Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 2018 9 ELBM.IS kynnir lín fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingastaði og til einkanota. Verið velkomin í Lionsheimilið við Frúarstíg í Stykkishólmi nk. laugardag milli kl. 13:00 og 16:00. Heitt á könnunni. Góð tilboð á staðnum og frí ráðgjöf hjá innanhússráðgjafa og stílista. EINSTÖK UPPLIFUN SK ES SU H O R N 2 01 8 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2018 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 1. mars Föstudaginn 2. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 8 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is fyrsta mót Vesturlandsdeildarinn- ar í hestaíþróttum fer fram á föstu- daginn, 23. febrúar. Upphaflega átti mótið að vera 9. febrúar síð- astliðinn en fresta þurfti því vegna veðurs. Á fyrsta mótinu verður keppt í fjórgangi og von er á öll- um sterkustu keppendum Vestur- lands. Í fyrra hrósuðu Sigurodd- ur Pétursson og Steggur frá Hrís- dal sigri í fjórgangi og stefna þeir að því að verja titilinn. fjórgangs- mótið fer fram í faxaborg í Borg- arnesi. Húsið opnar kl. 19:00 og keppni hefst kl. 20:00. Vesturlandsdeildin í hestaíþrótt- um er einstaklings- og liðakeppni þar sem alls 34 knapar mynda sjö fjögurra og fimm manna lið. etja liðin keppni í sex greinum hesta- íþrótta á fimm keppniskvöldum í faxaborg í Borgarnesi. Þrír knapar mæta til leiks frá hverju liðið í hverja grein. Allir safna þeir stigum í liðakeppninni auk þess sem tíu efstu knapar í hverri greint hljóta stig í einstak- lingskeppninni. Í lok vetrar verður Vesturlandsmeistari krýndur, bæði í liða- og einstaklingskeppni. kgk Fyrsta mót Vesturlands- deildarinnar framundan Keppt í fjórgangi á föstudaginn Svipmynd frá keppni í Vesturlandseildinni. Hér er keppt í flugskeiði. Ljósm. úr safni/ iss. Um 40 unglingar í 8.-10. bekk í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð tóku þátt í ung- mennahelgi á Laugum í Sælingsdal um liðna helgi. „Þetta var unnið í samstarfi UDN og félagsmiðstöðva í þessum sveitarfélögum. Við tók- um ákvörðun um að leggja áherslu á fræðslu fyrir krakkana þessa helgi og fengum fyrirlesara sem hafa slegið í gegn hjá krökkum á þessum aldri til að koma og tala við þau. Þau fengu fyrirlestur sem ber heitið „Ég er betri en þú,“ sem snýst um samskipti kynjanna og samskipti á netinu. Þá kom líka fyrirlesari frá KVAN og ræddi við börnin um markmiðasetn- ingu og Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu fyrir bæði krakk- ana og starfsmenn. Gummi tvíburi frá erpsstöðum kom líka og var með hinsegin fræðslu þar sem hann sagði krökkunum frá sinni reynslu,“ segir Svana Hrönn Jóhannsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Dalabyggð í samtali við Skessuhorn. arg/ Ljósm. Svana Hrönn Jóhanns- dóttir Fjölbreytt fræðsla á ungmennahelgi á Laugum Sigga Dögg kynfræðingur var meðal fyrirlesara og ræddi við ungmennin og starfsfólk félagsmiðstöðvanna. Krakkar í Dalabyggð, Reykhólasveit og Strandabyggð skemmtu sér vel saman á Ungmennahelgi á Laugum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.