Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 9. tbl. 21. árg. 28. febrúar 2018 - kr. 750 í lausasölu Lúsina burt! Augndropar! Verður 5. mars í: FVA Kl. 10–12 Kynning á öllu háskólanámi á Íslandi! Allir velkomnir! Besta bankaappið á Íslandi Samkvæmt könnun MMR 20 ÁR Þessi ungu menn æfa og keppa í karate ásamt vöskum hópi iðkenda hjá Karatafélagi Akraness. Alla jafnan er æft í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu en þegar vel viðrar er ekkert því til fyrirstöðu að færa æfingar utandyra. Þá er áherslan lögð á aðra þætti svo sem „að harka af sér“. Meðfylgjandi mynd var nýverið tekin upp við rætur Akrafjalls. Ljósm. Eydís Líndal Finnbogadóttir. Síðdegis á sunnudaginn fór rúta með ríflega þrjátíu manns útaf veg- inum á Borgarfjarðarbraut og hafn- aði á hliðinni. Hún fékk á sig sterk- an hliðarvind, en veður var mjög slæmt á þessum stað. Mikill við- búnaður var vegna slyssins enda var í fyrstu talið að margir væru alvar- lega slasaðir. Svo reyndist þó ekki vera og þurfti einungis að flytja tvo á slysadeild, báða lítið slasaða. Til- viljun réði því að bílstjóri rútunnar hafði skömmu áður en þetta gerð- ist brýnt í tvígang fyrir farþegum að bílbelti væri skylda. Jafnframt leið- beindi hann farþegunum, sem að stærstum hluta voru frönsk skóla- börn, hvernig ætti að bera sig að ef rútan færi á hliðina. Enginn vafi er að þetta átti þátt í hversu lítil meiðs urðu á fólki. Sjá nánar bls. 10. mm/ Ljósm. ge. Öryggisbeltin höfðu allt að segja Tilkynningar um tvö innbrot í heimahús á Akranesi voru tilkynnt til lögreglunnar á Vesturlandi síð- astliðinn sunnudag. Að sögn lög- reglu báru innbrotin það með sér að vera vel skipulögð. Þjófarnir fóru í báðum tilfellum í gegnum glugga á svefnherbergjum og svo virðist vera að leitað sé eftir skartgripum, pen- ingum og verðmætum smáhlutum. „Lögreglan á Vesturlandi vill biðla til fólks að læsa tryggilega gluggum og hurðum þegar hús eru yfirgefin og vera vel vakandi fyrir óvenjuleg- um mannaferðum við hús hvort sem er að nóttu eða degi. Eins er fólki bent á að hafa vakandi auga með ná- grönnum sínum og ef yfirgefa á hús til lengri tíma að fá nágranna til að fylgjast með húsinu. Lögregla mun herða eftirlit með íbúðahverfum næstu daga,“ segir í tilkynningu til lögreglu, sem beinir þessum tilmæl- um til allra íbúa á Vesturlandi, jafn- vel þótt fyrrgreind innbrot um liðna helgi hafi verið á Akranesi, að íbúar hvarvetna hafi auga með grunsam- legum mannaferðum. mm Skipulögð innbrot í heimahús

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.