Skessuhorn


Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 21.02.2018, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 21. feBRúAR 201826 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Klukkan hvað ferð þú venjulega að sofa á kvöldin? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Þóra Þorgeirsdóttir Um klukkan ellefu. Ingibjörg Magnúsdóttir Á milli hálf ellefu og hálf tólf Anna Margrét Eyþórsdóttir Á milli ellefu og tólf Fjóla Benediktsdóttir Það er misjafnt, svona um eða upp úr miðnætti. Þórunn Anna Arnbjörnsdóttir Um miðnætti, eða bara eftir því hvenær barnið sofnar Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í 57. sæti á ISPS mótinu í Ástralíu sem lauk á sunnudags- morgni að íslenskum tíma. Mót- ið var hluti af LPGA mótaröðinni, sterkustu mótaröð í heimi. Valdís byrjaði vel í mótinu, lék fyrstu tvo hringina á pari og komst auðveldlega í gegnum niðurskurð- inn. Þriðja hringinn lék hún á 74 höggum, tveimur yfir pari og síð- asta hringinn á jafn mörgum. Sam- tals lék hún því á fjórum yfir pari í mótinu og lauk leik jöfn nokkrum öðrum í 57. sæti. kgk/ Ljósm. úr safni. Valdís Þóra hafnaði í 57. sæti í Ástralíu Öðru móti á Íslands- meistarmótaröðinni í klifri lauk í Klifurhús- inu á sunnudaginn með keppni eldri flokka, 16-19 ára og 20+. Kepp- endur frá ÍA stóðu sig með prýði á mótinu og í 16-19 ára flokki sigr- aði Brimrún eir Óðins- dóttir og var þetta ann- ar sigur hennar á jafn- mörgum mótum. úlf- heiður embla Ásgeirs- dóttir hafnaði í þriðja sæti og var þetta henn- ar fyrsta keppni í grjót- glímu. fyrr um helgina höfðu þau Sylvía Þórð- ardóttir og Hjalti Rafn Kristjánsson komist á verðlaunapall með bronsverðalaun í flokki 11-12 ára. Um tuttugu ÍA klifrarar á aldrin- um 6-19 ára tóku þátt um helgina og greini- lega mikill meðbyr með klifri á Skaganum þessa dagana. Síðasta mótið sem gildir til Ís- landsmeistaratitils verður haldið eftir tvær vikur í Klifurhúsinu og standa ÍA klifrarar því vel að vígi fyrir það. mm/þs Brimrún Eir með gull í klifri Brimrún Eir, Þórður Sævarsson þjálfari og Úlfheiður Embla. Ljósm. Kristín Frímannsdóttir. Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun íþrótta- og tóm- stundastefnu Borgarbyggðar og af því tilefni var haldinn opinn sam- ráðsfundur um málið síðastliðið þriðjudagskvöld. Þar gafst íbúum í Borgarbyggð kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum. Nýlega var stofnaður stýrihópur um endurskoðun á stefnu Borgar- byggðar í íþrótta- og tómstunda- málum sem Lilja Björg Ágústs- dóttir, varaformaður fræðslu- nefndar, leiðir. „Hlutverk hóps- ins er að endurskoða og setja nýja stefnu í íþrótta- og tómstunda- málum í sveitarfélaginu. einn- ig verður farið ofan í saumana á þjónustusamningi sem er í gildi á milli sveitarfélagsins og UMSB,“ segir Lilja Björg í samtali við Skessuhorn. Samráðsfundurinn var vel sótt- ur, en á milli 50 og 60 manns mættu og að sögn Lilju voru þátt- takendur vel stemmdir og tilbúnir að leggja sitt af mörkum. „fund- urinn var með svipuðu sniði og þjóðfundur, þar sem fyrst var fluttur stuttur fyrirlestur með Jakobi frímanni Þorsteinssyni, aðjúnk í tómstunda- og félags- málafræði við Háskóla Íslands, og því næst skipti fólk sér á milli borða þar sem hver hópur svar- aði fáeinum lykilspurningum um framtíðarfyrirkomulag íþrótta og tómstunda í sveitarfélaginu. Svör- in verða svo notuð við gerð nýrr- ar stefnu. Það er greinilegt eftir fundinn að íbúar í Borgarbyggð láta sig málefnið varða og hafa al- mennt mikinn áhuga á að taka þátt í að bæta umhverfi og aðstöðu til iðkunar íþrótta og tómstunda í sveitarfélaginu og er það mjög ánægjulegt,“ segir Lilja Björg. Næst er komið að unglingum Borgarbyggð hefur verið í náinni samvinnu við UMSB frá árinu 2013 en þá var áðurnefndur samn- ingur undirritaður með það m.a. að markmiði að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu með megináherslu á starf barna og unglinga. „Svona samningur á milli sveitarfélags og ungmennasambands er í raun fyr- irkomulag sem er nýtt af nálinni og því um ákveðna nýsköpun að ræða. Grunnhugmyndin er sú að sveitarfélagið framselur ákveð- in verkefni til UMSB og aðild- arfélaga, sem veita fagmennsku, þekkingu og yfirsýn. Með þess- um hætti er ákvörðunarvald um skipulag fært nær félagsmönnum hreyfinganna sem opnar mögu- leika til að auka fjölbreytni í tóm- stundum og íþróttum í þetta dreif- býlu sveitarfélagi. Núna er komin reynsla á framkvæmd samningsins og í ljós hafa komið nokkur horn sem þarf að pússa af en á heildina litið hefur flest gengið mjög vel,“ segir Lilja Björg. Næst á dagskrá hjá stýrihópnum er að halda samskonar fundi með unglingadeildum í Grunnskólan- um í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar áður en endanleg stefna verður formlega mótuð. „Það er mikilvægt að raddir ung- linganna heyrast líka. Við viljum vita hvað þeim finnst um íþrótta- og tómstundastarfið eins og það er núna og hvað þau myndu vilja sjá öðruvísi. Við munum taka þeirra hugmyndir og þá punkta sem fram komu á íbúafundinum og nýta til að móta nýja og betri stefnu sem verður vonandi tilbúin í apríl,“ segir Lilja Björg að end- ingu. arg/ Ljósm. aðsend Vel mætt á fund um íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð Vel var mætt á fund um íþróttir og tómstundir í Borgarbyggð. Fundagestir skiptu sér niður í hópa og svöruðu fáeinum lykilspurningum fram- tíðarfyrirkomulag íþrótta og tómstunda í sveitarfélaginu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.