Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 20184 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Á jaðrinum eða utan við sporið Umræðan um kaup og kjör þjóðkjörinna fulltrúa hefur verið fyrirferðar- mikil á liðnum dögum. einn eða tveir landsbyggðarþingmenn voru ávítt- ir fyrir að aka mikið í kjördæmi sínu. Sá sem mest ók á kostnað skattborg- ara þurfti að dúsa í bíl sínum vegna vinnunnar sem nemur 36 ferðum um- hverfis landið á síðasta ári. Annar er gagnrýndur fyrir að hafa aldrei flutt úr foreldrahúsum og þegið húsnæðisbætur fyrir búsetu á tveimur stöðum í aldarþriðjung. Mín skoðun er sú að kjör þingmanna skuli hverju sinni vera með þeim hætti að eftirsóknarvert sé fyrir okkar hæfasta fólk að komast á þing. Það ætti að stuðla að því að úrval þeirra hæfustu setji lögin sem við öll þurfum svo að fara eftir. Já og stjórnmálamennirnir þurfa Nota Bene sjálfir að treysta sér til þess og haga sér hverju sinni eins og virðulegustu þegnum okkar ástkæra lands sæmir. Heildarlaunin þurfa því að vera svo góð að eftirsóknarvert sé að sækjast eftir kjöri. Laun þingmanna þurfa skilyrð- islaust að vera uppi á borðum og enginn feluleikur því samhliða eins og vísbendingar eru nú um. Um kjör þeirra verða að gilda mjög skýrar regl- ur sem ég í sjálfu sér efast ekki um að séu til. Það er bara spurning hvort farið sé eftir þeim eða hvort til þess bærar eftirlitsstofnanir eru að beita sjáandi auga eða því blinda í eftirliti sínu. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þessi umræða nefnilega um traust og trúverðugleika æðstu ráða- manna þjóðarinnar. Það sem gerir málið hins vegar snúið er að kjör þingmanna felast ekki einvörðungu í strípuðu þingfararkaupi. Hægt er að fá endurgreiddan aksturskostnað og annan ferðakostnað auk ferðakostnaðar. Sumir þing- menn fá álag ofan á launin sín vegna formennsku í nefndum, formenn í stjórnmálaflokkum fá 50% álag og allir varaforsetar þings fá sitt álag. Ofan á þingfararkaup fá þingmenn landsbyggðarinnar húsnæðis- og dval- arkostnað til þess að halda heimili á höfuðborgarsvæðinu eða til þess að reka starfsstöð í eigin kjördæmi. Þessi tvö atriði eru einkum það sem horft hefur verið til í umfjöllun fjölmiðla að undanförnu. Þingmaður getur auk þess fengið 40% álag ofan á húsnæðiskostnað fyrir að halda sannanlega tvö heimili. ef þingmaður heldur ekki annað heimili eða dvalarstað fær hann endurgreiddan ferðakostnað auk þriðjungs af heimiliskostnaði. Af þessu má sjá að ekki er allt sem sýnist þegar talað er um þingfararkaup. Það er einungis grunnur og segir ekkert til um heildarlaun. Í mínum huga á að greiða góð laun fyrir setu á Alþingi. Kjör þing- manna verða að vera í námunda við þau hæstu sem greidd eru stjórnend- um í stærri fyrirtækjum. en sé sú viðmiðun notuð vandast málin vissu- lega, þar sem frést hefur um laun af því kaliberi að menn beri jafnvel ein eða tvenn árslaun verkamanns úr býtum fyrir unninn mánuð. Þar með er samanburður á kjörum þingmanna við forsvarmenn stærstu fyrirtækjanna óhugsandi. Þá er önnur reikniregla sem mætti hæglega grípa til. Það er sú að heildarlaun þingmanna geti aldrei orðið meiri en t.d. fjórföld laun þeirra sem minnst hafa, t.d. öryrkja eða eldri borgara. Gefum okkur að sú tala sé um 300 þúsund krónur, þá yrðu heildarlaun þingmanns 1200 þús- und krónur á mánuði að hámarki. Ég held að allir ættu að geta sæst á slíka upphæð. flestir ef ekki allir sem ég þekki og tel að gætu átt erindi á þing myndu sætta sig við slík kjör. Nú velta menn því fyrir sér af hverju traust til löggjafarsamkomunnar er ekki meira en örfá prósent. Ég óttast að svarið liggi í því að menn eru sífellt að gleyma því að þeir eru þjónar okkar og við ekki þrælar þeirra. Ég vil geta treyst þessu fólki og geri raunar kröfu um það. Magnús Magnússon Leiðari Rósa Gréta Ívarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona Markaðsstofu Vesturlands en forveri hennar, Kristján Guðmundsson, hefur ver- ið ráðinn markaðsstjóri ferðaþjón- ustunnar Húsafelli. Rósa Gréta var valin úr hópi 30 umsækjenda og kemur hún til starfa 1. apríl. Vest- urland er henni vel kunnugt en hún ólst upp í Borgarnesi, Búðardal, Varmalandi og á Kleppjárnsreykj- um en er nú búsett í Reykjavík. „Ég er viðskiptafræðingur að mennt og er í MPM-námi í verk- efnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Ég hef unnið í ferða- þjónustu frá 2010 og þegar ég sá þetta starf auglýst kitlaði það mig mikið því ég ber taugar til lands- hlutans og vil halda áfram með það góða starf sem Markaðsstofan vinn- ur og styrkja það enn frekar. Nú þegar mikil uppbygging er í gangi á svæðinu er mikilvægt að halda vel á spöðunum og styrkja þá sérstöðu sem Vesturlandið hefur sem eftir- sóttur áfangastaður,“ segir Rósa Gréta og bætir því við að það komi vel til greina að flytja í Borgarnes aftur eftir að hún tekur við starf- inu. „Ég hlakka til að taka þátt í að efla ferðaþjónustu á Vesturlandi og styrkja ímynd Vesturlands. Lands- hlutinn hefur upp á svo margt að bjóða.