Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201810 fyrirtækið Ísfiskur hf. hóf á föstu- daginn fiskvinnslu á Akranesi. fyr- irtækið keypti sem kunnugt er bol- fiskvinnsluhús HB Granda síðast- liðið haust, auk þess sem hluti fisk- vinnslubúnaðar fylgdi með í kaup- unum. Albert Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Ísfisks, var að vonum ánægður með að vinnsla væri hæfin á Akranesi. „Það er mjög ánægju- legt. Ég hitti allt fólkið sem var að byrja að vinna hjá okkur í gær- morgun. Það hefur verið gríðar- lega vel tekið á móti okkur hér á Akranesi og fólkið sem er að koma í vinnu hjá okkur er áhugasamt. Ég er þakklátur fyrir það hve marg- ir sóttu um og sýndu því áhuga að standa í þessu með okkur,“ segir Albert í samtali við Skessuhorn síð- astliðinn föstudag. „ein kona sem vinnur hér í húsinu og er búin að gera lengi sagði að þetta hefði verið skemmtilegasti dagur lífs síns, þeg- ar við byrjuðum að vinna í morgun. Það fannst mér mjög skemmtilegt að heyra,“ bætti hann við. Stefna á sex þúsund tonn á ári Starfsmenn Ísfisks á Akranesi sem hófu störf á föstudaginn eru 24. Al- bert segir stefnt að því að ráða fleiri í vinnu á næstunni. „Stefnan er að bæta við fjórum til átta. Til að byrja með verðum við hér með einfalda línu og á bilinu 25 til 30 manns í vinnu. Allir sem eru að vinna hérna núna eru héðan og viðbótin verð- ur sjálfsagt líka bara fólk héðan,“ segir hann. „Síðan stefnum við á að flytja alla okkar starfsemi upp á Akranes. Upphaflega ætluðum við nú að flytja um áramótin síðustu en frestuðum því fram á sumar. Það er reyndar ekki víst að það gangi eftir og því getur vel verið að við verð- um áfram á báðum stöðunum. Þá erum við að skoða möguleika á því að setja upp laxalínu hér og styrkja þessa vinnslu og mögulega bæta við fleira fólki. Það verður þó ekki skoðað fyrr en eftir sumarið,“ seg- ir hann. Til lengri tíma litið er markmið fyrirtækisins síðan að flytja starf- semi sína alfarið upp á Skaga og vinna þar bolfisk sem keyptur er á markaði. „Áform okkar eru að hafa hérna um og yfir 60 starfsmenn við að vinna fisk. Markmiðið er að vinna um fjögur þúsund tonn á þessu ári, fimm þúsund á næsta ári og sex þúsund á þarnæsta. Það er stærðin sem við stefnum á til fram- tíðar, sex þúsund tonna vinnsla og 60 manns í vinnu,“ segir Albert að endingu. kgk Sigurður Ingi Jóhannsson, ráð- herra sveitarstjórnarmála, ætl- ar í næsta mánuði að leggja fram frumvarp um breytingar á lög- um um lögheimili og aðsetur. Þar verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið og einnig að Þjóðskrá Íslands skuli senda tilkynningu til þinglýsts eiganda fasteignar um þá sem skrá lögheimili sitt í fasteign í hans eigu. „Síðastliðna áratugi hefur verið nægjanlegt að tilkynna nýtt lögheimili án þess að eig- andi sé endilega upplýstur um að nýr aðili hafi bæst við á heimilið. einnig er orðið algengara að hjón þurfi vinnu sinna vegna að vera í fjarbúð og eiga fleiri en eitt heimili af þeim sökum,“ skrifar ráðherra í færslu á facebook síðu sinni. mm Hraundís Guðmundsdóttir ilmol- íufræðingur og Ragnar Sverrisson sjálfboðaliði hyggjast nú sameina krafta sína og fara til Kenía í þeim tilgangi að kenna heimamönnum að búa til ilmkjarnaolíur. Af því tilefni hafa þau efnt til söfnunar inni á Kar- olina fund. „Markmið okkar með að sækja um fjármagn til einstaklinga er að kynna og kenna fólki í Kenía að búa til ilmkjarnaolíur sem það get- ur síðan notað til lækninga og einn- ig til sölu. Okkur langar að stuðla að sjálfbærni og nýtingu auðlinda til at- vinnusköpunar í Kenía,“ segir á söfn- unarsíðu þeirra. Hraundís er búsett á Rauðsgili í Borgarfirði þar sem hún hefur framleitt ilmkjarnaolíur undir vöru- merkinu Hraundís frá 2014. Hraun- dís er menntaður skógfræðingur og vinnur ilkjarnaolíur aðallega úr skógartrjám. Ragnar hefur starfað með Húmanistahreyfingunni frá því snemma á níund áratugnum bæði hér á Íslandi og á alþjóðavettvangi. eins og fram kemur á söfnunarsíðu þeirra hefur hann mikið unnið við hjálparstarf í Kenía þar sem áhersla er lögð á að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft og er það einmitt það sem þau Hraundís og Ragnar hafa í huga. Þau ætla að kenna fólki að nýta nátt- úruna til að skapa sér störf við fram- leiðslu á ilmkjarnaolíum. fyrir þá sem vilja leggja málefn- inu lið er hægt að finna allar upp- lýsingar inni á Karolina fund und- ir Ilmkjarnaolíu framleiðsla í Kenía, https://www.karolinafund.com/ project/view/1964. arg Vilja kenna fólki í Kenía að búa til ilmkjarnaolíur Hraundís Guðmundsdóttir og Ragnar Sverrisson vilja kenna fólki í Kenía að fram- leiða ilmkjarnaolíur. Ljósm. Fengin af söfnunarsíðu á Karolina Fund. Hjónum verði heimilt að eiga sitthvort lögheimilið Fiskvinnsla Ísfisks er hafin á Akranesi Ísfisksmenn ásamt hluta gesta sem heimsóttu vinnsluna fyrsta daginn. F.v. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, Sævar bæjarstjóri, Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður NV-kjördæmis og formaður atvinnuveganefndar, Albert, Birgir og Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi. Ýsa á leið inn á vinnslulínu Ísfisks fyrsta vinnsludaginn á Akranesi. Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks, tekur við blómvendi frá Arion banka sem Sverrir Örn Sverrisson afhenti. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, færði Ísfiski blómvönd í tilefni dagsins. Birgir Kristinsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, veitti vendinum viðtöku. Til að byrja með verður Ísfiskur með einfalda línu og 25 til 30 manns í vinnu. Ýsunni pakkað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.