Skessuhorn - 28.02.2018, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 28. fEBRúAR 20188
Talsvert er nú af loðnu austan við
landið. Skip HB Granda voru í síð-
ustu viku að veiðum og fékk Vík-
ingur AK afla í Meðallandsbuktinni
og var honum landað til frysting-
ar á Vopnafirði. Hrognafyllingin í
farminum reyndist 16-18%. ,,Það
eru nokkrir dagar í að hrogna-
fylling þessarar loðnu gefi tilefni
til hrognaskurðar og frystingar á
hrognum. Það er hins vegar loðna
fyrir vestan sem er með mun meiri
hrognafyllingu en þar, sem hún
heldur sig, er búið að vera snarvit-
laust veður marga undanfarna daga
og það hefur því verið ómögulegt
að stunda þar veiðar,” segir Albert
Sveinsson skipstjóri á Víkingi á vef
HB Granda fyrir síðustu helgi.
mm
Gæðaeftirlit
með
félagsþjónustu
LANDIÐ: Sigríður Jóns-
dóttir, sérfræðingur í vel-
ferðarráðuneytinu, hefur
verið skipuð til að fara með
stjórn nýrrar gæða- og eft-
irlitstofnunar á sviði félags-
þjónustu. Nýja stofnunin
mun annast stjórnsýslu og
eftirlit með félagsþjónustu
sem veitt er af hálfu sveitar-
félaga, opinberra stofnana
eða á grundvelli samninga.
Undir félagsþjónustu sveit-
arfélaga heyrir meðal ann-
ars ýmis þjónusta sem snýr
að börnum, fjölskyldum,
fötluðu fólki, öldruðum og
innflytjendum. Stefnt er að
því að eftirlit með barna-
verndarmálum sem nú er
á hendi Barnaverndar-
stofu verði einnig á ábyrgð
stofnunarinnar og er unn-
ið að gerð lagafrumvarps
þess efnis í velferðarráðu-
neytinu. Það var Ásmundur
Einar Daðason félags- og
jafnréttismálaráðherra, sem
skipaði Sigríði í starfið.
-mm
Ný heitavatns-
lögn í pípunum
VESTURLAND: Veit-
ur ohf., dótturfélag Orku-
veitu Reykjavíkur, auglýsti
í Skessuhorni í síðustu viku,
eftir tilboðum í endurnýjun
hitaveitulagnarinnar sem
liggur frá Kjalardal norðan
við Akrafjall og til Akraness.
Tilboð í verkið verða opnuð
1. mars nk. klukkan 11.
-mm
Karlmenn og
metoo
AKRANES: Magnús Orri
Schram, stjórnarmaður í
UN Women, verður með
fyrirlestur í Tónbergi Akra-
nesi í dag, miðvikudaginn
28. febrúar, klukkan 19:30.
Hann ætlar að fjalla um
ábyrgð karlmanna í breytt-
um heimi vegna metoo bylt-
ingarinnar. Í byrjun janú-
ar var Magnús Orri með
vinnustofu fyrir stjórnend-
ur Akraneskaupstaðar þar
sem fólk var mjög ánægt
með framtakið og kallaði
eftir því að fleiri myndu fá
sömu fræðslu.
-mm
ASÍ telur
forsendur
kjarasamninga
brostnar
LANDIÐ: „forsendur kjara-
samninga eru brostnar,“ að
mati miðstjórnar Alþýðusam-
bands Íslands. Samkvæmt
ákvæði í núgildandi samning-
um koma þeir því til endur-
skoðunar fyrir lok þessa mán-
aðar. „Það er mat ASÍ, að
óbreyttu, að forsendur um að
launastefna kjarasamninganna
hafi verið stefnumarkandi hafi
ekki gengið eftir. Því er heim-
ild til uppsagnar þeirra fyrir
lok febrúar enn í gildi,“ segir
í yfirlýsingu frá miðstjórn ASÍ.
Vegna þessarar stöðu hefur
verið ákveðið að boða til for-
mannafundar aðildarfélaga ASÍ
og fer hann fram í dag, mið-
vikudaginn 28. febrúar; „þar
sem farið verður yfir málið og
ákvörðun tekin um viðbrögð
verkalýðshreyfingarinnar.“
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
dagana 17. - 23. febrúar.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes: 1 bátur.