“ Rósa Gréta starfaði áður í sölu- deild Centerhotels í eitt og hálft ár og svo í tvö ár hjá Reykjavik excur- sions en hefur undanfarin fjögur ár starfað sem ferðahönnuður hjá Ice- land encounter. „Mér hefur allt- af þótt gaman að skipuleggja ferð- ir um Vesturland og Vestfirði og þekki þau svæði mjög vel. Þar fær náttúran að njóta sín og ferðamenn geta upplifað Ísland í kyrrð og ró. Hjartað mitt slær alltaf hraðar þeg- ar ég keyri um Vesturlandið, það er heima fyrir mér,“ segir Rósa Gréta. arg Rósa Gréta Ívarsdóttir ný forstöðu- kona Markaðsstofu Vesturlands Rósa Gréta Ívarsdóttir tekur við starfi forstöðukonu Markaðsstofu Vesturlands 1. apríl næstkomandi. félagsdómur kvað 13. nóvem- ber 2017 upp dóm í máli sem Al- þýðusamband Íslands höfðaði fyr- ir hönd Sjómannasambands Ís- lands og Verkalýðsfélags Snæfell- inga gegn Samtökum atvinnu- lífsins og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi vegna útgerðar- félagsins Steinunnar hf., sem ger- ir út samnefnt skip. fyrir dómn- um krafðist stefnandi þess að við- urkennt yrði að Steinunn hf. hafi brotið gegn ákvæðum kjarasamn- ings með því að hafa látið Stein- unni SH í tvígang í janúar 2017 sigla til veiða en verkfall sjómanna hófst 14. desember 2016 og stóð þá enn. Mál þetta vakti á sínum tíma mikla athygli fjölmiðla. út- gerð skipsins er eins og kunnugt er fjölskyldufyrirtæki og þar sem eigendur skipsins voru jafnframt stór hluti munstraðrar áhafnar, þegar meint verkfallsbrot áttu að hafa átt sér stað, taldi útgerðin sig mega sigla þrátt fyrir að verk- fall stæði enn yfir. Í fyrrgreindum tveimur túrum skipsins sem farn- ir voru 9. og 10. janúar 2017 voru hins vegar ekki allir í áhöfn sem tengdust eigendahópi útgerð- arinnar og byggði félagsdómur niðurstöðu sína á því. Í dómsorðum þriggja af fimm dómurum félagsdóms segir m.a. að óumdeilt hafi verið að Stein- unn hf. hafi brotið gegn ákvæði greinar 1.14 í kjarasamningi LÍU og SA annars vegar og hins veg- ar Sjómannasambands Íslands vegna aðildarfélaga þess. Var út- gerð Steinunnar SH dæmd til að greiða stefnanda sekt að fjárhæð 1.068.164 auk dráttarvaxta, en auk þess ASÍ vegna Sjómannasam- bands Íslands og Verkaðlýðsfélags Snæfellinga 500 þúsund krónur í málskostnað. Tveir dómarar skil- uðu sérákvæði. Þeir voru efnislega sammála meirihluta dómsins utan þess að þeir töldu ekki að greiðsla dráttarvexta vegna dómkröfunnar rúmaðist innan ákvæða þess kjara- samnings sem dæmt var eftir. Óskildir sendir í land Í frétt Skessuhorns frá í janúar 2017 kom fram að við lok síðari túrs skipsins sem deilt var um, hafi hitnað lítið eitt í kolunum í sam- skiptum sjómanna og útgerðar- manna í Snæfellsbæ á kajanum í Ólafsvík. Steinunni SH hafði ver- ið róið frá Ólafsvík þá um morg- uninn. Um kvöldið þegar báturinn kom að landi tók fjöldi sjómanna á móti honum. eggert Bjarna- son sjómaður færði áhöfn Stein- unnar SH blómvönd fyrir hönd sjómanna í Snæfellsbæ og „þakk- aði þeim fyrir samstöðuna í miðri kjaradeilu sjómanna,“ eins og hann orðaði það. Lét hann þess jafnframt getið að hann vonaðist til að áhöfnin á Steinunni kæmi til með að njóta þeirra kjarabóta sem sjómenn eru nú að berjast fyrir. úr deilunni leystist með þeim hætti að fjarskyldir réru ekki með bátnum þegar haldið var næst til veiða jafnvel þótt verkfalli stæði enn. Vilhjálmur Birgisson, for- maður VLfA, var samninga- nefndarmaður í kjaradeilunni við SfS. Hann sagði að útgerðin hafi brugðist við og þrír úr áhöfninni verið settir í land. Þeir sem eftir voru ættu allir þátt í útgerð Stein- unnar og teldist því ekki verkfalls- brot að báturinn sigli með þeim í áhöfn. „útgerðin var með því að viðurkenna fyrir okkur að þessi róður á þriðjudaginn hafi ver- ið verkfallsbrot, þegar fjarskyld- ir voru teknir með í áhöfn skips- ins. Það mál fékk því farsæla lend- ingu og steytir ekki á því í viðræð- um um lausn sjómannadeilunnar,“ sagði Vilhjálmur Birgisson í sam- tali við Skessuhorn í janúar 2017. mm Útgerð dæmd í fjársekt vegna verkfallsbrots Áhöfn Steinunnar færð blóm við komuna til hafnar 10. janúar 2017. Ljósm. úr safni/af.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.