. Hún reyndi að sinna öllu því sem þörf var á í bænum. Ég var þarna fluga á vegg í mánuð.“ Af- raksturinn af vinnunni varð heim- ildarmynd sem heitir Bækur með remúlaði og varpar ljósi á einn dag í þessari búð. „Ég hef svo farið einu sinni aftur til Grænlands og gerði þá nokkrar fréttir um íbúa Tasiil- aq og Kulusuk fyrir fréttastofuna í leiðinni.“ Halla fann fljótt að menningar- heimur Íslendinga og Grænlend- inga er mjög ólíkur. „Mér fannst ég ekki almennilega geta sagt sögur úr samfélaginu nema með því að skilja það. Til þess þyrfti ég mjög lang- an tíma í tilfelli Grænlands. Mað- ur getur sagt miklu dýpri sögur af eigin samfélagi,“ segir Halla. eftir að námi lauk gerði Halla heimild- armyndina Á sama báti sem er um ævintýraferð Snædísar Ránar Hjart- ardóttur ásamt sjö öðrum konum til Kanada haustið 2014. Snædís glím- ir við illvígan taugahrörnunarsjúk- dóm sem veldur því að hún er bæði hreyfihömluð og daufblind. Myndin var frumsýnd á RúV í janúar. Þegar rætt er við Höllu virðist hún vera búin að koma sér nokkuð vel fyrir á Ísafirði. Hún segir að fá- mennið fái ekki á hana. „Ég eyddi heilu sumri í eins manns skála á há- lendinu,“ segir hún kímin, en bætir þó við að það hafi verið nokkur við- brigði við dvölina í Berlín. Hún mun halda áfram að hafa vakandi auga með Vesturlandi og Vestfjörðum og flytja tíðindi af landssvæðinu. klj „Maður þarf stöðugt að skerpa gestsaugað“ Halla Ólafsdóttir, fréttaritari RÚV á Vesturlandi og Vestfjörðum, hefur vakandi auga með umdæminu Halla við tökur fyrir Landann með Jóhannesi Jónssyni, myndatökumanni RÚV fyrir vestan. Óskar og Halla í Wadi Rum í Jórdaníu að heimsækja tvíburasystur Höllu, Védísi. Messíönuhús á Ísafirði sem Halla keypti í félagi við systur sína. Halla býr í húsinu með kærastanum sínum Óskari.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.