Heildarlöndun: 23.421 kg.
Mestur afli: Eskey Óf: 23.421
kg í þremur róðrum.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 4 bátar.
Heildarlöndun: 278.133 kg.
Mestur afli: Geir ÞH: 112.566
kg í sex löndunum.
Ólafsvík: 20 bátar.
Heildarlöndun: 724.017 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
93.623 kg í níu róðrum.
Rif: 17 bátar.
Heildarlöndun: 789.277 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
124.360 kg í tveimur löndun-
um.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 195.857 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
183.851 kg í þremur löndun-
um.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Örvar SH - RIF:
93.432 kg. 19. febrúar.
2. Tjaldur SH - RIF:
87.010 kg. 21. febrúar.
3. Jákup B KG - ÓLA:
86.311 kg. 22. febrúar.
4. Rifsnes SH - RIF:
83.888 kg. 19. febrúar.
5. Þórsnes SH - STY:
69.278 kg. 21. febrúar.
-kgk
Þrjátíu og þrír nemendur útskrif-
uðust nýverið frá Stóriðjuskóla
Norðuráls, sautján úr grunnnámi
og sextán úr framhaldsnámi. Stór-
iðjuskólinn hefur verið starfrækt-
ur frá árinu 2012 og hafa hundr-
að nemendur útskrifast frá honum
síðan. Tilgangur námsins er með-
al annars sá að auka verðmæta-
sköpun og styrkja samkeppnis-
stöðu fyrirtækisins, auka öryggi
starfsfólks við vinnu og efla starfs-
ánægju. „Þetta er fimmti hópurinn
sem útskrifast frá Stóriðjuskólan-
um. Um 80% þeirra sem hafa út-
skrifast eru í starfi hjá Norðuráli
í dag á meðan aðrir hafa kosið að
afla sér frekari menntunar. Norð-
urál er í samstarfi við Símennt-
unarmiðstöðina á Vesturlandi og
fjölbrautarskóla Vesturlands um
námið, en auk þess koma sérfræð-
ingar frá Norðuráli að kennsl-
unni,“ segir Sólveig Bergmann
upplýsingafulltrúi Norðuráls.
mm
Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls
Útskriftarhópur úr grunnnámi ásamt forsvarsmönnum fyrirtækisins.
Útskriftarhópur úr framhaldsnámi ásamt forstöðumönnum fyrirtækisins.
Styttist í að hrognavinnsla geti hafist
Krapaflóð féll úr bæjarlæknum
ofan við Augastaði í Hálsasveit í
Borgarfirði aðfararnótt laugardags
og olli skemmdum. flóðið hafnaði
meðal annars á gámi sem stendur
skammt austan við íbúðarhúsið á
bænum, en gámurinn þessi hýsir
viðkvæm rannsóknatæki sem Jap-
anir eiga til að mæla norðurljós.
Íbúðarhúsið slapp við flóðið, að
sögn Snorra Jóhannessonar bónda,
en vatn og aur náði að leka inn um
óþétta hurð á gámnum og reiknar
hann með að skemmdir hafi orðið
á tækjum og tölvubúnaði sem inn
í honum eru. Það muni þó koma
betur í ljós þegar reynt verður að
kveikja á þeim að nýju.
Svipað flóð að magni til féll á
bæjarhúsin á Augastöðum árið
1985 og þar áður er vitað um
krapaflóð úr þessum læk árið
1930. Stífla kemur í lækinn í um
700 metra hæð og safnast þá vatn
ofan við hana sem brýtur sér svo
leið niður með miklum látum.
Snorri segir að úrkoman á föstu-
daginn hafi verið gríðarlega mik-
il samhliða hlýindum og snjóbráð
í fjallinu og úr Okinu. Hann segir
að sökum hvassviðris hafi úrkomu-
mælir sem er á bænum ekki náð að
mæla úrkomumagnið þar sem úr-
koman var lárétt þegar hún féll til
jarðar í suðaustan rokinu.
mm
Krapaflóð skemmdu tæki
til norðurljósarannsókna
Hér er horft upp með farvegi krapaflóðsins og á gáminn með viðkvæmum rannsóknatækjum Japana á Augastöðum.
Ljósm. sj.